Nafn skrár:ThoSte-1933-06-30
Dagsetning:A-1933-06-30
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Box 30 Winnipegosis Man

Júní 30. -33.

Hjartkæra systin mín: Guðbjörg!

Þó skamt sé nú síðan eg settist á skákina hjá þér: - andlega talað þá þ er eg nú að gera mig heimakominn enn á ný, þó það máski verði nú lítið annað erindi en láta þig vita upp um bestu skil á bréfinu þínu, sem þú hefur verið að semja og senda um sama leyti og ég annað til þín, sem fór 18 maí s.l. eða 3m dögum síðar en þú byrjaðir á þínu, sem eg nú meðtók 28. þ.m. það var því nokkurskonar giftingarafmælisgjöf í þetta sinn skakkað bara um fáa kl. tíma. 48 ár. og 24. fyrir ofan. hvað verður það samanlagt? því þó það er sæmileg upphæð og óþarfi að gera úr því margföldunardæmi!

Það bréf, sem eg sendi þér 18 maí hafði meðferðis 6 myndaspjöld og vona að þú sért nú búin að meðtaka það. í því myntist eg á myndirnar, sem þú eg hafði þá meðtekið frá þér ásamt bréfi þá komnu fyrir 4. dögum. minnist nú á þær aftur, meðfram af því, að í þessu nýtekna frá þér; lýsir þú svipnum á einu al andlitinu mjög líkt og gróf sig í meðvitund mína: - Eg eg. ”Er í vanda og vafa um það, að voga útá prikið„ n.l. ”Íhugunar-strikið„

Þú segir mér annars sitt af hverju í þessu bréfi, sem mér var alveg gleymt. t.d. það að séra B. í Múla hefði jarðsett föður okkar og Arnfríður var þar líka. það þótti v00 mér vel til fallið. og mér þt þótti mjög vænt um að þú mundir að segja mér

þetta, úr því eg hafði glatað því því þó þesskonar varði máski ekki miklu. þá er þó altaf betra að vita rétt en hyggja rangt ágiskjun min hefur verið sú að séra J. Austmann hefði verið fenginn - en man að þá var prestlaust í sveitinni. En skyldum við muna bæði hver jarðsong Já, sé það í bréfi þínu að þið mamma hafið ver þar báðar, en mér gleymt einsog fleira Jón í Garði. Það finnst mér eg muna rétt, að var séra J. Ingjaldsson á Húsavík, og þegar eg minnist þess finnst mér það hálf undarlegt því víst var hann talinn pokaprestur, og því ekki jafnoki í því. þeirra nafnanna í Múla og á Grenjaðarstöðum. Eg man eftin Jóni tengdaföður þínum; bara fyrir eitt atvik og hefur lifað í meðvitum minni, sem innilegur mannúðargeisli síðan. Eg var staddur inní fjóshlöðunni hanns föður okkar, sem hvað standa óhreyfð enn. hef víst verið tína saman seinustu töðuhárin og í henni. þá heyrði eg að einhver kallaði í dyrinum og eg kannaðist hvorki við manninn né málróm hans. þetta var Jón í Garði og kom færandi hendi. því hann velti mörgum pokum stærri og smærri innúr dyrunum harðtroðnum af töðu og og Bleikju, sem ylmar enn. Þetta var að mig minnir ekki meir enn 1-2 vikum áður enn við fluttum burt úr Haganesi og Jón dó á þeim fáu dögum. því þegar eg kom í Garð. var búið að flytja lík hans í gömlu kyrkjuna á Skutust; og beið þar greftunar lengi og þangað safnaðist fólkið útfarardaginn og þar heyrð eg Jón prest halda einhverja ræðu. þar sem eg stóð í horninu til vinsrti handar innúr dyrunu Sjálfsagt hefur þó aðalathöfnin farið fram í sjálfri kyrkjunni en ekkert man eg um það. En var kalt kalt var Orðaröð breytt með uppskrifuðum tölustöfum. þann dag þó kominn væri júní. Stormur og kalsarigning.

