Nafn skrár:BenHal-1890-03-01
Dagsetning:A-1890-03-01
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

92. Palmer Ston. av Toronto Canada Ont

March first 1890

Elskulegi ógleimdi Torfi

Af hjarta oska jeg að guðs náð og kjærleiki meigi hvíla yfir þjer og þínum æfinlega Goði Torfi minn, jeg ætla að biðja þig og ykkur að fyrir gjefa mjer mitt sjerstakt hirðuleisi að láta ykkur ekki vita neitt um okkur hjer svo leingi sem að eg þo veit að ykkur hefur verið svo ant um að vita hvernin að okkur liði hjer Að jeg hef ekki feingið brjef frá þjer er mín skuld, því eg mun hafa sagt seinast þá jeg skrifaði þjer, að skrifa mjer ekki til að eg skrifaði þjer fyrst, og hefur það nú dregist æði leingi, og það svo að jeg skamast mín nú að birja, sem og opt á sjer stað að það er harðast að játa yfir sjon sína, eptir á gjefur það þo betri af leiðingar, jeg vona að þu takir mig í sátt aptur þó óverðugur sje, og vil lofa að gjera betur hjer eptir, fyrir guðs náð líður mjer og hinum vel

þar sem að þeir eru þeir sem að fara að heimann og setjast að á landi hjer eru lengi að komast niður í malinu

Jeg mun hafa ráð gjert að færa bustað minn seinast þá eg skrifaði þjer, það varð ekkert af því og er eg í sama stað enn þá nefnil Toronto, bær við 200.000 innbua

Jeg hef nú í 3 ár aunnið við húsa byggingar 19 Cent á kl tíma $ 1.71 á dag 9 kl tíma á dag það er nu dags vinna hjer og næsta sumar vantar þá 8 hours sama kaup, hvert það verður veit eg ekki við þetta kaup hef eg haft að meðaltali um árið $ 300 jeg hef lítið gjeta gjert á veturnar svo að mykill tími tapast, við rentum hus $ 7 á manuði, og í fljotu mali að seiga að ekki hef eg haft meiri peninga hjer enn að eg hef haft rum fyrir, það massast uppí Kraga og líningar í amricu.

Jeg hef insjurað mitt líf fyrir $ 2.000 svo að ef mín missir við að kona og baurn fær það í peningum, fyrir þessi $ 2.000 borga eg $ 18 á ári, og gjet þa ekki sagt þjer meira um eignir okkar, við haufum svona no til fæðis og klæðis og $ 200 á bánka sem að við höfum okkur til hjalpar þegar eitthvað

Es eg sje að siera Jon Bjarnason er nylega kominn til Winnipeg ur ferð sinni frá Islandi og seigir að fjöldi af löndum ætli að koma ut næsta sumar, ef að þeir hafa svo gott veður, grasvaugst, fyskirí á samt goðri heilsu fari í maunnum og skjepnum, eins og að norðann fara brjefið seigir þá er þeim betra að vera kirrum

sjerstakt kjemur fyrir, þjer þikir nú kansgi að við vera fátæk eptir jafnlanga veru hjer og er það trú, enn best er satt að seiga og ekki til neins að seiga að maður hafi so og so enn að hafa þá kansgi ekkert, jeg heiri að sumir hjer raupa mikið hvað þeir hafi hvert það er svo veit eg ekki

þú mættir hugsa að eg hefði sleigist í einhverja heimsku, oreglu því nó er af þess konar í amrícu og gjet eg sagt þjer í hreinskylni að jeg hef hreitt ekkert fjelags skap við þess konar jeg er strangur bindindis maður og er það mykið þjer að þakka sem að eg er þjer minnugur fyrir firr og seirna, ekki brúka eg heldur neina sort af tóbaki í mat og drikk hófsemd og spar semi, er dag lega regla hjer, heimilis lífið þá held eg að mjer sje óhætt að seiga að það sie friður og eindrægni, það inni bindur gott samkomulag. Jeg hef sagt þjer firri hvaða kirkju við förum til, við höfum vanalega goðann prjedicara (jeg hef stundum hugsað til prestanna heima, og hvað þú sagðir að það væri ekki vandi að vera prestur á Islandi) Ekki veit eg hvert að bjartur skrifar þjer, við skrifustum á og haufum verið að spirja hver annan frá Olafsdal enn hverigur gjetað sagt mikið það um

Jeg fjekk brjef fra bjarti rjett nylega og sagðist hann atla að skrifa þjer og er það nú kansgi á ferðinni heim eða eg vona að það sje svo, honum líður vel og Lárusi hann seigir að Lárus hafi all gott bu og verði skuldlaus eptir 2 ár bjartur hefur rentað land og goðar vonir með framtíð, þeir eru í sama stað í Nebraska Bjartur adress Cortland P O Gage County

