Nafn skrár:AdaBja-1902-09-22
Dagsetning:A-1902-09-22
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Aðalbjartur Bjarnason (Albert Arnason)
Titill bréfritara:vinnumaður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1864-09-01
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatunga
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saurbæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Firth Nebr

September 22 1902

Elskulegi bróðir

Jeg þakka þjer innilega firir þitt seinasta brjef þó það hafi nú dregist mikið firir mjer að svara því Jeg óska að þessi miði meii finna þig og alla þína vellíðandi Jeg fjekk brjef frá Benidict nílega og egir hann mjer frjettir um Olafsdals Skólamálið sem hann sá í dagblaði frá vinnipek ef það mál fór eins og hann segir þá sendi jeg þjer þennan miða til að gradúlera þjer og til að láta þig vita að jeg samgleðst þjer af öllu hjarta það görði mjer mikla gleði að

frjetta að vesturamtinu forst svo vel við þig ekki einúngis vegna þess að það leisti þig við skuldina en heldur sínir það hvað mikið ifirvöldin meta lífsverk þitt það hefur svo oft komið firir að menn sem hafa eitt æfi sinni til framfara þjóðar sinnar hafa ekkert þakklæti fengið þángað til þeir vóru dauðir að mjer þikir það vera mjög gleðilegt firir þig að svona greiddist úr þessu máli mjer þætti einkanlega vænt um að fá frjettir um þettað mál frá þínum eiin penna.

Jeg skal nú reina að sega þjer af mjer og mínum það besta er að við erum við góða heilsu jeg flutti mig í vor

ið var á bú tengdaföður míns það er 80 ekrur og eins gott land og hjer er í kríng gamli maðurin er á sjötugs aldri og hefur verið ekkumaður nærri 30 ár konan mín hjelt hús firir hann frá því hún var 14 ára þangað til við giptumst eftir það hjelt ingri dóttir hans hús þar til hún giptist firir halfu öðru ári svo var sonur hans á plássinu eitt ár en gamla manninum líkaði ekki búskapur hans og hann var ekki ánægður nema við kjæmum á landið jeg gef þriðjúng af því sem jeg reisi á plóglandi en beitiland og heiland hef jeg firir fæði hans, á þessu landi er gott hús með 8 000000 rúmum

heihlaða og hesthús firir 8 hross Cornhjallur firir 2000 bushels af corni kúahús og svínahús og hveiti og hafra skjemma firir 800 bushels stórt hænsnsahús góður aldin garður vindpumpa með flávi

Þettað ár hefur verið eitt það besta sem jeg hef sjeð það sem jarðar ávoxt snertir hveitið mitt gaf 20 búshels af ekrum hafrar 40 corn er agætt frá 40 til 50 bu. hei er ágætt kartöflur og allt sem grær í garðinum er ágætti epli og alls konar aldini eru plenty Jeg hafði 12 ekrur af hveiti 15 af höfrum 68 af corni 8 af heilandi hitt er beitiland og skógur til að göra þettað greinilegt þá verð jeg að minnast á að jeg hef 40 ekrur rentað frá öðrum

manni rjett hjá og fæ jeg 50 frá honum firir næsta ár ef jeg lifi þessi maður er góður vinur minn jeg vann firir hann í 2 ár áður en jeg giptist jeg hef þettað land líka firir 1/3 part það er sú birlegasta renta sem jeg veit til hjer í kíng land rentast mest firir 2/5 parta en sumt firir $3,00 ekran land er alltaf að hækka í verði er nú 50 dollara ekran hjer í kríng það er land sem hefur talsverðar biggingar á þú segir "eru húsin orðin stór„ Já þar sem menn búa á sínum eiin löndum þá er biggingar vanalega stórar og góðar en á rentuðum plássum er ekki svo mikið um

framfarir það er máltak hjer að enything is good enough for a renter og það er að mörgu leiti satt því sumir rentarar eru trassar duglegir og þrifnir menn komast vanalega svo vel áfram að þeir kaupa lönd með tímanum

Jeg hef haustplægt 26 ekr firir hveiti en er ekki búin að sá því en það hefur verið mikið þurt þennan mánuð en nú í dag er hellirigning og þegar birtist upp þá er jeg tilbúin að sá mig lángaði til að fara svo sem 100 mílur hjeðan vestur í haust og skoða land en jeg hef svo mikið að göra að jeg held það verði ekkert af því í þettað sinn

af gripum hef jeg 3 vinnuhross 2 folöld 6 kyr 5 kalfa og 8 svín við seljum rjóman það borgar sig betur en að búa til smjör kjírnar okkar gefa svo sem 20 dollara hver á ári firir utan kálfin sem selst firir 10 til 12 dollara 9 mánða gamall maður má nú til að selja kálfana hjer í kríng því beitiland er hart að fá og ljelegt mig lángar til að fara leingra vestur þar sem er meira beitiland en það er líklegt að við verðum hjer á þessu landi eins lengi og gamli maðurin lifir en jeg atla að reina að ná í landblett áður en langt um líður til að flitja á þegar jeg fer hjeðan

Saltilla er ekki stærri

en hún var þegar þú varst hjer litlu bæirnir stækka ekki mikið hjer það fer allt til borganna Lincoln er stór borg með rafurmagnsljós og rafurmagnsvagna og margar fallegar og háar biggingar Jeg vonast nú eftir brjefi frá þjer í vetur þó jeg eii það nú ekki skjilið segðu mjer þá allt um skólan og það mál og kríngumstæður þínar ifir höfuð ef málið fór vel firir þig ertu þá ur ollum klíbum atlar Ásgeir að vera lögmaður eða læknir jeg bið hjartanlega að heilsa Guðlaugu og öllum sem muna eftir mjer firirgefðu góði bróðir þettað blyantsklór þínum elskandi bróðir

Albert Barnason

Myndir:1234