Nafn skrár:ThoSte-1920-01-03
Dagsetning:A-1920-01-03
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Winnipegosis man.

Januar 3. 1920

Elsku systir mín!

Ekki varð af því að eg skrifaði þér fyr jólin þessi, eins og stundum áður og ekki hef eg hef eg fengið bréf síðan í vor s.l. og finnst það orðið býsna langt; skrifaði Stefáni br. í sumar og Þuru dóttir þinni í apríl s.l. og vona að þau hafi skilað sér. og ykkur líði öllum vel. og nú er mál að þakka þér hjartanlega fyrir síðasta bréfið og ”Réttinn„ og þykir mér hann hafa margt gott að geyma. og vildi gjarnan sjá meira af honum; var svo hrifinn af honum að eg gat ekki stilt mig um að kveða lofkvæði um hann; og er svona.

Þórólfs Réttur þykir mér, þykkur á síðu og baki

Baldursheimur, ekki er, enn í tólgarhraki.

Okkur líður vel og höfum verið við góða heilsu Sumarið var samt ekki vel hagstætt, of miklir hitar og þurkar fram í ágúst byrjun, þá fór að rigna og var það of seint, bæði fyrir akra og engi, því víða léleg uppskéra og og í fylkjunum hér fyrir vestan ekki einusinni almennilegir bithagar aukheldur engi svo fjöldi manna varð að farga skepnum sínum og hef heyrt nýlega að gripir séu þar víða farnir að deyja fyrir fóðurleysi. enda

byrjað veturinn óvanalega snemma, kalsa rigningar í sept. og 11 óktóber komu frostin og í nóvemb. og desember grimdarfrost en lítið snjóað, bara mátulegt sleðafæri.

Veðurfræðingar hér auglýstu 100 gráðu frost hér þann 17 des, og átti það að haldast í 48 kl-stundir en einmitt þann dag skifti um veður til hins betra og sama sem hláka eftir það fram yfir jólin og en núna nokkuð kaldara. þetta 10-12 gráður á Raumir; en vanalega er janúar kaldasti mánuðurinn hér.

Stefán minn vann í sumar sem leið vestur í landi hjá Steingrími Jónssyni frá Leifsstöðum þar sem Mývetningar gistu oft, Jón er dáin fyrir mörgum árum en Guðný gamla lifir enn og er furðu ern og er þó víst á níræðisaldri.

Steingrímur er mesti búmaður og orðin vel efnaður og besti drengur. Hann er giftur og á 2 dætur og heita Guðný og Guðrún.

Stefán hefur verið heima síðan og þangað til núna fyrir fáum dögum að hann fór til Gimli í nýja íslandi, að sjá afa sinn. og verður þar kannské um tíma því gamli maðurinn er orðinn mjög heilsutæpur. Við Lína fórum þangað í haust og vorum þar í viku, Lika Lína hafði þá ekki séð pabba sinn í 18 ár. Héðan til Gimli eru eru um 350 enskar mílur. en hj járnbraut

alla leið.

Við vorum 13 daga i túrnum og skemmtum okkur vel. Þar á Gimli sá eg í fyrsta sinn í þessu landi Rósu Marteinsdóttur og Jónas Dalmann Guðmundsson frá Wallnakoti bróðir Kobba.

Þau tóku mér eins og bróður og höfðum við margt að tala um, frá fyrri tíð; hún átti heima í Baldursheimi þegar þú varst á Litluströnd og hvað þú áttir þá bátt, af sorg og óyndi.

Þau voru mörg ár í Winnipeg og seldu mjólk og græddu vel á því. En fluttu til Gimli fyrir nokkrum árum og eiga þar stórt og vandað hús og land, og eignir í Winnipeg, en barnahópur þeirr er stór, og þau sem lifa uppkomin; öll í Winnipeg nema það yngsta heima; 2 synir þeirr voru í stríðinu og komnir heim.

Á Gimli sá eg líka Eggert Stefánsson bróðir Eðvalds hafði ekki séð hann fyrri, en hann bauð okkur heim til sín og þótti okkur gaman að spjalla við hann hann er kátur og spaugsamur; Hann og kona hans eru þar hjá dóttur sinni, sem gift Jóhannesi bróðursyni séra Benidigt sem var á Grenjaðarstöðum og kannas þú líklega við hann því hann var þarna fyrir norðan nokkur ár og þekkir marga í þingeyjarsýslu, hann er stillilegur maður og þægilegur í viðmóti. Hann er stúdent frá Möðruvöllum og vinnur á Gimli við verslun.

