Nafn skrár:ThoSte-1925-09-17
Dagsetning:A-1925-09-17
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Winnipegosis 17/9 ~ 25

Elsku systir mín!

Lína var að búa út böggul af ”Kringlu„ til þín í dag, og það mynti mig á bréfið þitt síðasta, sem þú skrifaðir mér í júlí s.l. og er ósvarað enn, það er nærri mánuður síðan það kom og sannarlega mál að fara að þakka það, og dugnað þinn og tryggð; við þennan frávilta bróður, hér á úthjara vesturheimskunnar. Líklega hefur þú séð bréfin bæði, sem eg hef sent St. br. það seinna sendi eg snemma í sumar. Síðan hefur, fátt borið til tíðinda hér hjá okkur. Olla, kom að heimsækja okkur í sumar og börnin hennar. Hún var hér um 2 mánuði. þegar hún fór héðan fór hún til nöfnu þinnar, því þær höfðu ekki sést lengi, systurnar Líka voru hér 2 elstu börn nöfnu þinnar. Þórarinn og Ethel. Þau voru hér í skólafríi. það var því töluvert fjörugt hér stundum, því börn Jóns og Helgu komu í hópinn líka stundum, því þau, eru hér, samt frá. Stefán, er búin að vinna, bráðum 7 mánuði vestur í, islensku byggðinni náglægt Wynyard; eigum von á honum heim í byrjun næsta mánaðar Jóhann og Árnína hafa unnið og eru enn hjá Jóni og Helgu, en Stína og Björn hafa verið hér heima að mestu. Stjana kom heim seint í júlí. og er búin að kenna hér á skólanum 1 mánuð

og ætlar að kenna á honum 4. mánuði í haust, eða fram að jólum og svo frá marsbyrjun til júní-loka.

Við Björn vorum einir við heyskapinn, þurftum ekki að heyja eins mikið og í fyrra, því við höfum nú fáa gripi og svo áttum við, töluvert af gömlu heyji. Sumariðið hefur verið mjög breytilegt, (eða tíðarfarið) miklar rigningar allan jún og fyrrpart af júli, þá kom0 stöðugir þurkar um 3 vikur, en 4 águst fór að rigna aftur og og þann mánuð allan. til höfuðdags, sígðan góð tíð.

Sjálfsagt ert þú, eða verður (þegar þú færð þetta bréf.) búin að frétta lát Þuríðar frá Gautlöndum, og Benidikts læknis. Bróður Krisínar á Grænavatni. Bæði hafa dáið í sumar. Hún dó á Gimli, hef ekkert séð um hana í blöðum og veit ekkert um hvenær hún dó; held samt það hafi skéð snemma í júní s.l.

Í þeim mánuði, eða þann 9 þ júní, dó líka þriðji mývetningurinn Albert Jónsson frá Hörgsdal. Æfiminning um hann sá eg í Lögberg„ Þau hjón urðu okkur samferða vestur 89 og hafa búið í nýja Islandi altaf síðan; eignast fjölda barna en búin að missa m0g sum þeirr, og 2 af þeim fullorðin fyrir stuttum tíma, síðan.

Bræður hans Sigurjón og Árni lifa. Sigurjón í nýja Islandi en Árni í Winnipeg. Jón B bróðir Bjargar ekkju Alberts og Ella systir Alberts bjuggu lengi í nýja Ísl. líka; en veit ekki hvar þau eru núna. Jón er sá eini, sem eg hef séð af því fólki síðan, við komum hingð vestur. Gunnar Helgason Guðlaugssonar býr víst altaf í nýja Ísl. sá í sumar í blaði að hjá honum hafði dáið tengdamóðir hans, fjörgömul; Ekkja Helga,

frá Barnafelli. Þar býr (n.l. nyja Ísl) Baldvin Jónsson og Herborgar ? móðursystir okkar, hef aldrei séð hann. Kallaður Baldvin í Kyrkjubæ, og kvað vera merkur maður. (þú sérð meira um þett í úrklyppum, sem fylgja) Þú segir mér að Egill frændi hafi verið á Jóns B. skóla í ár, vissi það ekki fyrir víst áður. því hann hætti að skrifa mér, strax og móðir hans og systir komu vestur og þótti mér það, hálfundarlegt, því áðar höfðum við stöðug bréfaviðskipti. hef verið að geta mér þess til, að orsökin muni, ef til vill vera sú, að seinasta veturinn er móðir hans var heima skrifað hún mér bréf, og sendi mér mynd af dóttur sinni. en böggull fylgdi því skammrif að by biðja mig um peningalán handa þeim að, ferðast á vestur, en það gat eg ekki þá því eg hafði þá, yfir höfði mér, þúsund dollar banka skuld, og var ekki búin að borga hana fyrri en, nú fyrir ári síðan. bréfið sendi hún í gegnum son sinn og honum skrifaði eg aftur strax og bað afsökunar á getuleysi mínu. fannst þá í næsta bréfi hans að honum fyndurt það töluverð vonbrygði en hvaðst vera vanur þeim, og skrifaði mér ein 2-3 bréf eftir það sem með sama bróðurlegum anda og áður. 00 Sjálfsagt held eg að einhver hér vestra hafi lánað honum eða þeim peninga til að komast hingað, veit ekki hver það er, en hefði langað til að vita það, og ef þú veist það, þá er óhætt fyrir þig að segja mér það. Eg sá nú nýlega að nafn hans er meðal þeirra, sem útskrifast hafa úr ellefta bekk J. B. skóla; og gott að heyra hvað hann er áhugasamur að mennta sig; og hann hefur t0 þá víst ekki neitt verið riðinn við þann ósóma sem nemendur sumir, í þeim bekk, verða uppvísir að, nefnilega prófsvik. hafa víst verið töluverð brögð að því, þegar sjálfur

skólastjórinn varð segja frá því opinberu blaði.