Jeg seigi þetta ef að hann hefur ekki skrifað það eru margir latir að skrifa hjer það er að seiga Islendir, þeim sem að eg skrifa, þá verð jeg að fyrst skrifa brjef, so að skrifa 2 eða 3 post card til að vita hvert að brjefið hefur komist á fram, eða til að fá ans svar sumir svara aldrei aðrir svo sem eptir 3-4 mánuði það sem ekki tekur nema 3 og 4 daga til að ferðast, staðir sem að eg hef skrifað til Nebr. Minnisota Dakota Winnipeg Wisconsin but minnisota og wisconsins brjefa skipti eru ur sögunni nú, Seinast þá jeg frjetti af Joni G. frá Brekku þá var hann í Californju gull landinu mykla, skrifar hann heim,

Jón var óreglusamur nyung þá eg þekki til hans hjer, ekkert hef eg frjett af sini P Eggerss, jeg frjetti ekki mykið af yslendingum því að eg er so að seiga einn hjer það er að saunnu einn, enn hann gjetur hvergi lesið eða skrifað á sínu moður ma máli, hann er skyldur Guðmundi í Tungunesi í Hunavatnssyslu, hann var hjer um 10 ár soað einginn af hans vissi hvert að hann var á milli þeirra lifenda eða dauðu, til þess að hann fann okkur og hef jeg skrifað fyrir hann heim síðann h hann á broður heima mjog fátækann sem að hann sendir peninga til árlega síðann að hann frjetti af haunum í þeim kringum stæðum og verð jeg að hjalpa honum eða að vera eins og talandi á milli bræðranna, lesa og skrifa, þessi yslendingur hjer heitir Olafur er Guðmundarson ógiptur er vel af, það er að seiga efnaður, sparsamur og reglumaður,

goði Torfi loksins þá eg hustlest til að skrifa þjer veit eg valla hvar eða hvernin jeg á að gjera það svo að það komi sem best ut, almennar fr

fái þið í dag blöðunum, frjettir af laundum hjer yfir haufuð fá það meiri og betri enn að jeg fæ, Jeg fæ ysfold kansgi einu sinni á ari það er aull Islensk blauð að eg sje Jeg hef nó af dag blauðum hjer sem að koma á hverjum deigi eins og þu þekkir, það sínist nú orðið best fyrir mig að sjá og heira hvað fram fer í kring þar sem að eg er, mjer líkar þó altaf að heira frá yslandi sjer skallega fra vinum og vanda mannum, jeg hef rétt núna skrifað til broður míns og það eptir jafnlangann tíma og að eg hef skrifað þjer og veit eg að hann hefur hugsað mig dauðann Sigríður hefur opt beðið mig að skrifa heim enn það hefur altaf farið í aundan dræddi og eitthvað annað raðið fyrir, það hefur hefur víst margt breist heima síðann seinast að jeg frjetti Tíðar far næst liðið sumar var ó minnilega vætu samt, eptir því sem að hjer gjerist vanalega, þessi vetur það sem af er eirn sá mildast sem að jeg hef sjeð, það hafa verið rigningar og þokur eins og var heima, það hefur líka geingið mykið af sjukdomi yfir alt þetta land

Es Jeg var glaður að sjá rjett núna í brjefi frá norðurlandi að þið hafi haft goða ár tíð seinast liðið sumar það er osk mín og von að það haldist sem leigst þ. El BH

og allstaðar kom frjettist af yfir víða veröld veikindi, eða sjukdomur þessi er hjer kallað lugrippe, veiki þessi hefur geingið undir maurgum nafnum enn er sagt að in 1570 eirn mest þekt í Russja, síðann 1830 hun hefur farið þar og því 16án sinnum og seigir að ekkert land hafi haft so mykið af lugrippe eins og Russja, the Germans call it the Russjan plague, the Russjans call it he German pest, the italjans call it influensa jeg sje í stór bæum eins og Chicago hafa verðið veikir 45000 New york yfir 200.000 veikir Toronto var eirn best hvað eg hef sjeð þó var dauðra tala hjer um tíma fyrir viku fra 80 til 96, enn fjoldi veikir, veiki þessi er að seiga ut dauð hjer um tíma, lof sje guði við haufum verið frij við veikindi svo far, jeg fer nú að binda enda á þetta blað þott frjetta laust sje og bið þig að fyrirgjefa, jeg bið þig að skyla minni kærri kveðju og bestu oskum til konu þina og barna Sigríður biður líka að skyla innilegri kveðiu til þín Guðlaugar og barnanna ásamt allra á þínum bæ sem að þekkja okkur

Guð blessi þig og þína og eg oska að þjer meigi ganga alt betur enn eg kann um að byða, jeg er þinn einlægur vin og kunningi Benedict Halfdanarson

Myndir:1234