5 júlí- já elsku systir. þó sumar þessar gömlu minningar okkar séu sumar blandaðar sársauka, og manni finnist þær undarlega áleitnar. Skyldi það ekki vera af því að maður sé að verða barn í annað sinn. sviðans galt minna um miðbik æfinnar meðann lifsbardaginn stóð hæst; munurinn sá; - að nú skoðar maður minningar sínar í anda lífsreynslunnar og ekki nema holt að nota þær til að bræða klakann, sem baráttan brynjaði mann með. Þó erfitt verði manni stundum skilja þá nauðsýn, að ganga í þeim klakakubl. Einusinni sem oftar, þegar eg var að virða fyrir mér síðustu kveðjur. og hvernin henni móður okkar og mér og ykkur systkynum mínum hafi þá verið innanbrjósts. og þegar eg hugsa um alla þá ylstrauma sem þið hafið beint að mér fyrr og síðar. þá muni klakastakkur minn hafa verið ærið þykkur. Eg bið þig fyrirgefa mér að eg brúka þetta kalda orð, er eg ávarpa þig; svo viðkvæm og hlýja sál; og ekki bróðurlegt, því ekki hefur þú dregið þig í hlé að að komast komast að Orðaröð breytt með uppskrifuðum tölustöfum. innri ylnum, enda aukið hann að mun og hjalpað mér að finna fleiri sólskinsbletti en ella; og þó eg hagi þannig orðum, er það ekki á kosnað þeirra, sem fylt hafa þann flokk með þér. En þó brynjan sé nú til og frá farin að gefa sig þá og margt innanundir leyti útgöngu; þá verður að vísa mörg til baka og annaðhvort ”brenna það eða ”breyða yfir það hráu húðina„ Aldrei t fyr hafði eg heyrt um þessi umæli og ósk föður okkar í banalegunni; og álakanlegt að ekki var hægt að gera til

raun að hún yrði uppfylt. Nei; það hefði komið í bága við ráðmennsku sumra ”höfuðpresta„. já fatæktin var eflaust mikil, og 3 ómagar, undanskil þar þig og mig; og skrifað stendur það í einu bréfi til mín að fasteign föður okkar 1/4 jarðarinnar hafi verið skuldlaus og aðrar skuldir mjög litlar.„ En svo þýðir ekki að vera að fást um það nú. en þó vildi eg þú segðir mér meira um þetta. Enkum hvað bróður okkar hafi vaxið í augum. og hvaða utanað áhrifum var beitt við hann. því ekki get eg sætt mig við það að þeirri ”klæðaskipting„ hafi ollað fátækt eintóm, þó vitanlega hafi verið talin aðalástæðan, og mér finnst óhugsandi að br. hafi ekki látið fleira en það uppi við þig, úr því hann hre hreyfdi því við þig á annað borð, þó vel geti eg sett mig í spor hans; Þegar eg virði fyrir mér sitt af hverju sem eg man um hugsunarhátt. þeirra tíma. þó varlega ætli maður að lasta hann, því lítið sýnist sú fylking hafa fækkað enn. ”sem útsigur ekkjur og föðurleysingja„ Og ekki er eg í miklum vafa um það, að hefði bróðir árætt að ”róa þar í fátæktinni„ að ham hefði með tímanum getað orðið eigandi að Haganesi öllu ekki síður en Neslöndum. annar eins elju og dugnaðmaður, og hann reyndist um æfina. og vist hygg eg að móður okkar hefði orðir sú ráðstöfun geðfeldari en að vera undir aðra gefinn sem vinnuhjú (þó systkyni hennar ætti í hlut.) eins og hún varð að gera í 8/ ár áður enn hún fluttist með þér í Garð 82. Eg veit eg orðin óþarflega margorður um orðin hlut. En veit þú virðir mér það til vorkunar

