Nafn skrár:ThoSte-1934-03-07
Dagsetning:A-1934-03-07
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Winnipegosis Man.

7. mars. 1934.

Elsku systir min! Eg sé þegar ég var nú að líta á minnisbók mína, að það stendur illa uppa mig bréfaskuld frá árinu s.l; en sérgæði mín haft þar yfirhönd. og verið að bíða eftir svari við bréfi, sem ég sendi þér 25 ókt 1933. ásamt ættartölu G. afa okkar. Samt fékk ég með góðum skilum 11 Nóv. Hlin; vefnaðarbók og nýja ljóðabók J. Þ. frænda. Sú sending og nefnt bréf frá mér hafa því verið á ferð á sama tíma og þá hefði ég átt að svara þér strax en þó ég og við værum þér innilega þakklát fyrir það; þá var þá, svo skammt liðið frá því að ég hafði sent þér línu, Þó vona ég að þú nú sért búin að frétta í gegnum bréf til Hjálmars br. um bókasendinguna. Það bréf sendi ég 23. jan s.l. ef ég hef þá ekki gleymt að biðja þhann að skila því til þín? Það bréf ætti hann að vera búin að fá nú. Og 23 Febr. s.l. fékk ég bréf frá honum, skrifað um ”Þrettándann„ s.l. og þó það væri nú ekki skilað beint til þín þá veit ég að þið lesið það í sameing og takið það (eins og ég ætlast til) viljann fyrir verkið. og þó það sé nú ekki full bót í máli fyrir mig. þá hef ég ekki setið alveg auðum höndum við skrifborðið síðan um n.l. áramót. Enda hafði ég þá fengið fleiri bréf, en vanalega á þeim tíma bæði frá góðvinum mínum hér og þá rétt fyrir jólin kom fróðlegt og langt bréf frá Halldori br. og var að svara því milli jóla og Nyjárs. sendi það 30st des. þ. á. og meðan ég var að skrifa það kom bréf og mynd frá J. H. frænda í Yrti Nesl. og í því annað bréf frár Björgu systir hans; þeim báðum hef ég nú svarað honum 6tta jan sl. henni 23. Febr. s.l.

og eftir því hef ég skrifað 4 bréf heim síðan um áramót. og nú byrjaður á því 5mta svo að ef þú lifir að sjá þetta, sem ég vona, þá veistu að ég er enn bráðlifandi, og hef það til að raupa, ekki sist þegar mér liggur á að fl fara í flæmingi undan samviskualeitni; og nú er mál að slá botn í þetta ”Exendíum„ nærri því eins langt og hjá ”Vídalín gamla„. bara máski ögn minna andríkið!! Þó mart komi í hugan, þá kemst lítið af því á pappirinn; en líklega af því, ég sé gengin í barndóm? herja meira á mig gömlu minningarnar. Þær sorglegu er mér þó ekki um að hafi yfirhönd, þó eiga þær sinn rétt, og sé gætni og skynsem látin fjalla um þær þá er óþarfi að bæla þær niður alveg; til d. var mig að dreyma föður okkar nóttina fyrir fyrsta þ.m. þótti mér við vera staddir á auðu vatni sinn á hvorri bytti og vegna veðurvonsku fanst mér hann myndi vera í hættu svo þegar ég alt í einu þottist vera að gæta að honum, sá ég hann fljóta rétt undir yfirborði vatnsins á bakiin og vera drukknaður, ég náði strax í hann og var að koma honum uppí mína byttu og þótti hann vera í kaffibrúnum slopp og buxum; við það vaknaði þetti er ekki merkilegur draumur, og segi ekki frá því vegna þess; en oftast fæ ég einhver hugskeyta að heiman þegar bréf eru á ferðinni þaðan, og í gær kom það hug minn þegar eg leit á veggalmanakið að þá væri 60 ára dánar afmæli hans; nú á Þriðjudag og á Þriðjudagsnótt lagðist hann banalegu sín en dó á Laugdagskveld n.l; og 8. nóv. s.l. 40 ára dánarafmæli móður okkar 2 nóvember varð s.l. varð Helga okkar 40 ára; og hefði hún eflaust verið skirð Björg, hefðum við þá verið búin að vita um andlát mömmu okkar. Hún heitir Helga Sigríður. seinna nafninu bættum við, við af því að hjá okkur var meðan Lína lá unglingstúlka með því nafni, og sem óskaði eftir að barnið bæri sitt nafn líka; og gerðum við það með ánægju

því hún hafði oftar en þá verið okkur hjálpsöm á ymsan hátt; og þar að aukt auki, skyld í föðurætt okkar n.l. dótturdóttir Jóseps hálfbróðir föður okkar. Þessi stúlka nú dáin fyrir mörgum árum þá nýlega gift í Dakota D Foreldrar hennar dáin þar líka. Hann fyrir mörgum árum en hún nýlega; hún hét Halldóra: ”Halldor og Halldóra„ er næsta fljölmennt í föðurættinni síðan á dögum langafa okkar í Neslöndum. Jón maður Halldóru sem ég nefndi, og faðir, ”Sigriðar„ ofandnefndar. Var Hjálmarsson og Sigríðar systir gamla Jónasar á Helgastöðum. þá er að minnast bókanna, sem okkur þótti vænt um að fá í jólagjöf. En þó ég þykist nú hafa einusinni haft dálítið inngrip í vefnað, þá botna ég minna en ég vildi í ”vefnaðarbókinni„ þó saka ég ekki höfundinn um það. því bókin er sennilega í fullu nútímgildi, þó mér verði ekki matur úr henni, eins og þú skilur. En ”Hlín„ er ágæt að okkar dómi og með fljölbreyttasta móti. og þá kemur nú ritdómur minn um ljóðakverið hans J. Þ. frænda; og af því mér finnst ég sjálfur vera ljóða vinur, þá vil ég senda þér sérstakan bróður koss og þakkir fyrir að senda mér hana og sennilega hefur svo verið með hann (höfundinn) eins og marga aðr annar svo marga aðra að ”yrkja sér til hugarhægðar„ fremur en að ljóðafákur hans yrði álitinn stórskígur stólpagripur. En hann er fótviss og lipur, með léttann svip; og bið þig að skila kveðju minni til hans með þökkum fyrir lesturinn.

