Nafn skrár:BenHal-1892-01-28
Dagsetning:A-1892-01-28
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

92 Palmer stone av jan 28 1892 Toronto Ont

Elskulegi Torfi minn

Af hjarta oska eg að þjer og öllum þínum mætti líða vel, að náð, miskun og friður af guði föður og Drottni vorum Jesu Krists meigi hvíla yfir þér og öllum þínum ávalt er mín hjartans osk til guðs, jeg þakka þjer af alúð fyrir þitt bróður lega tilskrif af 11 nov. 90 sem að eg fjekk með goðum skylum 18. Decem. og þotti mér og okkur mikið vænt um að fá það og að heira vellíðan þína og þinna Jeg les það upp aptur og aptur í nokkra daga og var að hugsa um hvað þú hefðir að sjá um og gjöra á samt myklu góðu komið í lag og til leiðar, hvert að eg midi hafa orðið nokkur hjalp til þín ef að eg hefði verið kir heima, hvað eg hefði gert eða væri að

géra, sem að gæti orði auðrum til liðs og upp biggingar, þetta og annað því um líkt var í há rifrildi í höfðinu á mér eg man ekki hvað leingi svo að eg tók brjefið þitt og ljet það hjá auðrum brjefum frá þjer, svo að eg hef verið eins og í auðru yfirliði síðan eða eins og gleimt þjer, jeg get þó sagt þér að Sigríður mun þó aldrey geima þér og ykkur, og opt seigir hun við mig hvenær ætlar þú að skrifa Torfa, mig undrar hvað hann heldur að sje komið af þjer þú skrifar aldrey, hann heldur að þú sjert buinn að gleima öllu heima, hans og þeirra góðu aluð og hjalp í öllu sem að okkar vel ferð snerti eins og þú getur nærri þá get eg ekki haft goða ástæðu með að af saka mig, mið hinu þar sem að eg vinn einungis 9 kl á dag og að eg vinn dag launa vinnu og þar með svo sem ekkert til að sjá um, þegar að eg ekki er að vinna

vanalega af sökunn er að eg sje að bíða eptir betri tíma, verði að lesa dagblöðinn, verði að fara á þessa eða hina samkomu og heira hvað folk hafi að seiga um þettað eða hitt sem að framm fer í veröldinni, þó að þetta sjeu nú aumingalegar af sakanir til að gleima vini sínum þá er best að seiga svo sögu hverja sem geingur, og af því sem að eg þekki þig svo vel og treisti þér þá veit eg að þu fyrir géfur mér, leti og hirðuleisi mitt með að lata þig svo sjaldan heira af okkur sem að eg veit þó að þér er svo ant um að heira af vel líðan okkar, og þar í sje eg elsku þína til mín og okkar hjer þó það sje nu því nær 2 ár síðann að eg skrifaði þjer síðast, og margt breist og borið við sögu lífsins, sem að eg er nú orðin á eptir tímanum að seiga frá svo að eg verð nú ekki frjetta fróður eptir alla biðina á goða tímanum sem að eg var að buast við, hvað meir og minna

við víkur þá hefur okkur liðið vel og líður vel núna lof sje guði 1891 var gott ár hjer og við öll höfðum á gætis goða heilsu, og eg fremur góða atvinnu, svo að við höfðum nægilegt fyrir alt sem að þurftum við, til að viðhalda lífinu, 92 er nílega birjað, Sigríður varð veik á fyrsta dag janúar og var í 2 vikur enn nú er hun því nær buin að fá góða heilsu aptur og við öll erum frísk núna, Sisturnar fara á Skóla sem er mjog nærri svo sem 3 til 5 minutu gangur, þeim geingur vel að læra og eru á undan mörgum á þeirra aldri, þær fara líka á Sunnudaga skóla Sigríður er 12 - 14 may næst Yngun er 10 - 28 Sept næst kom. Jon er 4 - 4 af october næst kom. hann er efnilegur og allur mesti lífkalfur og þar með ekki líkur Karlinum, enn að auðru leiti seiga sumir að okkur svipip samann, Ekki geingur þeim vel að læra Islensku, sisturnar skylja ein staka orð