Í Winnipeg komum við en töfðum þar lítið, Lína ætlaði að sjá þar frænku sína Guðrunu

dóttir Jóhannesar frá Mýlaugstöðum og maríu systir Jóhanns tengdaföður míns.

En hún var þá farin burtu úr Winnipeg máské fyrir gott, því bóndi hennar hvað eitthvað vera kendur við fjölkvæni.

Eg hafði heyrt að Sigurjón Kristófersson væri í Winnipeg og leitaði hann uppi. Helga kona hanns var ein heima þegar eg kom, ekki þekti hún mig, og hann ekki heldur, þegar hann kom. Þau flutt til Winnipeg í fyrra, mest fyrir það að hann er orðinn mjög heilsulaus og þarf að vera þar sem fljótlegt er á ná til læknis, 2 búið að gera uppskurð á honum við þvaðteppu; hefur þó verið á fótum og furðu hress en má ekkert vinna og enda orðin 72 ára gamall og mjög breyttur og beygður að mér fannst, samt sagði hann mér sitt af hverju frá búskaparárum sínum á Grímsstöðum og fleira frá þeimar árum sem við þekktum báðir því heim fer hugurinn strax þegar gamlir kunningar mætast.

Rósa Marteinsdóttir sagði mér Sigurjón gamli Davíðson lifði enn og væri í Winnpeg og eg má segja að hún sagði líka að hann væri giftur í þriðja sinn ekki gat eg fundið hann hélt sannast að segja að hann hlyti að vera dauður fyrir löngu.

Ekki sá eg heldur Þuru frá Gautlondum eða Rury árnason enda tafði eg mjög lítið í Wnpg

Síðan eg skrifaði síðast hafa dáðið: Jón Halldórsson frændi í Chicago; hann dó 23 sept s.l. 82 ára, minnir mig. Ekki hef eg séð neina æfiminning um hann, en hugsa þó S. frá Múla sem var vinur hanns og þekktur vel muni gera það. (Bréfið sendi eg) Líka sá eg fyrir stuttu að annar frændi okkar væri látin Davíð frá Engidal. Hann bjó við Mannitobavatn Guðbjörg kona hans er víst eitthvað skáldmælt eg hef stundum séð erindi eftir hana í blöðum Guðrún systir hennar dó í fyrra, líklega södd lífdaga. Gar Karólína er í Winnipeg ekkja Gisla frá Mjóadal sem (fertinaði alt gutli) og St G St kveður um þett ”Og nú er hann týndur úr lestafrð lífs„ og þú hefur lesið í ”Andvökum„ og svo held eg hafi nú ekki fleir að skrifa utan af víðavang.

Heima hjerna eru núna Jóhann og Björn og eru núna að tefla refskák hér við borðið kl. 9 að kveldi Lína og Stjana og Árnina eru uppá lofti og eru að lesa; Árnína ”Mannamun„ Stjana enskan skáldsögu en Lína ”10 sögur„ eftir Guðmund frænda sinn á Sandi. Stína er í Winnipegosis síðan rétt fyrir jólin hjá Helgu systir sinni, sem eignaðis stúlku 18 desember. Hún á að heita Steinunn Jóhanna. Steinunn er systurnafn manns Helgu og þeim líður vel

Stjana hefur verið á skóla í bænum síðan í byrjun Sept en hefur verið heima um jólin. en fer á morgun aftur og ætlar að verða þar á skólanum til júníloka

Hún var búin á skólanum hér heima í vor sem leið Henni hefur gengið vel á skóla.

Hér hjá okkur var skóli í 3 mánuði í haust. og á að byrja aftur 1 mars, og verður þá 4 mánuði Björn og Árnína ganga bæði á hann.