þegar þú athugar, hvað þessi orð föður okkar komu að mér óvörum þó fram borin fyrir rúmum 59 árum. En vel gét eg skilið það þó móðir okkar dyldi það, því valla hefu hafa þau horfið úr hug hennar. egn óttast að við systkyni bróður okkar legðum fæð á hann; og orsakað syfjaslit? en nú erum við ”eldri en tvævetur„ og ættum því að geta yfirvegað atburði lífsins með meiri gætni . Og þakklæti mitt til þín, sendi eg þ í fullum mælir fyrir að dylja það ekki lengur; fyrir mér; Þar, sem þú minnist afa gamla og akomendur hans, og vonskan í karlinum sem hefur farið með hann í gönur. Þegar hann var að hefna sín á kerlingu sinni fyrir brixlyrðin um ”seinlætið„ Þar kemur þú líka með nafnið á fyrstu konu hans, sem eg var búin að gleyma, og fleira; sem rak mig á rassinn. svo eg hló á setunum eins og ekkert hefði ískorist. og vel ánægður með úrskurð þinn. Enda þegar eg hef verið að minnast á ymislegt í bréfum, sem eg finn eg er ekki vel viss á læt eg það fjúka. þvi eg veit að þú og þið leiðréttið það, og það gerir mig ánægðan. Eg stóð í þeirri meining að; að eldri börn Helga hefðu öll verið eftir fyrstu konu hans, n.l. þar en ekki neitt komist til aldur aðf þeim, er hann átti með miðkonum, sem mig minnir að mamma segði mér að hefðu verið 2 eð 3. og daið ung. en ég var mjög ungur þá. og ruglast í kollinum á mér Leiðinlegt er það, að enginn skuli vita neitt um ætt Krístinar

fyrstu konu Helga, eð um lífsferil hennar. Þú nefnir ekki um ætterni Þuríðar jú Þú segir hana Árnadóttir, enda ekki von að þú týnir alt til, sem þessi forvitni bróðir þinn, er að rella um. Máski Hjámlar bróðir geri það, enda vinnið þið í sameingu í því að fræða mig og gleðja. Gaman hefði eg af því, ef þú gætir sagt mér eitthvað um afreksverk, þessar bræðra Jóns og Kristjáns, sona Ara og Þuríðar sem þú segir, að ekki hafi verið taldir heldur ”Vesalmenni„ Hefur þú heyrt nokkurn tíma talað um það, að kona ein, sem á að hafa verið uppi, í Mývatnssveit, um sama leyti og Helgi afi okkar, sá er sagði mér. mynti að hún hefði heitið María; og setið yfir, og stundum; fyrirfarið börnum, sem hún tók á móti. sérstaklega þeirra fátæku. og fólk séð þau börn ganga í hópum á eftir henni. enkum er hún gékk í kyrkju!! Hún hefði átt son, sem hét Kristján sem hafði slæmt orð á sér. og sá sem sagði mér Þessa Hlægilegu dellu, sagði að sig minnti að þessi kona hefði verið kona Helga á Skútustöðum. Enn bætti því við að hann tryði því ekki; og því samsynti eg með honum!! en segi þér þetta að gamni mínu og þú getur brosað að því líka. því það er gott synishorn af því eins og Jónas kvað forðum, ”Öllu er snúið öfugt þó; aftur og fram í hundaró„ Þegar eg heyrði þetta datt mér Knella í hug og sögurnar, sem gengu um hana Ekki varð dauðdagi hennar, rólegur hún hafði kafnað í reik í kofa, sem brann og Halldór og hún bjuggu í skammt frá þar sem eg átti heima fyrsta veturinn minn í þessu landi

