Nafn skrár:ThoSte-1928-02-26
Dagsetning:A-1928-02-26
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Winnipegosis Man.

26. Febr. 1928

Elsku systir!

Þó þú ættir nú skilið að fá gott og fróðlegt bréf núna, þá skortir mig ymislegt, sem þyrfti til þess; eins og tíðast áður; enda fyrir stuttu búin að senda Stefáni bróður bréf og 2 almanök. og í því bréfi, er það, sem eg þá hafði, pínt útúr minnissjóðnum sem aldrei var hár, og heldur rýrnað, en hitt. Innihald þessa miða verður því aðallega þ það að þakka þér hjartanlega fyrir alt það, sem eg meðtók frá þér í gærkveld; bréf og blað og bækur; mynd og eftirmæli. Einnig að taka hlýtt í hendi Helga frænda fyrir mig fyrir bókina, sem eg hef nú þó ekki lesið enn þá; en nú fæ eg næði til þess í dag; því það er sunnudagur; og verður líka fámennt heima, Því Stefán okkar fór með heyæki, í morgun til einbúa hér 5 mílur vestar; sem er orðinn gamall, og ekki fær um að afla sér nægra heyja fyrir skepnur sínar; svo nágrannarnir ætla að gefa honum sitt ækið hver. og Björn fór með mömmu sinni til nágranna konu okkar Þessi Æfiminning Árna heitins, geðjaðist mér ágætlega; mér finnst hún stutt en en lagóð, vel stíluð, og að eg hygg: sönn. þú nefnir ekki hver hefur ritað hana. En kunnugur hefur hann verið

og lýsir lífstarfi hans, með sæmd eins og líka hann hafði sýnt, að hann var verður.

kl. er 9. kveldi. Skrifaði hitt í morgun Björn og Lína ókomin heim, beðið eftir að fá að keyra í tungsljósinu, því hún segist hafa svo gaman af því. En Stefán kom heim kl. 4. og Jóhann og mrs. hans og nýi skólakennarinn komu þá líka og Þau hafa skemmt sér og mér við söng og hljóðfæraslátt, í kveld. Við urðum að fá nýjan kennara, núna, því Stjana okkar, fór á kennara-skóla um nýjarið, Þessi kennari er Írks stulka ung og falleg. Það eru bara 6 börn á skólanum. ekki fleiri til hér á skóla aldri núna 3 af þeim eru börn Jóns og Helgu dóttur okkar. Olína, 11 ára Númi 9. og Steinunn 7. ára. Jón og Helga ætla nú að flytja aftur í bæinn í vor, og verður nú daufara hér fyrir okkur. Hann ætlar samt að skilja hér eftir sumt af vélunum og drengir okkar ætla að saga með þeim fyrir hann og og sjálfa sig hér úti, og eru núna að höggva bjálkana í skógi, og flytja þá að millunni áður en snjórinn fer. Það er hörð vinna, Trén þetta frá 30 - 40 fet á hæð, og frá 8 - 20 þuml. í gegn að neðan. Þegar þau eru feld, eru þau söguð sundur, um 14 þml. frá rót, og Þarf þá til þess 2 menn, og þarf að viðhafa lag og gætni, að ekki verði að slysi er þau falla; svo eru þau söguð niður í ymsar lengdir þetta frá 12 - 16 fet hver bútur, svo er brugðið sterkri keðju um annan endann og hestar látnir draga þá að sleðanum sem stendur á frautinn. Frá 5 til 8 af svona bjálkum eru stýft

æki fyrir meðal hestapar, sem vigta um 12 hundruð pund hver. Svo þegar vélarna taka við þeim, fletta þær þeim í eins - 2gja þml. þykk borð og planka. veit ekki hvort eg gét lýst, þeirri vinnu svo það verði skiljanlegt, samt er útbúnaður sá m ekki mjög margbrotinn að sjá, enda enginn vélafræðingur þó nægju mína hafi fengið við að vinna við þær.