Nafna þín og maður hennar var v voru hér yfir Sept í haust með börnin sín. 4 þeim líður vel. Olla og maður hennar gera ráð fyrir að heimsækja okkur næsta sumar þau eru lengst frá okkur - sunnarlega í Minnisota

Ekki veit eg hvort eg á að tala mikið um buskapinn hjá okkur; því hann er nú víst ekki í mikilli framför. og finnst mér það að mestu leiti að kenna því að hér er eins og annar staðar grimmasta dýrtíð, því öll varan enkum sem maður þarf að kaupa að; eru tiltölulega í mikið hærra verði en þær sem maður hefur að selja, svo inntektir hrokkva ekki fyrir útgjöldum svo við erum skuldungri núna síðastliði 2 ár en við vorum áður; Við höfum álíka margt af skepnum og í fyrra. eða um 50 gripi og nokkrar kingdur, og 5 hesta. Svo byggðum við íveruhús og eldhús, því gömlu húsin voru orðin svo léleg og köld, og útsvarið er núna 80 dollar svo útgjöldin eru töluverð Kaup skóla kennara eru altaf að hækka og meira enn helmingur útsvarsins fer hangda skólanum

Það er nú kominn 7 jan. og þarf nú að fara að flýta mér með þetta, því eg sá nýlega að Lagarfoss ætti að koma 1 þ.m. og vil láta hann fara með þetta

annars fer það máské ekki fyr enn með Gullf í febrúar. En fæ eg bréf með Lagarfoss. spái eg því Hér var stofnað íslendsk lestrarfelag í júní s.l. og fengum við bækurnar í nóvember, besta bókin sem eg hef lesið af þeim er saga Íslands eftir J. J. Núna erum við lesa ”Góðir stofnar„ og þykir okkur þær vera nokkuð blendnar með pörtum skásta sagan af þeim, finnst mér ”Hækkanda stjarna„ af sögum J. T. sem eg hef lesið líka mér bestar Leysing og skilur hann þó ekki sem best við hana og ”Bessi gamli„ hún er skrambi neyðarleg með pörtum En Gunnars Gunnarsons sögurn eru eins eru ekki þess virði að lesa þær; eg hafði lesið smásögurn eftir hann fyrir nokkrum árum og fara allar ílla, og nú nýlega las eg ”Ströndina„ og hef eg aldrei lesið eins andstyggilega sögu, og mér fynnst Kvaran hafa lagst við lágt að eiða tíma og peningum í að þýða annað einsþví00; ekki vantar þó mælgina en og meira en helmingur sögunnar efnislaus orðaleikur eð eins St. G. St segir; ”altaf í þynnra þynna„ o.sl.frs.

Hefur þú fengið ”Stjörnuna„ sem Lína sendir þér nú á hún að stækka á þessu ári, það er margt vel sagt í því riti, og hollari hugsanir í því en þessu skáldsagnarusli sem nútíðarskáldin, flest unga út á því sviði auðséð afturför, minnsta kosti nær ekkert íslensks nútíðarsöguskáld Jóni Thoroddsen nema ef það væri G. á Sandi að vísu eru sögur hans flestar stutta, það eru líka sögur C Anderssen og eg spái að sögur G. verði endingarbetri en 00 margar

þessar löngu þulur hinna.

Segja mátt þú Kristínu á Grænavatni að eg viti ekki neitt um, hvernin Dr. Benidigt líði, er samt hérum bil víst að hann er en á lífi, eg spruði J. frænda eftir honum í bréfum mínum en síðast þegar Jón skrifaði mér sagðist hann ekki hafa náð tali af honum í meira en ár, sagði að þeir lifðu sinn í hverjum enda bæjarins Chigago, og Jón ferðaðist lítið um bæinn var víst orðinn býsna hrumur, og þrotinn að kröftum, þó sálin héldi sér vel; eða betur enn Jón yngri bróðir hans, sem nú hvað vera kominn á sinnisveikra hæli; átti síðast heimili nálægt Vynyard Sask. Eg sá hann einusinni eða 2, í North-Dakota og fanst mér hann fálátur og kynntist honum því ekkert. en heyrði honum hælt fyrir göfuglyndi og mannúð. Önnur dóttir Brynjólfs Jónssonar er búin að vera mörg ár á geðveikrahæli í Selkyrk og sagt að 1 sonur hans (Kristinn) sé ekki vel sterkur á sinninu heldur, og dóttir hanns n.l. B. sem heima er og stundar nú heimilið með föður sínum, var um eitt skeið, þjáð af sama veikleikanum, og er slikt í mesta máta raunalegt.