það fékk eg að vita að þess saga hefur verið á lofti í Mývatnsveit og víðar um það leyti sem við vorum fyrst að líta í kringum okkur í heiminum. þó aldrei bæri hana fyrir mín eyru fyr en hér í álfu; og vitaskuld legg eg engan trúnað á hana, að öðru leyti en því að vel kannast maður við svoleyðis húsganga - þegar maður rifjar upp eldri tíma oftrú og ofyrirleytnar getgátur sem altaf hafa þolnustu flugvængina, og þá er ekki að efa flýtirinn! Heldurðu eg hafi brosað þegar þú sagðir mér það að Guðlaug móðir Jónatans í Hörgsdal hafi verið systir Sigm. í Belg, og þá auðvitað Hörgarir vaxnir áf sama stofni og við! ”Eg segið það satt, mér lá við að bölva þegar eg kraup niður að altarinu„. Þegar var að fara í kringum söðpottinn í því f sem eg minntist á sagnfræði Harmagrats!! sé eg að þú hefur v kannast við orðróminn. Þú minnist ættartölu Gamalíels afa okkar Er hú til í samhengi? Hafið þið hana? ef svo væri mynduð þið senda mér hana; annars hefur mér komið í hug að skrifa Indriða, ef hann hefur betri aðstöðu í því en þið. Hjálmar br. hefur sagt mér hvað ætt hans G. n.l. hefði verið rakin langt og einnig nokkra liði. En þó þetta, eða sumt af þessu gamla sem við erum að rifja upp, sé ekki að öllu leyti hárétt, sem líka er nátturlegt, þá er samt gaman að grúska í því. Og það, sem maður veit að er rétt í því, er að mér finnst bæði skemtilegt og fróðlegt. og sleppi þessu hjali núna.

Eins og þú getur nærri, þá mætas landar hér í álfu svo að segja frá öllum sveitum Ísl. og berst þá sitt af hverju á góma, sem maður hefði máski aldrei heyrt þó maður hefði eitt æfi sinn heima, jafnvel þó sumt af því hafi gerst í grend við mann meðan maður dvaldi þar, og bæði undan og eftir en það sém skéður eða á hafa skéð nærri æskistöðum manns. Varir lengur í hug manns en ella. t.d. sagði maður einn hér vestra mér það, ”að bræður nokkrir, sem við Þektum, en þó eldri enn við og en okkur þó óskyldir, að eg held. hafi lent í því að flánsast við gamlan mann og útúr því spunnist sú saga að það hefði orðið honum að fjörlesti„ Sá, sem sagði mér þessa ótrúlegu sögu, hélt því stíft fram að hún væri sönn. Sagði ég honum eins og var, að ég hvorki hefði heyrt hana og hefði heldur enga ástæðu til að trúa henni. En kemur til þinna kasta. og segja mér, hvaðr þú heldur að hún geti átt heima. Nöfnin verða að vera óskráð í þetta sinn. Heldur brosti eg hjartanlega að opinberun gamla frænda; og innleggi!! h000i hanns í Hallssons ættina. Skyldi það nokkuð sverja sig í ætt hans og - Mikið að kallinn skyldi trúa þessu á sjálfan sig. Hvar skyldi Eðvald hafa verið þá og fl. sem og hvar er hann nú. Bensi hefði vist mátt segja eins J. T. forðum. ”Þú lætur alla d.....„!!!

Segðu mér næst, eitthvað um hvernin fæn frændfólkinu á Litluströnd líður; og hvað Steinþór skyldi þar eftir í buinu! Versla ekki allir Mývetningar við Samvinnufélagið? Það er 11. júlí. Sólskin og nokkuð heitt, Þó knappur stormur á vestvestan og mikið þrumuveður og eldglæringingar í gærkveld.

Eg var í dag að lesa í ”Tímanum„ Kröpp eru kjör„ eftir góðskáldið á Arnarvatni. Las hana upphátt fyrir Línu og urðum bæði hrifin. Þar eru að okkur finnst sannarlega hreinir drættir í efni og máli, al og líka nýnæmi fyrir okkur að sjá eitthvað í blöðum eftir suður Þingeyinga um leið las eg líka: ”Að trúa á lygina„ eftir Landlæknirinn Báðar þessar greina; munu velgja hræsni og ódrengskap undir upp uggum. Las þá grein í rúmi mínu í gærkveld, og þegar eg var búin slökkva ljósið, byrjuðu myrkraverkin að vanda. og hérna læt eg part af þeirri kveldbæn! mér og þér til gamans

Yfirlæknir Ísalands, að því eins og fregnir sanna.-

að lýgi allra lækna og hanns, lækni - fjölda manna

N.B. Og í því falli, um-að-gera, að eiga mikla trú.