Vélarnar eru 3, Gufuvélin og vél, sem sögin er á og sú 3ja sem bjálkarnir eru lagðir á einn og einn í senn 50 feta langt belti strengt á milli Gu hjóls á Gufuvélinni og annars hjóls, sem er á sagarvélinni Það hjól er mikið minna, til að hraðinn geti orðið það meiri á söginni sem snýst á sama ás. það er (eins og þú skilur) hringsög um 4 fet þvert yfir og um 1/4 úr þuml á þykt, stórtent og fer fleiri þúsund snúninga á hveri mínútu. Vélin sem bjálkarnir hreifast á eru, nokkurs konar trönur, með 4 sem rennur á 4 litlum hjólum, sem renna á járnteinum, á þessu hvíla bjálkarni meðan verið er að fletta þeim. Þessarum trönurm er svo rent meðfram hliðinni á söginni, og eins - 2ga þml. þykt, látin standa af bjálkanum látin ná útaf trönunum og það verður í beinni línu við sögina sem svo sníður af heilu lengjuna með því að trönurnar halda áfram með bjj bjálkann þangað til sögin er kominn í gegnum hann endilangan; Sögin snýst altaf í sama stað; en trönurnar, eða bjálkaberinn rennur fram og til baka meðfram henni Bjálkinn altaf færður ögn til hliðar við hverja umferð, þangað f til honum öllum er flett og svo sá næsti

settur á og svo koll af kolli, vanalega mjórri endi bjálkans, látinn horfa að söginni. Það er gaman að horfa á þessa vinnu, þegar alt er í góðu lagi; en hættuleg ef ekki er farið varlega, og samt geta orðið slys og tiðkast líka, þrátt fyrir það. Veit ekki hvort þú hefur fræðist nokkuð við að lesa þetta og sný að öðru.

Þegar eg var búin að lesa þetta ágæta og fróðlega bréf frá þér, flýtti eg mér að skéra úppúr Hlín á bl. 139 grunaði þar væri eitthvað, sem eg hafði þráð að vita, enda varð það, Því alt sem eg hafði vitað um, ”Síðustu spor óldungsins„ var vísan, sem þú tilfærir og að hann hefði verið staddur á. ”Sandási„ eða öllu heldur Sveinstr.önd er hann létst Greinir hárómantísk að formi og viðkvæm og hjartahrifandi að efni, má vera að blóðið hafi runnið þar til skyldunnar hjá mér, og átt sinn þátt í því að mér varð að vikna, er eg las það. Mér finnst líka að þú hafa stílað grein0n0 þetta, snildarlega, ydda þar á pund, sem að lífsáhyggjurnar hafa haldið niðri; og varna því að bera blöð og greinar. Já elsku systir! Eg las þessa litlu grein þína með áfergi og und unun. En hún vakti mig líka til að, (þó máski seint sé) að fá að vita meira um þetta til dæmis, hver konan ekkjan var, sem fékk visnabókina Og eins hverjir það voru aðf sonum ”Öldungsins„ sem getið er um. Hugsa að þ annar þeirra hafi verið faðir okkar, og það hafi verið mamma okkar sem vildi láta eitthvað hlýtt um hálsinn á gamla manninum mér finnst það líkt henni. Hinn sonurinn hefur finnst mér; að hljóti af hafa verið Einar því hann

var átta mörg Var víst eldri enn pabbi sál og hefur þá hlotið að hafa átt 10 af 16 þessum 16 afkomendum, sem greinin nefnir. Því eg var víst sá sjöundi í röðinni okkar systkyna; og eg hef haldið að afi okkar hafi verið dáin áður enn eg fæddist 61. veturinn eftir sorgarsumarið mikla, 1860 er systkinin og 4 okkar 4. dóu og Helga amma okkar Einarsdóttir líka.

Það vildi eg að þeir, Stefán og Baldvin vildu nú, skrifa upp af alt það helsta sem þeir kynnu að muna um afana okkar og ömmur og senda mér afskrift af því. Liklega því eg hygg að Baldvin eigi fleira af þeim minningum, en Stefán vegna aldursmunar þeirra, Eg hef oft nagað mig í handarbökin fyrir það, by að fá ekki meiri upplýsingar um þetta hjá mömmu okkar, meðan tími var til. Lína biður mig þakka að þér hjartanlega fyrir ”Hlín„ hún er nú því miður búin að tapa svo sjón að hún þolir ekki að lesa, hvorki við dagsbyrtu eða olíuljós; og er það þungbært fyrir hana, því nú orðið hefur hún meiri tíma til þess en áður. Eg les stundum ögn fyrir hana en eg er orðin endingarlaus að lesa upphátt, Árnína les þó líka stundum fyrir hana eins Stjana þegar hún er heima. Þú segir að eg minnist ekkert á bók miss Jackson, eg hef ekki eignast hana en las hana að láni í fyrra. og fann að hún var stórgölluð og fanst hún kafna hreinlega undir nafni;

