Nafn skrár:ThoSte-1921-09-04
Dagsetning:A-1921-09-04
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Winnipegosis

Sept 4 - 1921

Þakklætið fyrir myndina frá Siggu á að vera frá Línu en ekki mér, segir Lína. þinn br. þ. S.

Elsku systir min!

Það var rignin í gær og ekki vani hér að vera við heyvinni. og því kvíldardagur fyrir okkur, eins og S. D. A. segja manni að sé hvíldardagur dróttins. ”Mikilvirkur hefur hann verið þá, að skapa alt á 6 dögum. En, hvað hefur hann verið að gera síðan?„ spurði barn eitt nýlega, kennara sinn.

Í dag er sunnudagur og dymtí lopti enn lítil úrkoma; var í gær að hugsa heim eins og opt þegar eg hef lítið að starfa og hugsaði mér að byrja á að senda eina línu enn; í áttina; því síðast bréf mitt til þín hef eg sent um s.l. áramót. og fékk bréf frá þér 7 maí s.l. og mynd af S. mágkonu, sem eg þakka henni fyrir því myndin er ágæt. og alveg furða hvað hún er ungleg og ern að sjá. Líka fékk lína fr bréf frá þér nylega. Bréf fékk eg frá St. br. á páskadaginn eða 27 mars. s.l. þetta og fl sýnir þó að hugur hvarlar þó endur og eins, í áttina fram og til baka.

Bréf þitt til Línu frá nóv. s.l. kom í januar s.l.

Mér þykir leiðinlegt ef þura hefur ekki fengið bréf það og mynd, er eg sendi henni, 14 nóv. s.l. mynd var af tveimur ”familíufeðrum!! n.l. mér sjálfum og Canadisku kynbótanauti, sem eg keypti fyrir 2m árum. og hélt kanske að frænka gæti

fengið það efni í eina spaugvísu, því við höfum öll svo gaman af vísunum hennar, og þá eru vísan hans Arnþórs, ekki síst. ”Illa brást„ hún er afbragð

Stefáni bróður sendi eg bréf 14 maí. s.l.

Nýleg sá eg í blöðunum hér að Sigurgeir Pétursson væri kominn til baka, og er þar getið um að með honum hafi komið að ”heiman„ Egill Hjálmarsson og Ragnar Hjálmarsson úr Laxárdal;

Er hann ekki sonur H. frænda á Ljótsstöðum? Ekki sá eg nöfn þeirra þar, Jakobínu og Bjarneyjar

Það gladdi okkur eins og ykkur að heyra að Jón sonur ykkar komst klakklaust í gegnum, læknaskólann og við öll, frændliðið hans hérna óskum honum til gæfu og gengis í starfi sínu, og gaman fyrir hann og ykkur að hann fékk embætti, svo skammt frá ykkur; - að kalla má.

Þá er að líta í kringum sig hér heim hjá okkur. Sumartíðin hefur verið nokkuð misjöfn; ofsa hitar og stórrigningar á víxl. en graspretta ágæt en engjar mjög seinunnar fyrir bleitu og mýbit með meira móti eins og vant er í svoleiðis tíðarfari; Við erum því ekki enn búnir að fá nóg hey saman, en erum þót ekki kvíðandi í því tilliti því við áttum töluvert eftir af gömlu heyi í vor, sem leið. En ástand hér er samt ekki neitt álitlegt frekar en svo víða annarstaðar gripir í sama sem engu verði og peningakröggur miklar hjá bændum og búalíð.

og ekkert útlit fyrir að það breytist til batnaðar bráðlega; en við getum, Canadamenn, lifað á munnvatni okkar meðan við erum svo hepnir að vera undir blessuðum verndarvæng stórbretans!! Við erum ekki eins heimskulega!! heimtufrekir og Írarnir. Hvað skal vera á seiði? er þarna að falla fyrsti hlekkurinn úr kugunarkeðju - - ja: já: ”Hundtyrkjans„?

það hefur hefur verið fjörugt hér í kotinu annað slagið í sumar. Nafna þín kom hinað með litla hópinn sinn í byrjun júli og maður hennar nokkru síðar og voru hér þangað til 24 agust, þeim líður vel Þórarinn og Ethel eru farin að ganga á skóla; þ. er á 10nd ári - ekki tala þau islendsku en skilja töluvert þegar þau heyra hana talaða. Olla var hér um tíma í fyrra sumar og Stína fór með henni suður Minniota Minnisota og og er nýkominn heim núna og var búin að vera meira enn ár í burt. Olla og maður hennar eignuðust dreng í sumar, hann fæddis 26 júni, eða daginn fyrir giftingardaginn okkar; hann heitir Lloyd Filipp. og með 000 honum fyltur tugur barna - barna. Helga og maður hennar eru í bænum Winnpegosis og er þar dvalarstaður okkar þegar við förum þangað í verzlunarerindum. Hin börnin eru öll heima núna Þau eru öll glöð oðg allvel heilsugóð. Stefán sá elsti af drengjunum ræður nú orðið mestu utanhúss að upplagi glaðlyndur en þó fastur fyrir þegar hann vill það við hafa; en samt nú í seinni tíð stundum fálátur; og mun það meðfram af því að fyrir 2 árum var hér stúlka, sem var honum heitbundin en brá því. og trúlofað sig öðrum og kvað nú

vera búin að svikja þann mann líka. Hann tók sér þetta nærri einog gengur, en þó eg segi þér frá þessu þá er best að þú nefnir það ekki í bréfum hingað aftur, því það er ekki talað mikið um það nú orðið hér heima fyrir.