þettað er þá alt sem að eg get sagt um okkur, eg hef sagt þér aður að eg hef inn súrað líf mitt fyrir $ 2000 svo að börnin og Sigríður hafi eitt hvað ef að ef að mín misti við, jeg vinn enn þá við husa biggingar hef svo sem ekkert gert síðann þettað ár byrjaði, eg hef líkast til sagt þér að eg vanalega fæ fyrir vinnu mína um árið $ 380 til 390 dolars, þar af fer í husa leigu $ 84 til ymsra utgjalda $ 30 $30 fyrir kol og við af gangurin fyrir fæði og föt og þá eru skóla bækur sem nú eiga að vera gjefnar frij næsta ár við erum öll glöð í guði, því að við vitum að hann er með okkur, hann fylgir okkur til æfiloka, æ og eilíflega, verður okkar faðir fullur af náð og miskun þótt að eg sje í alla staði ómaklegur þá skammast eg mín ekki að 0000 þig það er að gleima mér ekki, og þar með þegar að þú hefur gott tækifæri

að láta taka mind af þér eða ykkur, að lofa mér og okkur hjer að sjá þær, hvert það er ein eða fleiri mig minnir að Guðlaug þín eigi vel tekna mind af þér þá þú varst a Englandi mér hefur opt dottið í hug að biðja þig að skyla til hennar hvert hun vildi gjora svo vel og ljá mér þá mind af þér fyrir lítinn tíma, með því loforði frá mér að reina til að koma henni svo fljott og skylvíslega heim aptur að eg gét, þetta er nu nokkuð djarflegt af mér, þó bið eg þig að skyla því og vona að það gangi vel og við lifum í glaðri og goðri von til þess að sja næsta brjef frá þér og vil eg lofa að ansa því fljótara enn þessu seinasta, Ekki hef eg frjett af bjarti nú lengi og hef þó skrifað honum þrisvar án þess að fá an svar frá hönum, Islensk blöð hef eg eingin gæti þó feingið þaug frá Winnipeg, hjer eru 3

Islendingar fyrir utan okkur 2 úr Hunvatnssyslu og Kristín sistir Jóns á Þambár völlum sem kom hjer fyrir nokkur ár með dottur sinni, sem er dáinn fyrir 2 árum, seinast liðið ár var gott hjer yfir alt eptir því að 0 frjettir sögðu og ágæt harvest einkanlega yfir Canada og í norðvestur landinu, svo að þeir eru að vonast eptir innflutningi til Canada þetta ár, frjettir alstaðar að seiga mykil veikindi svo að seiga yfir alla veröld, mest þetta sem gjekk hjer fyrir 2 árum hvað þeir kalla Lagrippe London Engl. jan 25 var á viku dauðra talan 150, France, Germany, Italy og Paris er svo full af þessari veiki að sagt er að ekki sje hægt að taka meira inn á hospitals, eg sá nú rjet nýlega hvar sagt var að helmingur af folki væri veikt í Winnipeg, það hefur og svo verið slæmt hjer dauðra tala hefur náð 100 á viku, folkstala hjer er um 200.000

veðrið var gott enn til nyárs, eptir það for að kólna og kom snjor svo að nú er sleða færð, hjer og kaldast hefur verið 8 below zero, þú seigir mér að spirja þig eptir því sem að mig langi til að vita, það sem okkur þykir mest varið í að heira af kemur sjálfann þig og þína nefilega konu og börninn öll, er eg hjartanlega ánægður með það, ef þú hefur nægan tíma þá þikti mer gaman að heira af Eggert a Klyfum gamla Indriða á Hvoli og sonum hans

Eg skrifa nú Ara broður mínum sem að ekki hefur sjeð brjef fra mér nú í 2 ár eg fjekk brjef frá hönum stuttu áður enn að fjekk þitt, Sigríður biður að skyla kærri kveðju sinni til þín, konu og barnanna eg í sama mata bið þig að skyla kveðju min til allra þinna ástfólgna, og að Guðlaug fyrir gefi mér dirfsku mína 00 að biðja um mind af þér, guð blessi ykkur öll, eg er þinn einl. vin Benedict Halfdanarson

Myndir:1234