Þær í samfylgd þurfi að vera þá, sem fyr - og nú.

Já eg þakka þér fyrir vísurnar sem fylgdu eg hef mikið gam af öllu því dóti. Eitthvað þess konar mun hafa fæðst hjá dóttur þinni, þegar hún var ein í Höfða að príða býlið hans Héðins. Aldrei hefur þú minnst neitt á það; að dætur þinar og Dóra skyldu láta alla pilta ganga úr greypum sér, þó suma þeirra sé nú betra að vera án og naumast hefur þær skort biðla og vel viti eg það að nóg séu verkefni fyrir þæra að hlynna að sinum og fallega gert; en þó ekki alskostar eðlilegt. ekki sést ef góðvild manns er misboðið; eins og of oft virðist vera. Eg drap á þetta fyrir mörgum árum í bréfi til St. br. og en og lét þar í ljósi að mér fyndist það eftirtektavert hvað margt ungt fólk væri ógift t.d. í sveitinni. og gat þess um leið að orsökin myndi aðalega

sú hvað þröngbýli væri þar mikið; og því lítið ölnbogarúm og ást til æskustöðvanna einnig, sem hamlaði því að leita utar og víðar; en hann nefndi þessi umæli mín aldrei og máski rétt, því þetta er vitanlega enkamál hvers eins, og ekki heldur nein áskorun frá mér; heldur baðstofuhjal milli mín og þín. Síðan eg skrifaði þér síðast hefur enginn breyting orðið á högum okkar frændaliðinu hér. Nú á annan mánuð hafa skipst hér á ofsahitar og þrumuveður og stórrignar mikið meiri undanfarin ár og flugur með meira móti eins ætíð í þesskonar veðurlagi. En grassprett ágæt en ekki þó byrjaður heyskapur vegna óstöðugrar tíðar. Það Nýdáin hér íslensk kona rúmleg sjötug, var hér nágranni okkar í mörg ár og okkur hugþekk af viðkynning. Hún hét Guðbjörg Eyríksdóttir Hún og maður hennar eru á sömu opnu og við Lína í Landnámþáttunum. Maður henn lifir enn rúmlega áttræður og blindur um mörg ár Hún heimsótti okkur vanalega einusinni á ári eftir að þau settust að í bænum; og höfðum þá ofast optast miklar samræður; enda var hún skarpskinug og hreinmælt; ekki var hún kunnug um ætt sína, en var svo nauðalík í andliti og ymsum svipbrigðum Jóni Hinnrikssyni, að hann kom altaf í hug minn er við sáumst, en hún vissi skammt til baka í ætt sinni og eg enn skemra með ætt hans. Það er sonur þessara hjóna, sem hefur verið hér stundum í kvonfangserindum; og útlit fyrir árangur, þó óh0pt sé bandið ennþá. Hann heitir Guðmundur. Kristín Þorsteinsdóttir sendi mér ”nýlega vísuna suður-sveit, sem hún segir að fundist hafi eitt sinn á Álptavog. og könnumst við við þær, samt var eg buin að gleyma þeim flestum en hún skrifaði þær eftir minni sínu en mundi ekki Apt Alptagerðisvísur 2 að hana minnir um Sigurgeir Þorláksson, og ein um Kristján föðurbróðir sjálfsagt kann Dóra frænka þær. og þætti mér gaman að fá þær og ef þið munið þær ekki hinar þá gætt skyldi eg senda þær