Stúlkan heitir Kristín Brynjólfsdótt alin upp á á Gimli í Nýja Íslandi; Kendi hér á skólanum í 4 mánuði og hafði fæði og húsnæði hér hjá okkur. og alt var í góðu góðu gengi; en Stefan fór þá í burtu um vorið og vann hjá bónda vestur í landi í 4 mánuði hafði verið áður og fallið þar vel, og á meðan kom hún sér í mjúkinn við annan, og þá fór nú að síga í geðið á fólki hanns hér, og daginn eftir að skólanum var lokið rak mamma hans hana burt eins og hvern ómetinn flækingslaup - og þótti okkur hinnum, það 00 rétt mætt, í alla staði. enda var henni ekki sagt annað en beiskur sannleiki og varð að játa sök sína; hún 0 gat heldur ekki borið það fyrir að hún væri svo ung og óráðin, því hún var þá, komin nokkið yfir 20 ár og hofum við fundið það út síðan að hún var ekki alveg óreynd í þeim sökum, þetti setti nýjan skugga á heimilislífið rétt á eftir hernaðarfarginu var að létta af mönnum en svo dregur timinn, smásaman, gleymsku blæju sína yfir þetta, eins og alt annað

Það er nú kominn 5 Sept kl. 9 að kveldi og sit eg hér við eldhúsborðið að en börnin eru fyrir innað syngja og dansa. spila á orgelið á mis fyrir dansinum og hafa tóman blikkbauk fyrir trumbu. blístra og blása í lófa sína og kannast eg þar við ymsa galsa

hnikki frá yngri árum okkar.

mamma þeirra lúrir uppí nýju rúmi sem þau gáfu okkur Bogga og maður hennar núna þekk þegar þau fóru heim til sín. það er sterkt og vandað alt úr járni hvítmálað; og hugsa eg að það dugi okkur þangað til við flytjumst í hinsta rúmið. ”Við bíðum og sjáum hvað setur„ Hefur þú séð nýustu ljóða bók St G. S. og sem hann kallar ”Vígslóða„ var prentaður heima og kom hér vest í haust s.l. Heimskringla og Lögberg, vóru full af skömmum til höfundarins fram yfir miðjan vetur; en 0 og kölluð hann öllum illum nöfn en Stefán var hvergi smeikur og demdi yfir þá. sinni dæmafáu röksnild og mergjaða háði að þeir urðu fegnir að leggja niður skottið; og Stefan stækkað en þeir rýrnað, í áliti hvers sannleikunnandi mans. enda flytur bókin sú ekkert annað en sannleika. En sá sannleikur hefur ekki gengið vel út hér í kring því eg held að eg sé sá eini agf öllum íslendingum hér í kring sem á hana en lýgina kaupa menn og flagga fyrir henni; við öll tækifæri.

Skrifaðu Box 30. en ekki 9

8 Sept að kveldi hef ekki skrifað í 2 daga því það hafa verið góðir dagar við heyskap er erum bráðum búnir að fá nóg hey; það hefur verið stafalogn í dag og við Lína Stebbi Arnína og Björn fórum í kvöld útá fjörðin á motorbát að skemta okkur það er svo hressandi eftir erfiði dagsins að viðra sig á vatnin. Og í kvold þegar við vorum að koma af engunum kl. 6 (hættum vanalega á þeim tíma) fór loftbátur hér framhjá, það er svo nýtt fyrir okkur að fá að sjá það, og maður getur ekki

horft með aðdáun á slíkt, það er sú sort, sem getur ferðast bæði á vatni og í lofti reglulegur sundfugl, verður að hafa vatn til að setja sig niður og eins að hefja sig í loft upp. Vængir hans eru 52 1/2 fet hver eða 105 fet milli vængabrodda er því ekta flugdreki, hann fór hér um fyrst framhjá 2. águst, og hefur flogið hér um í hverri viku síðan og hefur viðkomustöð í bænum Winnipegosis. str0f Hann er hér á ferðinni til að líta eftir skógareldum; sem viða kemur fyrir og gera oft voða tjón. Ekki nefnir þú mortein Þorgrímsson hefur þú ekki séð hann enn. Ef þú skyldir sjá hann bið eg kærlega að heilsa honum; og eg biðji hann þegar hann kemur vestur aftur að færa Línu góða, samt grófa, ullarkamba og mér lambhúshettu!! og eina væna reykta saltreiði frá Mývatni!! en fari svo að að hann uni heima; og vilji bera beinin þar; sem ek eg lái honum ekki; að eg biðji hann að skrifa mér, svo við gætum þá kvaðst ögn rækilegar en þegar við skyldum á stræti í Winnipeg og sem varð svo óvænt; enn hef nú fyrir nokkru fengið að vita kvað tafði hann.

Eg ætla ekki að hafa þetta lengra núna, og senda þetta áleiðis með Stefan og Jóhann, sem ætla í fyrramálið í bæinn. Er að hugsa um að senda þer eitt hefti af ”Sameingunni„ þar er grein ein sem dalítið bragð er að ”Djofullinn á kreiki„ Við biðjum öll hjartanlega að heilsa. mælir þinn og ykkar elskandi br.

Þórarin Stefánsson

Myndir:123456