Nafn skrár:ThoSte-1917-01-01
Dagsetning:A-1917-01-01
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Red Deer Point

Winnipegosis

januar 1; 1917

Bið hjartanlega að heilsa ollum Bræðrum mínum og gömlum góðvinum sem uppi hreifast enn. ykkar gamli bróðir og frændi Þórarinn

Elsku systir mín

Mér finnst eg ekki geta byrjað byrjað þetta nýja ár með öðru betur en að marka niður hlýjustu hjartans þakkir mínir fyrir 2 síðust bréfin þín annað frá apríl sl. og hitt frá n.l. nóvemb, meðtekið núna milli jóla og nýjars og hefur því ekki verið nema mánuð á leiðinni og ekki má gleyma að þakka elsku þuru fyrir myndina sem er sú langbesta sem við höfum séð af henni og nú finnst mér hún vera, mikið lík þér, ekki síst nefið og aflvaki augnanna. Stephan minn var ekki heima þegar þetta kom en glaður verður hann af að fá svo góða mynd af elsku frænku, sem er svo sviphrein og hetjuleg. en svo hugsa eg Stephan verði komin heim áður en eg lík við þetta bréf og þá þarf eg að segja henni hvað hann segir um hana, og eg ætti líka að verða svo duglegur borga henni fyrir miðann sem hún sendi mér í vor. En eg hef þær heljar skriftir á hendi nú svo eg verð svo hálfruglaður í þeim reikningum Eg er rétt nún búin að ljúka við langt bréf til Kristínar þorsteinsdóttur ekkju Sigurðar Krákssonar bað mig að skrifa sér fréttir og fleira úr sveitinni okkar kæru. hún hefur verið okkur svo einlæg og góð frá því fyrsta við komum til þessa lands.

Hún er svo einlæg og trygg en ekki farið varhluta af sorgum og andstreymi, þrátt fyrir góðar ástæður efnalega, hjónaband hennar meðan það varði var bæði elskulegt og samróma og síðan því var slitið ásamt barnamissir og sum voveiflega hefur hjarta hennar blætt svo átakanlega svo að þeir sem þekkja vel, hennar mörgu og góðu kosti hljóta að trega með henni, eða eins og hof horfni svanurinn söng. "Það alt sem eg þrái og þá, sem eg hef mist.„

En eg var líka að segja þér að eg hefði nú svo mikið að skrifa og það er af því að eg tók á mig það vandaverk í sumar sem leið að vera skrifari fyrir skólahérað sem hér var mynda þá, og kostar það mig miklar erfiðleika af því eg hafði áður reynt svo lítið að skrifa enska túngu sem en sum börnin geta nú samt hjálpað mér töluvert en svor er annað að eg þoli nú orðið svo illa að sitja við skriftir. fyrir stirðleika í skrokknum og núna sem stundum áður, gigt í bakinu, já nú á að fara að byggja hér skóla, og ætlast til hægt verði að byrja að kenna í honum snemm næsta sumar; verður byggður úr timbri á cementgrunni 30 á lengd og 20 fet á br. tíu fet undir hvelving með 5 gluggum á annari hlið sólarmegin og byrtan inní bekkinina að berast yfir vinstri öxl nemandanna í bekkjunum sem eiga að verða í 3 jafnlöngum röðum með göngubil milli hverrar raðar hvert sæti er mátulegt fyrir 2 börn og skrifborð fyrir framan hvert sæti Það eru 25 börn hér á tanganum á skóla aldri frá 8 – 16 ára því það mikið fjölgað búendum hér s.l 2 ár núna 16 familíur áður 6 alt íslendingar en bara einn mývetningur

jæa elsku systir annar januar klukkan 5 að kveldi. fámennt heima í dag. Árni og Olla fóru í

morgun með Stjönu til tannlæknis til í Dauphin og Jóhann keyrði með þau til Winnipegosis og eigum von á honum í kvöld.

Árni og Olla komu til okkar um miðjan Desemb og verða hjá okkur í vetur og byrja svo að búa hér næst vor líklega hér nalægt þaú voru í minnisota í sumar þar hittit Olla stúlku úr Mývst Nönnu Tryggvadóttir hún var að gifta sig sama daginn og Olla og Árni komu þangað suður frá því að gifta sig í Winnipeg í vor s.l. hún sagði Ollu að hún væri skyld Guðbjörgu í Garði, og þekkti H.J bróður, en af því eg gat ekki áttað mig á dóttir hvaða Trygða hún er þá segðu mér það næst nema hún væri þá dóttir Sigrtyggs og Gúðruna frá Skútust en kalli sig bara Trygvadóttur hér. og eins og þú getur nærri er eg nú farin að ruglast reikningunum, veit því stundum ekki hverra manna sumt fólk er sem þið nefnið í bréfum ykkar nú orðið. Veitstu hvor Gunna Gríms móðir Tryggva í Nsldm er í Ameríku. Er Agust Sigurgeirsson sem er trúl dóttur Bensa Halls sonur S. í Belg mér fannst mig ráma í það. já skárra var það nú „Hringaríkið„ já eg brosti að þeim kafla en útyfir tók þegar einhver hér spurði mig hvað maðurinn meinti með þessu kringaríki þá var nú almennilega hlegið í kotinu.

