Nafn skrár:ThoSte-1918-09-28
Dagsetning:A-1918-09-28
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Winnipegosis man

Sept 28 1918

Elsku systir mín!

Eg þori nú ekki að draga það lengur að skrifa þér, máské líka orðið um seinann til að það nái til þín fyrir næstu jól, því nú veit eg ekki um neina íslendska skipa ferð sem stendur.

Það er nú orðið nokkuð langt síðan eg meðtók síðasta bréf þitt, en eg held það hafi verið seint í júlí og annað frá Helgja og sendi nú bestu þakkir mínar fyrir þau og ritin sem fylgdu. Eg hafði mikla ánægju af að lesa í

kaupfélags-ritið. og bið þig að skilja kveðju og þakklæti til Helga fyrir hvortveggja, og hef vilja á að senda honum línu við tækifæri, ef það kemur? en þau sýnast fækka, því annir mínar sýnast fjölga en í staðinni fyrir að maður hafði von um að þær heldur minnkuðu; ekki þó svo að skilja að mér þyki neitt að því að geta starfað eitthvað því það dreifir ymsum öðrum óþarfa áhyggjum, sem sálarlífinu er viðkomandi og eru stundum als ekki þess

að álíta að hann væri að ljúga eða svikjast undan þegar þangað kom, var hann sáu þeir auðvitað an hann var ófær til als á meðan hann væri að gróa og létu hann fara til baka aftur, og var hann svo heima og undir læknishendi þar til seint í júlí að hann fékk skipun um að koma aftur og dvaldi þar þá í 3 vikur og var við heræfingar og var skoðaður fyrir alvöru, og settur í vissan flokk, sem maður veit ekki hvenær verður kallaður. líklega þó ekki fyrst um sinn og höfum því von um að fá að hafa hann heima í vetur en sýnist að manni manni sýnist veðurbreytingar séu svo breytilegar tíðar á þessum tímum að þó kyrt sé í dag, þá er kominn heljar stormur á morgun Þetta sumar hefur líka verið býsna kalt að meira en einu leiti. Þurt og stormasamt víða framan af en og votviðrasamt þegar á leið og grasspretta víða rýr og sumstaðar sama sem engin; uppskera á ökrum mjög misjöfn í sumum stöðum betri þó enn í fyrra en víða verri og skemd af frostum, eins og reyndar er nokkuð vanalegt er hér í Canada í Bandaríkjun er sögð heldur góð uppskera enkum hveiti

Okkur hefur gengið mjög seint að heyja; lukum ekki við að heyja fyrr en í gær. (en í fyrra vorum við búnir í lok águst) og stafaði það nokkuð af því að Stephán minn var í burtu í 3 vikur af besta heyskapartímanum eins og áður er sagt.

Nafna þín og maður hennar voru hér hjá okkur yfir ágúst og börnin þeirra 3. O aðalbjörg og maður hennar fluttu í vor aftur til minnisóta snemma

en það fékkst ekki og í apríl fékk hann tilkynning að koma til herstöðvanna í Winnipeg 7 maí! og þeirri skipun verður að hlíða og veit eg að ekki þarf að lýsa fyrir; þér hvað slíkur boðskapur er átakanlegur; eg ætla nú samt ekki að segja meira um það, sem stendur; en segja þér heldur um slys er kom fyrir hér 4 maí s.l. að 3m dögum áður en hann ætlaði að fara. að hann og Jóhann bróðir hans voru að saga eldivið með hringsög sem hreyfð er með gasmotor sem hefur 3ja hesta afl; Stephán stýrði söginni en Jóhann rétti að honum viðinn og þá var það að viðarbútur einn rann of langt eftir borðinu sem þeir eru fluttir eftir undir sögin og að sög náði að snerta aðra höndina á Stephani, stýfði framan af 2mur fingrum af hægri hendi; vísifingri og löngutöng rétt fyrir framan miðhnúa; þetta var um kl. hálf tíu að morgni. og 15 mílur til lækniss. og við bundum um það eftir mætti og svo var hann keyrður með eins miklum hraða og mögulegt var til læknis og var kominn þangað kl. halftólf eða eftir 2 tíma, og bar hann þetta alt með mestu karlmennsku en var þó mjög mjög máttfarinn því altaf blæddi nokkuð úr því þó það væri mest fyrst, og hrestinn hann svo að að 3m dög síðar lagði hann á stað til herstöðanna með þennan nýja áverka, því læknirinn sagði að hann yrði að fara því annars kynnu herstjórarnir