og því ekki einusinni nema að litlu leyti, ábyggileg sem heimild fyrir reglulega landnámssögu. Vitaskuld býst eg við að ”miss Jackson„ (frb. djakkson) hafi gengið gott eitt til með að gefa þetta út, en orðiði henni ofurefli, samt ætlar hún að halda áfram og gefa út viðbætir og þá leiðréttingar sjálfsagt um leið, á því, sem komið er Sennilega taka íslendingar heima, bók þeirri betur, en landar hér, meðan þeir sjá ekki vita ekki um alla gallana á henni. En nú er á leiðinni til Stefáns br. ”Almanak„ Ólafs Þorgeirssonar. fyrir þettar ár og hið nýliðna, og ef hann fær þau, þá er þar það veigamesta, sem eg hef enn séð ritað um þá bók, eftir séra Kristinn Ólafsson. Það finnst máski sumum nokkuð harður dómur, en erfitt held eg yrði að hrekja hann. Og lifir þú, elsku systir! til að leðsa það, sem eg vona, þá færðu þar greinilegt yfirirlit um bókina, og að þvi er virðist, óhlutdrægt, minnsta kosti minni hlutdrægni en sjáanlega er í bókinni sjálfri. Þegar eg heyrði fyrst um þe að höfundurinn, ætlað að gefa út þessa bók hélt eg að þar myndu aðeins verða ritað um þá, sem komu a fyrstir að ónumdu landi, en þar er eða námu land eins og það er almennt skilið, en þar er eiginlega varið meira rúmi fyrir þá, sem aldrei námu land, og en sem auðvitað komu mikið við sögu byggðarinnar, og við nánari athugun sjálfsagt að hafa þá í og með. Eg gerði því enga tilraun

að komast þar að, enda öll nýtileg lönd numin er eg kom þar, og var þó byggðin ekki nema 8 - 9 ára gömul þá Eg varð því bara annars flokks landnemi.

Tók land með heimilisrétti, sem annar maður hafði tekið og gert, umbætur á, en tók ekki eignarrétt á því og; strauk svo af því. Vissi aldrei fyrir hvaða orsakir. Það geg gékk því inn til stjórnarinnar aftur Eg bjó á því i 9 ár, og fékk eignarrétt fyrir því. Var als 13 ár þar í byggðinni. Þo Í bókinninni eru taldir sumir, sem fluttu þangað seinna eng en eg, og líka, sumir sem komu um leið og eg og hafa aldrei numið land. og rétt að geta þ allra þeirra, sem að einu eða öðru leiti hafa unnið að landnáminu hvort það hefur verið með höndum eða heila. Eg efast ekki um að eg gæti fengið að komast inní þessa næstu postillu ef eg leitaði eftir því. Er þó ekki mjög áfram um það. Hvað, sem verður.

Nú er kominn mars. Fyrsti í dag. Þokudrungi í lofti en milt veður. Við Björn vorum að flytja heim hey, sóttum 3 æki Árnína var að þvo en Lína að hjálpa henni við matreiðsluna, en Stebbi og Jóhann að vinna í skógji.

Nú er eg búin að líta yfir ”Stuðlamál„ og finnst þau tæplega eins góð og hin fyrri. samt mörg vísa þar vel kveðin En vísur bróður okkar þar eru áreiðanlega ekki þær s000 bestu, sem til eru eftir hann. Og manni liggur við að halda að útgefandinn, sé ekki meira en í meðalagi, smekkvís í því tiliti; og myndin af Baldviðn er afleit en svo hefur maski ekki verið til önnur mynd af honum einum þar, sem hann er á mynd með þeim bræðrum okkar finst mer ágæt. þó auðvitað hafi hann miðið breytst síðan hún var tekin.

Eg hef enga mynd af mér, þar, sem eg er einn ekki einusinni þá, sem eg sendi einhverju ykkar systkyna minna fyrir eitthvað 30 árum; og hún var lík mér nokkuð eins og eg var þá; Líka minnir mig að eg sendi einusinni heim mynd af mér með 2m öðrum, Sigurbyrni Jóhanssyni skáld og Þorst Jóhannessyni. bróður Guðfinnu; Ekkju Sigurgeirs Björnsonar. En t svo held eg að snjallast væri að stinga þessum vísum mínum undir stól. Þær hafa hvort sem er lítið listagildi. Svo er eitt en að Það er trassalegur frágangur á ritinu, greinarmerki stundum á raungum stöðum og grúi að öðrum prentvillum, röng greinamerki í ljóðum, spilla oft hroðalega; auðvitað getur maður sagt að það sök höfundanna. En prentarar og útgefendur, ættu að sjá um að bæta úr því.