Eg held eg geti svo ekki sagt meira í þetti sinn því þó eg segi engar fréttir, í því; þá, ef þú færð það sem eg vona, þá færðu þó að vita með því að eg tóri enn þá. bið svo að heilsa öllum ykkur; og vona að við eigum enn eftir að sjást minnsta kosti andlega; en ekki fýsir mig að ferðast með fossonum persónlega, þeir eru búnir að sýna það að þeim hefur lærst agð okra. eða hvað sýnist ykkur. Góða nótt.

14 januar,. Svona gengur það bréfið ekki farið enn Og í dag fékk eg bréf frá Sollu Bjarnarson og í því, var sú góða sending frá þér, eða bréf þitt til hennar af 10 nóv. s.l. sem þú leyfðir henni að senda mér, sé þar meðal annars að þú hefur verið veik, en vona samt að þú lifir það að lesa þessar línur og kominn til heilsu aftur.

Nú er mynd og æfiminning Jóns Halldórssonar í Heimskringl 7 janur er líklega eftir Sigfús stutt og laggott. Eg hef fengið ávæning af því eitthvað sé til ritað eftir J. H. sem með tíð og tíma verði byrt en vil ekki fara með hvað það er. og bréfin hanns sýna að hann hefur hugsað æði mikið meira en almennt gerist, um menn í hanns stöðu. Í dag frétti eg það að Bryjólfur Jonsson Tómassonar lægi veikur og ekki hugað líf, ekki undarlegt, því víst er sá máður búin að inna af hendi þungt dagsverk, enda lengst af hraustur bæði líkamlega og andlega; en öllu má ofbjóða enda er ”hvildin þjáðum þægust„.

Ekki nefnir þú í bréfi Sollur og máské ekki von heldur að ykkur voru snemma sumar s.l. sendar 2 myndir; Önnur af Jóhann og hin af Önnu eða Arnínu, sem eg álf að kalla hana; líka sendi Lína þér í sumar ”Stjörnuna„ ritstjóri Davíð Guðbrandsson S. D. A. nú á hún að koma út mánaðarlega; éða 4 sinnum á ári. Hún er fjölbreytt að efni og einlægni og sannleiksást meiri en nú geriðst í bóka og blaðaheiminum.

Eg sé í bréfi þínu til Sollu og áður, að þið fáið aldrei almanökin hans Ó Þ. og það undrar mig ekki, því eg er hættur fyrir löngu að kaupa það og hef þá eðlega ekki sent þau heldur. Eins og þið munið sendi eg einusinni 16

árganga í einu og sumt af því kom víst aldrei tila, og ”12 mars 1912. hef eg sent Stefai br. almanak„ ”Boggu systir, bréf og myndir og almanök til Stefans br. 20 febrúar 1913.„ Þetta hef eg skrifað í syrpu minni, en eftir bréfum ykkar að dæma hafa 2 þessar s.n. sendingar ekki komið til skila? svo þið sjáið að það var ekki nein hvöt fyrir mig; frá því sjónarmiði, að halda áfram að senda þau. En sem sagt, er eg alveg hættur við að kaupa það, og svo sagði S. mér einusinni í bréf að það væri hanns meining helst. að fá þau fyrir sveitarfelagið, og sá þá strax að langbesta aðferðin yrði að fá þau beint frá útgefandanum. Í bréfi Sollu segir þú að eg muni ekki hafa fengið ”Rétt„ en nú sérðu að eg hef hann, man ekki hvennær það var en líklega hefur það verið í apríl eða maí s.l. 6. hefti; hvert öðru betra. Eg hef beðið nöfnu þína um myndir af börnum hennar handa þér og núna sendir Olla þér myndir af sínum börnum; Grace Jingibjörg og Robert Þórarinn. Grace (frambr Greis) er fædd 17 nóv. 1917. en drengurinn er fæddur 13 maí 1919.

Og svo ekki meira elsku systir! mín í þetta sinn núna hérna heima, við gömlu hróin kl. 9 að klvoldi Jóhann og Arnín og Björn að hátta og skríkja hvert framaní annað, kaldara veður þó ekki mjög frosthart en ofninn og Rauður hita okkur. og ekki sparað að leggja í hann, því nóg er af skógunum í Canada, sem betur fer. Guð gefi þér og öllum gott og farsælt ár, og lifið eins vel og lengi og þið getið. Biðjum öll að heilsa þér og systk bræðrum okkar. Þess óskar þinn elskand br. Thor. Stephansson

Myndir:12345678910