Þú segist hafa heyrt, að ”Egill, sé að hugsa um að gjörast prestur„ og að sumum hans nánustu muni ekki; vera hrifnir af að hann lenti á vegum afturhaldsins ”lúterska„. já ekki varð eg hrifinn af því áformi hans; en er ekki nokkið sama í hvorri Keflavíkinni er róið, stendur þar; máski eitthvað af prestablóði hafi slæðs í hann; ekki er það ósennilegt, svo mikið og magnað, sem það var og sjálfsagt enn í móðurætt hans. En þó mun það nú vera farið að verða blandað nokkuð prestablóðið úr ”ytri-námum„. Sennilega hefur E. gengist fyrir því, minnsta kosti að sumu leiti) að kyrkjufél veitir prestaefnum sínum dálítinn styrk til náms og hugsað, sem svo: Ef hann er víðsýnn? að hann mætti þá eins vel ”rífa í sig þá ritning„ eins og aðrir. En ekki er mér það óblandin ánægja vita vel gefin ætti menni mín, g ætli að gera það að lífsstarfi sínu að kasta riki í hálfblind og oft alblind augu samferðamanna sinna. En hvers er annars að vænta, af því fyrirkomulagi, sem hinn svokallaði menntaði heimur hefur skapað sér; og búið við í hundruð og þúsundir ára, og svo að segja óbreytt enn. vitaskuld; mjög freistandi þa að sjá hvað girnilegt og létt það er, og hefur verið að þeysa á gandreið flónskunnar, með vel fylta vasa sína í bak og fyrir.

Í

22 sept.

Í sumar snemma dó í íslendingabyggðinni í Dakota Kristjana Andrésdóttir. Ekkja Dínusar, sem Lengi bjó á Mýlaugsstöðum í Reykjadal. Hún var víst komin nokkuð á. 9nd tug ára. mesta myndarkona

Dínus er dáin fyrir æði mörgum árum; við kyntumst þeim hjónum fyrst, þar, og reyndust okkur mjög vel.

Í ”Logbergi„ eru nú oft byrtar, nýjar og gamlar alþýðuvísur Þar í sá eg vísu, sem eignuð er Jóni Þorsteinssyni á Arnarvatni. En ríminu er þar svo gremjulega misboðið að eg trúi ekki að svo vel hagmæltur maður og Jón er, hafi látið hana frá sér, þ eins og hún er í blaðinu. þar er hún svona

Þessum brekkubrjóstum á, bestu gékk eg sporin,

Þegar brá mér eintal á, yndæl nótt á vorin.

Spurðu hann hvort hann, kannist við hana í þessu formi eða réttar formleysi; mér líkaðu svo vel 2 fyrsta og önnur hendingin, og svo notalegt að raula þær í einrumi hefði hinar ekki, óðara eiðilagt ánæjuna. svo eg setti annan bótn í hana, og ætla að hveða hana með þeim botn þangað til eg fæ þann rétta þar er að vísu stirð hjálpsögn, skeytt framanvið; en meiningin sú saman

Er vornótt fékk mig eintal á, yndis-þekk, á vorin

Þar er líka þessi; vísa sögð ”kveðin á Norðurlandi nýlega„, en engin höfundur nefndur. Hún er þetta:

Í Laufási nú sest er sól, og sólskinsdagar engir.

Komnir eru í Bjarnar-ból, Bolse-vikka drengir.

Við erum víst bæði með því marki brend að gleyma að svara, spurningum, hvors annars. Þú varst einusinni að spurja eftir, því þeir hefðu flutt héðan víðirhólsbræður Árni og Benidikt eða Steingr og Petra, og og fl. og af því mér finnst eg geta lesið milli línanna að þú hafir heyrt að þetta pláss, sem