Hvað heitir nýji presturinn ykkar?

Hafð góða þökk fyrir vísuna og kvæðin eftir Gjallanda. Hver er þessi "Þórdís fyrri„?

Bækur sem þú sendir okkur ekki komnar enn geta komið þá og þegar og þökkum fyrir þær. Þuríður ekkja Helga sál stephánsson flutt til Winnipeg með

dóttur sína, sem á ganga þar á skóla; veit ekki, sem stendur utanáskrift þeirra, en get það hæglega hugsa eg. Var laxá stífluð í sumar sem leið aftur?

Þetta ætla að verða Góðu spurningarnar, og væri nær að tala um eitthvað annað, en meðal annars, færð þú Heimskringlu ef svo, þá er þér líklega orðin kunn sóðamennska hennar um þá sem enn eru ófarnir yfir á blóðvöllinn. og hvers er að annars að vænta frá Hnausatarfinum gamla.

Eg er nú búin að kaupa það blað í 25 ár og alldrei aldrei séð það blað í öðru eins eymdarástandi. og hafa þó margir skussar stýrt h0000 því þó er ekki rétt að þa telja þá í þeim hóp, t.d. Eggert Jóhannsson séra Rögnvald, eða B. L. Baldvinsson og eg sem er talin umboðsmaður hennar ætti að skammast mín að vera það, g0ð en gerði það með góðu geði meðan B. L. B. hafði hana, en síðan Mangi setti blóðmark sitt á hana hefur hún komið þeirri skoðun inn hja mér og ótal öðrum, að þrátt fyrir allan æsingalestur hennar hennar til að ýta mönnum útá stríðsvöllinn auðvitað til stuðning sambandsmanna, hefur það verkað 000ið í gagnstæða átt.

10 janúar bækurnar komu í gærkveld með góðum skilum og Lína vagti fram á nótt við sína bók Eg skrifaði til Winnipeg í dag eftir utaná skrift Þuru, og vona að fá hana fljótt Olla ætlar á morgun á stað til Boggu systir sinnar og vera hjá henni um tíma

Eg sé á bréfi þínu að þú hefur lesið "vestanum haf„ eftir séra Magnús Jónson. Eg las hann í Lögbrg og þótti smellinn í stíl og orðfæri. og en þá eru líka kostir hans taldir, því kvefsni og ósannindi eru þar algjörlega í meiri hluta.

En ef þú lest Kringlu fyrir 4 januar núna þá hugsa eg þú finnir hvaða viðtökur hann fær hér vestra, og vonandi að fáir heima stiðji skoðun þá er hann vill auðsjáanlega koma inn hjá þeim að vesturislendska þjóðarbrotið sé svo óalandi og hann vill gera það. Ekki fyrir það margt megi ekki finna að ymsum siðum og háttum okkar hér í þessu landi, og sanngjarnar aðfinningar eru alltaf nauðsýnlegar, en þeirra gætir svo nauða lítið í þessum ritling; að eg hygg að allur fjöldi íslendinga þar og hér, skoði hann eins og æsinga flugrit eða Marðar mælgi, bara tilraun að spilla samvinnu og vinskaparþeli því sem enn, því betur er furðu vel vakandi, milli ykkar þar og okkar hér. Og þó hann og fleiri séu oft og einatt að stagsat á því, að viðhald íslenskrar tungu og þjóðernis ómöglegt hér; finnst mér og efalaust miklum fjölda vesturíslendinga að það; í þess fullu merkingu; geti ekki orðið; og býsn lúalegt að vera að stagast á því, sem í raun og veru er ekkert lífsspursmál, nei, spursmálið okkar vesturíslendinga með íslensku þjóðinni ætti að vera þett; (hvaðan sem höfum eignast það.) höldum fast við það góða, en höfnum því illa, og leggist vesturíslengar þó fáir séu sameiginlega á þá sveif með dreingilegri aðstöð