í vora honum líkaði ekki eins vel hér í Canada Þau lifa nú í bænum minniota minn og líður vel enn eg held að aðalbjörg kunni þar ekki vel við sig; en hann hefur þar gott kaup og er góður verkmaður og eg held þau sé bæði efni í gott búfólk. samt þykir okkur þau enn heldur gjörn á skifta um bústaði; eða hafi enn ekki; tileinkað sér, spakmælið; sem segir. ” Vertu kyr- við runnan þinn„

Helga og maður hennar byggðu sér gott hús í vor í bænum Winnipegosis og búa þar; þar gistum við þegar við forum í kaupstaðinn Þau eiga 2 börn; stúlku, sem heitir Ólína Stefanía og dreng; sem heiti Númi, þeim líður vel hann lista smiður og hún held eg ætti að verða eins og pabbi hennar sagði um hana einusinni bæði gamni og alvöru þetta.

Víst er Helga væn og og stór.

Verður rausnarkona;

að hana kreppi aldrei skór

ætla eg að vona.

Líkt þessu gerði eg einusinni þegar allur hópurinn var heima fyrir svo sem 10 árum; eða eina vísu á hvert nef, en hvort þú heldur að vitið hafi þá verið meira en í ”níu staði als„?

Eins og stendur eru nú 6 börnin heima líka er núna hjá okkur skólakennarinn okkar, og verður hér þangað til í desember að skólatímin endar. það er stúlka rúmlega 22ja ára Heitir Kristín Brynjólfsdóttir

frá Gimli í Nýja íslandi; fædd þar og alin upp og eg held hún sé af sunnlenskum ættum hún er góður kennari og okkur líka mæta vel vel við hana. Skólinn byrjaði fyrsta Sept. Bara Arnína og Björn ganga nú á hann frá okkur Jóhann varð að hætt í vor af því að Stephan átti að fara í herinn en Kristjana ætlar ekki að ganga á skóla aftur fyrr en í vor og ætlar þá reyna að taka próf og ljúka við þær grinar sem kendar eru í barnaskólum og þá höfum við verið að hugsa um að koma henni á hærri skóla næst að v000i hvað sem verður.

Jóhann og Stjana ætla að verða fyrripartin í vetur með Helgu og manni hennar norður á vatni við fiskiveiðar en Stephan og Stína verða heima að hjalpa við að sjá og um heimilið og skepnurnar, við búumst við að hafa milli fimmtíu og Sextíu gripi á fóðrum í vetur 14 kindur og 5 hesta keyptum 2 hesta í sumar sem kostaði okkur 50 555 dollara með aktíum, það er dýrt en þeir eru á þriðja og fjórða ári og stórir vigta 24 hundruð pund.

Eg ætla svo ekki að ræða meira við þig um búskapinn núna þarf líka að mitt minnast á eitt atriði en, að í byrjun maí kom til okkar Adam Þorgrímsson frá Nesi var hjá okkur eina nótt, og þá var nú spurt máttu trúa, því það eru ekki nema um fimm ár síðan hann kom að heiman.

og gat því sagt okkur margt, sem okkur þótti svo gaman, að spyrja um þó nátturlega margt væri hlaupið yfir því tíminn var svo stuttur, sem hann mátti dvelja hér var sendur hingað út af kyrkjufelaginu að gera yms prestverk; enkum í bænum Winnpegosis; hér messaði hanna í skólahúsin 5 maí og geðjaðist mönnum ræða hanns vel, talar skírt og hreint og móðurmálið okkar lætur honum vel, og á þar góðann stuðning, og sem okkur hér, er svo mikil þörf á, enda hrörnar hún, sem eðlilegt er, því þó okkur, sem f aldir erum upp heima, þyki vænt um hana, þá sýnum við það of lítið í virkleika og þá þurfum við ekki að vænta þess að afkomendur okkar geri það betur, enda við ramman reyp að draga Enskan - lögmálið, og áhugaleysi okkar; en svo er þetta úturdúr; eins og þú líklega veits er Adam Þorgrms. bráðum útlærður guðfræðingur á eftir bara einn vetur á prestaskóla og verður þá vigður næsta sumar. Eg hugsa að hann hafi ekki verið vel ánægður hér fyrst, ekki heyrði eg hann þó kvarta neitt en víst ekki hefur hann skort fé eins og fl til að halda áfram mámi og eg heyrði nýlega að kyrkjufélagið íslenska hér styrkti hann peningalega og því eg hygg að hann verðskuldi það, því eg hef heyrt fólki félli mjög vel við hann, og starfar nú fyrir kyrkjufelagið við fimm íslenska söfnuði við manitobavatn

Hann sagði okkur hverra manna konan hans er og hvað og hvað börnin hans heita; Freyr og Heimir Hrund og Sif0 og þotti okkur þau nöfn alleinkennileg; en betur líka mér þau en mörg önnur, sem tiðkast hafa meðal íslendinga, sérílagi virðast mér hin nýju ættarnöfn sun að minnsta kosti afkáraleg.