við búum í sé miður byggilegt, og þar af leiðandi setið af mér happadrætti, sem hinum hafi hlotnast, sem fóru héðan, og mikið er látið af í blöðum og í ræðum á tillidögum; að vísu fer Heimsskringla hægt í þær sakir, nú í seinni tíð að gorta af gróða kornyrkjubændanna, en ef þú læsir ”Lögberg„ eða um eða sum ensku blöðin. því þar er gortið og stórlýgin í algleymingi; hvað það snerðtir og fl. Last þú ekki grein í Kringlu í fyrra, sem spyr meðal annars, hvað til þess komi að aðeins 7 af hverjum hundrað bændum í Manitoba; einu eigi bújarðir sínar óveðsettar, Lögb. þótti þetta óþarfa spurning og reyndi sýna fram á að slíkt væri bara Bolsivikka botnleysa, en Kringla hafði skýrslur opinberar sem ekki var hægt að hrekja. Svo ”Bergur„ og ”Baldur„ máttu leggja niður skottið eins og löngum, verður þegar sannleikurinn hefur einurð til að rísa á móti lýginni. Þessir og fl., sem eg nefndi í upphafi þ. máls fóru héðan í því skyni að auka efnahag sinn, hér var þá heldur engin skóli, engin ekkert trúmálaþrá0, of mikið vatn og vondir vegir. og þessi g0. Eg hef aldrei komið í þessa byggð þeirra, m en haft nokkuð ábyggilegar fréttir um afkomu þeirra, og hún er þannig að mig hefur ekki, enn, fýst að, fara að þeirrd dæmi. Eg veit þeir hafa meira undir hendi en eg eða við hérna. En; er það ávalt sönnun um efnalegt sjálfstæði að hafa mikið um sig?

og eitt er enn, þó það máski bæti málstað minn lítið að hingað hafa fluttst, þó nokkrir bændur úr sjálfum hveitihéruðum, sem höfðumþar verið verið þar stórbændur

á hveiti-ræktar vísu; sumir þeirra haft þar 400-500. ekrur undir hveiti og alskonar akuryrkjuáhöld. fjölda hesta að maður ekki tali um 1. og 2 By ”Bíla„ hver. Hingað komu þeir, með álíka efni og við; þegar við settumst hér að, og sumir af þeim líta þannig út að maður hefur naumast einurð, eða hjarta til að ónáða þá með spurningum; hvernig standi á því að þeir leita hingað í veg leysur og fl. galla, svo vondar keldur að að sanntrúaðir guðsmenn, eiga það á hættu að, sálin (á sínum tíma) setjist föst í einhverri forarvilpunni En með sjálfum mér, held eg að þeir sjái hér líka fl. enn forarpitti, þeir sjá hér ”guðs græna jörð„ eitt af auðugust fiskivötnum landsins, alskonar sortir af fuglum og dýrum í skógunum og á vatninu, mjólkin með eins miklum rjóma eggin úr hænsnunum alveg eins stór og hvít og á hveitilöndum, sauðakjöðtið eins feitt; en eins mega þeir sagkna og það er svínaræktin. því þau, þrífast best hjá hveitibændum og til margra hluta nytsamleg og - vísa eg þér þar til ferðaminninga Steingríms - læknis. því hann lýsir háttalagi þeirra með nákvæmlega á einum stað. og eg vil heldur að þú lesir það en mína lýsing, því hann hefur lag á að; koma manni í gott skap. Og eitt er víst að á honum hefur sannast, máltækið, ”Glögt er. o.s.fr.„

Eg vona að þú verðir ekki vond, þó þér finnist dálitill móður í mér, hér að ofan; enda ekki meining

mín að móðga þig, Eg hef aldrei verið stórhuga, og var heldur ekki, alin upp á þann hátt, aflað brauðs fyrir mig og mína á ærlegan hátt, eða það finnst mér, og aldrei viljað taka ”tvo fyrir einn„ þó eg hafi átt kost á að læra það, og sjái það fyrir mér daglega. og alvanur við að láta 2. fyrir 1. í viðskiptum, sjáðu! það tilheyrir bóndastöðunni; En nú má eg ekki tegja þetta meira Er að hugsa um að koma þessu á stað á morgun; því nú er kominn 25 sept., og ef vel viðrar færð þú það þú það einhverntíma fyrir næstu jól. Lína fékk bréf í dag frá pabba sínum og stjúpu. þeim líður bærilega. Hann er nú verður 80. ár 15 n. m. ef hann lifir, auðvit orðin æði lasburða, en ber ellina eins og hetja. hún er 8 árum yngri, og því ögn dálítið hressari; og svo samrýnd að það, sem öðru sýnist, er hinu gott og gilt.

Heimskr., sem fer nun er fyrir júlí og águst, gaman væri að fá bréf og fáeinar vísur frá þuru frænku, máski hún sé reið við mig fyrir sumar vísurnar sem eg setti í bréfið sem eg sendi henni, í april 1924? Stjana situr hér við borðið að skrifa Hún biður mig að, segja þér að hún ætli að koma heim 1930 á þúsund ára afmæli alþingis, og biður þig að hafa þá til handa sér pottbrauð, og skir og flautir og sperðil og lundabagga og alt, sem íslensk er. Hún, og Helga, Stína, og Björn eru á förum í bæinn, á motorbátnum okkar, svo við Lína verð ein heima í dag. Jóhann er núna flýtja með öðrum manni fisk frá fiskimönnum, til bæjarins, á bát, sem Stebbi á. sem hann keypti í fyrra, er nokkuð stór og góður til vörufluttninga. Við biðjum öll hjartanlega að heilsa ykkur öllum; og fossum og fjöllum. Þinn elskandi bróðir

Þórarinn Stefánsson

Myndir:12345678