Ekki vil eg gleyma að minnast á kvæði Hjálmars br. mér finst hann komast þar vel að orði; og frumlegt í bett betra lagi og skytur þar, okk aftur fyrir sig, okkur bræðrum sínum; nema þá ef til vill, Dóra? Þú segir ”eg minnist aldrei á messur og kyrkjuferðir„ Það ber nú fl en eitt til þess; fyrst er eg ekki mikill kyrkjumaður. Svo erum við of fáir hér á tanganum til að halda uppi svo dýrum félagskap; aftur eru í bænum söfnuður og kyrkjumynd; og sá söfnuður fær þangað prest þetta 1 - 2 á ári, og hann kemur þá stundum til okkar - og hefur eina messu og skírir þá börn, sem fyrir þá sem vilja; sem flestir gera. Og eg altaf haft þann heiður að stýra söngnum. Sá íslenski prestur, sem oftast hefur komið hér er séra J. A. Sigurðson. Við erum gamalkunnugir og hann haldið tryggð við mig síðan. Þó hann viti vel

hvernin skoðanir mínar, eru í því tilliti. Hann er líka snjall ræðumaður; og skemtinn og sköruglegur utan kyrkju og innan. Öll okkar börn hafa verið skírð af lúterskum prestum. En bara 3. fermd. Þær, nafna þín, Og Olla og Helga. Séra Pétur Hjámsson. Ffermdi, Boggu og Ollu hér, sama dag 6 mars 1904. og skírði Stjönu þá um leið. Hann er nú bóndi og prestur í Alberta; Séra Bjarni Þórarinsson fermdi Helgu. Hann er nú í Reykjavík og vist hættur prestskap.

Hin börnin ófermd. Hef látið þau sjálfráð um það. Enda nú, flestir farnir að átta sig á því, að skírn og ferming geri engan að betri manni; þegar vel er að gætt, og máski ekki síst vegna þess að, báðar þær athafnir eru, framkvæmdar meðan börnin eru óvitar, og svo að segja þekkingarlaus á lífinu. Eða skyldi það vera tilviljun ein að til þess að gerast borgari í Guðríki; þarf maður tæpast að vera hálfvitgaður en En um veraldar borgaraskyldur er öðru máli að gegna. Því sá, sem trúir á annað líf, og guðs réttlæti, hann verður að vita hvað ábyrgð þýðir; getur því ekki trompað uppá náðina.

Eins og þú getur til, þá er greinin í ”Logb.„ með undirskriftinni ”Myvetningur„ eftir, séra S. S. Kristofersson. Í blöðum hafði eg heyrt dálítið um þetta Kambsmýrarundur Það má segja að þar er eru ekki valdir andar af verri endanum, og mun ekki af veita til fylla uppí ”eyður verðleikandna„ Mér þótti gaman af að fá myndina af Bensa. myndin er svo þjóðleg; og maðurinn mikilúðlegur eins og maður hugsar sér fornkappana.

Það má heita svo, að nafna þín, sé nú, 40 sn hún er nú á því ári, að minnsta kosti; en fertugs afmæli hennar er þó ekki fyr en 1 des. þ.á. fædd -88.

Stína okkar, hefur verið að heiman síðan í byrjun nóv. 1926. en geriðr ráð fyrir að koma núna bráðlega og dvelur þá hér líklega aðeins viku eða svo. Því Olla hefur beðin hana að vera hjá, sér um tíma, því hún hvað eiga von á nýrri heimsókn! nr.5.

Það er nú kominn 5nd mars. og þetta er orðið mikið lengra en eg ætlaði í fyrstu, enda lítið annað en lengdin. og vona að það, nái til þín með blessuðum vorfuglunum Þó raddir þess séu rámari; ”syngja þeir„ þó líka, ”sinn með hverju nefi„

Það er heiðskýrt veður í dag og gær, en æði mikið frost og í fyrradag var oskrandi froststormur á norðan en lítil snjókoma. En unga fólkið dreif sig þó á dans í skólanum og kom ekki heim fyrr en kl. 4 að morgni. Við gömlu hróin hér heima ein og, sátum uppi og kyntum ofninn til kl. að ganga 12. Veðrið var svo mikið að húsið nötraði í mestu byljunum. Björn ætlar til bæjarins á morgun og þá sendi eg þetta. kl. er 2 e.m. Lína er að taka sér miðdagsdúr í Beddanum. Árnína að vinna í eldhúsinu. Björn að vitja um 2 net, en Stefán og Jóhann að vinna í skógji. Við þökkum hjartanlega fyrir kveðjurnar frá Grænavatni ”Þó þær gömlu glæður, gisu upp, - Þær vermdu„ Stephán G. eftir Jón frá Strönd. Sendum öll, okkar hjartan óskir og kveðjur öllum ættingjum, sem þannig minnast okkar. Þar á meðal bræðrum okk mínum og þínum. Þinn einl elskandi br. Þórarinn Stefánsson

Myndir:12345678910