einlægra manna heima, þá mun framtíðin sýna það að íslendsk tinga og þjóðerni fær hér fastar og góðar rætur, auðvitað með því, (eins og sagði áðan) með því að sá góða sæðinu en senda illgresisið til fræið til þeirra sem, gerast þeir ódrengir að ganga örna sinna á þá fáu gróðrar fögru gróðrareiti sem vesturíslendingar hafa stofnsett hér til viðhalds því besta, og, sem þeira unna messt úr íslenskri tungu og íslenskr mold. Eg sé nú engin blöð að heiman hef ekki fengið "Norðurland„ síðan Sigurður læknir Hjörls. hætti, hef einkverstaðar séð að sum blöð heima hafi lofað ritling þennan já fróðlegt væri að heyra það, sem þau hafa fundið lofsamlegt við hann; Hvað heitir blaðið sem Þorólfur Baldi stýrir. Eg sé í íslandsfréttum að Sigurður frændi í Felli er orðin þingmaður 2) maské Ráðherra já þetta átti hann eftir í elli sinni og má það heita vel gert, eg man nú ekki hvaða flokki hann tilheyrir vona að hann sé ekki þversummaður og því það "soundar svo funny; I telle you„ 1) vesturislénska í vestu mynd ættuð úr winnipeg. Langsum þykir mér leiðinlegt líka; en eg held annars að mér sé betra að fara ekki útí neina stjórnfræðis sálma, því til að botna í þeim nótum þyrfti maður að vera staddur mitt í því margraddaða moldviðri. Hvernig geðjast þér að viðurnöfnunum nýju, máské ekki verta að láta sig klæja mikið undan svoddan "sektum„ ef þær eru íslendskar, datt í

hug þetta: "Bara ef lúsin o.s.frv.„

(19. janúar) bráðum 3 vikur síðan eg byrjaði bréfið. Búin að lesa "á heimleið„ Línu þykir hún of mikil raunarolla og víst er hún það, en þráður hennar spunninn úr mjállhreinu þeli, ætti því að geta yljað þeim sem ekki eru enn gengnir fyrir stapann í trúarlegum efnum; eitt er víst, að heim nær hún betur en "Kvaran„ til dæmis í "Ofurefli„ og "Gulli„ já en eg þarf að biðja þig fyrirgefningar á að eg freistaðist til að lesa hina bókina líka því altaf hef eg gaman af lesa það sem E. H. ritar, því hann er snillingur að lýsa hugsanaferli personanna og segir oftast frá honum á svo neiðarlega einkennilegan máta og töluverð nautn finnst mér í að lesa sögur hans ef maður reynir að bera þær fram, eins og puntar hanns og prik kalla fyrir.

En nú má eg til að fara að ljúka við þetta bréf, núna 20. jan og núna kom bréfmiði frá Sigurbjörgu dóttur Helga sál Stefánssonar og utanáskrift þeirra mæðgnanna, svo bókina sendi eg nú með næstu ferð á Pósthúsið. Utanáskrift þeirra er núna

mrs H. Stefansson

Suite 21 Thelma Mansions

Burnell Street

Winnipeg man.

Stephan sendir Þuru frænku kæra kveðju og koss af hverjum fingri fyrir myndina og að hann skuli geyma hana í góðum stað auðvitað ekki altof lengi.? því nú sé hann orðin 21, og meðan blóðið heitt og hjartað er ungt Olla sendir þér mynd af sér og Árna, hún var tekin núna í desember og er býsna lík þeim. Svo ætla eg að senda þuru nokrar smásögur á dönsku. Þe00 eru allar góðar og myndirnar líka ein er eftir íslending. Líka ætla eg að senda ykkur 2 kvæði gömul og góð þýdd á ensku og sem við klypptum úr ensku blaði Minneota Mascot og gefið út f íslending; kvæðin er "Veiðimaðurinn„ eftir K. J. og "Við hafið„ eftir Matth. J. Stgr Thorsteinson þýdd af séra Runólfi Fjeldsted. Segðu St bráðum að eg muni senda honum almanökin Ólafs fyrir 1916 og seytján þegar eg er búin að fá það síðara.

Læt svo þetta duga í bráðina, því eg þarf að skrifa, 2 bréf í dag. Það er sunnudagur 21 janúar frost og bjart og sólskin í hverju horni og snarkar í ofninum. Árni er raka sig Stephán að spila á fíólín og syngur undir ástarkvæði eftir Stgr líklega að hugsa um þuru frænku? Lína að hita á katlinum Stjana að baka kaffibrauð Johann, Árnína, og Björn að spila hjónasæng. Stína ekki heima núna

Þinn elskandi bróðir Þórarinn Stefansson

Myndir:12345678