mig minnir þær væru eignaðar Kristbjörgu ekkju Jóns á Strönd, sem hann var víst dáin áður en við mundum eftir okkur. Þær eru nú ekki efnisríkar en þó gaman að rifja þær upp. Ekki hef eg séð þetta 111.ta hefti aðf ”Stuðlamálum„ Þú og þið Hjálmar megið alveg gera hvort þið viljið með að senda eitthvað af vísum mínum þangað. eða eitthvað annað. Sjálfum mér finnast þær svo, sem hvorki verri né betri en mart annað, sem maður sér oft prentað af bundnu og óbundnu léttmeti. ”Mart er sér til gamans gért„ aldrei höfum við haft ”Telifón„ né ”Radío„. Börnin okkar hafa stundum verið hugsa um ”Radío„ enn eg hef dregið úr því, nema þau gætu þá selt ”Grafofóninn„ Trúað gæti eg því að, fólki fyndist þetta ”Radió„ nokkuð kosnaðar samt í viðhaldi. Einstöku maður hefur fengið sér það hér en þau þegja tímunum saman því þeir hafa ekki við að kaupa ”Batteríin„, sem eru fæst af þeim búin til í því skyna að verða langlif. Ethel Brown. hún er að fara heim til foreldra sinna núna búin að vera hér hjá okkur síðan í janur og kemur máski aftur, ef Stjana heldur áfram að kenna. og mamma hennar getur mist hana. Eg held þeim líði vel, og eins Aðalbjörgu. Það kom bréf frá henni í gær; Það er búið að ferma elstu börn þeirra Grace elst. og Robert Þórarinn, nú í vor. Annars eru börn okkar dálitið kyrkjulega sinnuð. f og mega má víst þakka það mömmu þeirra. Því karlinn; Þó hann sé að heita má hundheiðinn. Þá hefur hann ekkert bannað þeim eða beðið í því til00tiliti Aðalbjörg segir að Nanna Tryggvadóttir, frá Litluvöllum, hafi nýlega verið flutt á tæringarhæli. Hún er gift kona og býr skamt frá dóttur okkar. Þú munt kannast við han.

15 júli og mál að slá botn í þessa botnleysu. Þó ætlaði eg að segja þér margt fleira. Í dag er sólskin og norðan andvari og ekki mjög heitt. Björn og Þorarinn Arnína og bóndi hennar og fleira ungt þ0fólk, er í bænum í dag við knattleik á mott móti íslendingum þar. og á trúi eg að heita nokkurskonar. íslendingadagur.

Við Lína og Stjana hér ein heima í dag. Og s0n komu hér í gærkveldi 2 drengir, sem segast ætla að fá að vera hér í kring í faeina daga og skemta sér í skólafríinu. Númi sonur Helgu okkar og jafnaldri hans ”Cleme

Bradly Morris. Þeir hafa tjald og nesti og byttu og net, og segja ætla veiða í það í það Gullaugi fyrir sig og okkur og fá svo mjólkursoppsopa í staðinn. Eg spurði Núna hvort hann héldi nú að þeir myndu , sofa rólega fyrstu nóttina í tjaldinu? já hann var nú ekki ”banginn„ um það. En í morgun voru þeir komnir hér rétt áður en við komum á fætur, og voru kátir og brattir. og sögðust hafa sofið vel, já og borðuðum morgunverð kl. hálfimm, svo ekkert hefur orðið af morgundúrnum sagði eg hlægjandi. því eg veit frænda þykir hann góður eins og mér Þegar eg var á hans reki, hann var 15 ára 28 mars s.l.

Það er nú ymislegt í þessu bréfi mínu, sem best væri að engin sæi nema þá bræður okkar. Því ekki vildi eg að það kæmist á gang að eg væri vekja upp gamla drauga hér og senda þá til Íslands og eg en ég veit nú samt, að þó segi þetta að þú hefur ”Saltarann„ til reiðu, þegar á þarf að halda.

Alt frændfólkið þitt sendir þér kveðju sína

Vertu sæl! hjarkæra systir! Þinn einl elskandi br.

Þórarinn Stefánsson

P. S.

Bráðum kémur bréf, það dreymdi mig fyr 2m nóttum eg var að að synda á álunum komst uppí byttu og til lands sá uppí þorbjargarhólma. Þegar eg kom í land og inní eitthvert hús, var Jakob Hálfdanarson þar fyrir. Fanst þetta framundan þar sem br. býr. Ekki sá eg hann. fannst þó einhver vera í ferð með mér

. Þ. S.

Myndir:123456789101112