Það er 6tti Október, og sunnudagskveld; við fórum öll í dag til að hlíða messu hjá Davíð Guðbrandssyni, sá hinn sami og sendi þér kæra kveðju í fyrra, hann hafði ekki komið hér síðan um þetta leiti í fyrrahaust, okkur geðjast vel að honum hið mesta ljúfmenni, og eg hugsa að kunni biblíuna utanbókar, og nátturlega þýðir hana á sína vísu. Segir við eigum að breyta eftir boðum hennar, og kynna sér hana rækilega.

já það er líklega engin vanþörf á því; og mér mér finnst að biblían hljóti að vera undarleg bók því engin allir trúflokkur hafa sínar sérskoðanir á henni en það álít eg að S. D. A. leggi sig betur fram en nokkrir aðrir gera mönnum hana skiljanlega, því það er einmitt það flestir aðrir trúboðar, sem eg hef heyrt til, brenna sig ekki á stagast mest á löfkvæðum og trú, og burt með allan skilning, en hvað myndi það vera, sem gerir manni mögulegt að dást að kenningum krist? mun ekki skilningurinn eiga góðan þátt í því, jú eg hugsa það fari líka best á því, að trú og skilningur fylgist að.

Það er sunnudagsmorgun eða 13 óktober. Sólskin og blíðu veður.

Eg man nú ekki neitt sem stendur að bæta við þetta; jú í sumar dó Sessilía Sigurðardóttir ekkja Kristjáns Jónssonar frá Ingjaldstöðum. 86 ára minnir mig; mikilhæf og góð kona; enda mér og ótal öðrum ljúft og skylt að minnast hennar og þeirra hjóna með einlægu þakklæti, fyrir tryggð og mannúð, er þau áttu meira af en almennt er, og börn þeirra öll, sömuleiðis;

3rjú börn þeirr hafa ekki gift sig enn og og eru þó orðin vel fullorðin, og hvert öðru myndarlegra; Jon er víst elstur af þeim, sem eru ógift; líklega nær fimmtugur; og tvíburarnar Sigurður og anna nokkuð yngri. Þau hafa fjelagsbú. Björn og Sigríður búa líka þar rétt hjá; hafa ekki eignast börn; bæði nú orðin öldruð enkum hann, líklega um sjötugt Kristjana og Einar Sigurðsson ættaður af austfjörðum, búa einnig skamt frá fólki hennar; alt þetta fólk er vel efnum búið Pétur frá Stórulaugum hef eg heyrt að sé dáin en veit ekki hvenær, og þú maské búin að heyra það.

Eg las í Heimskringlu í sumar faein ”Stolin krækiber„ og hafði gaman af; (það var tekið úr ”Iðun„) enkum hengilásbögunum; sumar eftir Þuru frænku. Hver orti vísuna ”Smíðað hefur Bárður bás„ Eg færða þett inní ruslakistu mína svo eg gæti haft það yfir annað slagið að gamni mínu; mest held eg hafi verið hlegið að vísunni ”Þrengist nú í Bárðar bás; þó flestar hinar séu nú góðar í sinni röð.

Það er nú kominn 17 Okt. og nú má eg til að slá botnin í þetta því annars kemst það aldrei á stað, Það er blíðu veður á hverjum degi en dálítið frost á nóttum og laufin hrinja af trjánum bleik og visin

Eg hef hér mynd af stúlkunni þeirra Árna og aðalbjargar, sem hún sendir þér og verð eg að búa um hana og senda hana sér; eg vona elsku systir að þetti komist f til þín fyrir jólin sem eg vona að verði þér og ykkur öllum blíð og góð og sannarlega væri óskandi að endalok stríðsins yrðu þá sjáanleg, enda vonir manna heldur að lifna með það nú; að sú ófreskja sé nú í þann vegin að taka fyrstu dauðategjurnar, en nú er svo mikil afturgöngu öld að of trú á því sem öðru er mé0 meira til ills; en annars. Við biðjum öll að heilsa öllum; já öllum þeim, sem okkur muna og eiga í hjarta minninguna, um æskuhryggð og æskuhlátur, er enginn réði lífsins gátur þinn elskandi bróðir Þórarinn Steffánsson

Myndir:12345678910