X Segðu mér eitt. Hefur nokkuð orðið ur því, sem þú minntist á við mig að stæði til að héðan að vestan yrði sendur maður maður til að kenna segjum Mývetninga þá aðferð, sem tíðkast hér við fiskiveiðar sérílagi við notkun áhalds, eins, sem þægilegt er við að

leggja net undir ís? á hérlendu máli ”Jigger„ frb. djiggir. hefur fleira en eina þýðing meðal annars að dansa; ekki fyndist mér fjarri lagi að kalla það á islensku, Spyrnir eða sjálfspyrnir. Þetta er uppfynding Ílendings, sem var hér í Winnipegosis í mörg ár og dó þar 1918 minnir mig og var ég honum vel kunnugur, Hann hét Þorkell Gíslason. ættfært hann get ég ekki. En Gíslína kona Einars. H. Kvaran er systir hans. Við hér eigum þetta áhald og búnir að brúka það í mörg ár. fyrir 2-3 árum sendi ég í bréfi til nafna míns í Nesl. ”botnlausa„ lýsing á því; ”botnlausa vegna þess að þegar ég fór að s00ð áhaldið, vantaði í það stykki, sem týnst hafði þá um haustið undir ís, hjá drengjum mínum við netjalagning, og ég mundi þá ekki í svipinn stærð þess og lögun. Þá hafði eg í huga hvað þægilegt og fljótlegt það gæti verið við að draga fyrir undir ís. en síðan ég athugaði það betur myndi það ekki geta skriðið undir ísnum, nema þar sem 4 feta djúpt vatn væri frá botni uppundir ísinn. Það gerir járnstöng sem liggur niður úr því. má að vísu hafa hana styttri, en þá minkar það hraðann; - tilsvarandi. en við netjalagning þar, sem er 4 feta dypi og þar yfir er það kosta þing. Þegar ég var a ðskrifa bréfið, sem ég sendi þér 23 okt og gat hér á undan; og hefur verið óslitinn snjóatíð síðan að kalla má, en ekki langstæð hörð frost nem um jólin og dagana fram að Nyjári, svo voru minni frost fr til 20st janúar þá kólnaði meir aftur; en seinustu dagar Febrúar voru mildir og snjór seig þá talsvert, en þessir dagar af mars hafa verið kaldir en þó sólbjört veður. nefnalega ”þurrafrost„ Heilsufar almennt gott; og hér hjá okkur allir við góða heilsu utan Ellikellu brellurur af og til við okkur Þau gömlu. Eg gat dálítið nákvæmar um það í bréfi til Bjargar frænku í

bréfi til hennar nýförnu. og mun hún sýna þér það, svo ég læt við það sitja í þetta sinn. Hjálmar br. segir í þess nýkomna bréfi til mín að hann haldi að þú munir hafa skrifað mér snemma í vetur, ef svo er þá hefur það ekki komið til skila enn. og kemur því líklega ekki hér eftir; enda átti ég ekki skilið að fá fleiri bréf frá þér á því ári, en komin voru. það fyrsta meðtók eg 3.ja jan; annað 14 maí ásamt myndaspjöldum þriðja 27 júni á giftingarafmæli okkar. Fjórða 3.ja okt og er það vel af sér vikið. Eingin viðeigand orð finnst mér eg hafa þrek til marka niður, fyrir þann fádæma góðvilja og og órjúfanlegu trygð, sem þú hefur sýnt þessum týnda bróður í fjarlagninni og eins langt og ég man til. Fleiri orð þarf ég ekki að hafa við þig um það; Þarf ekki að túlka það mál fyrir þig eða annað, þú hefur sjálf lesið það og túlkað fyrir mig og fleiri mín er óhætt að segja alt þitt líf. Eg þarf ekki að taka það fram; að þó ég hagi nú rétti þér þessa margverðskulduðu viðurkenning, sem þó er eins og hálfkveðin vísa) er ekki á kosnað systkyna okkar látinna eða lifandi, sem öll hafa meira og minna sýnt mér sama hugarþelið; og marföld þökk sé ykkur öllum fyrir það að ég hafi haft vilja til að mæta ykkur í því tiliti á miðri leið, og ekki látið ykkur vanhöldin frá minni hlið. vaxa ykkur í augum. vaxa ykkur í augum vanhöldin frá minni hlið. Orðaröð breytt með uppskrifuðum tölustöfum. Svona fæðast nú hugsanir mínar á afturfótum!

Áður en ég gleymi því, vil ég geta þess að Hjálmar bróðir nefnir ekki að þú hafir verið búin að fá þetta áðurnefnda bréf frá ókt. s.l. og setti það ugg í mig vegna þess að í því var ættarttartalan, sem þú baðst mig að senda þér aftur og yms umæli mín í sambandi við það að vísu ekki mikils virði, en þá sending var mér þó ant um að kæmi til skila og í þeirri von dvel ég þangað til síðar. Og ef svo er að það hafi glatast þá láttu mig vita það við fyrsta tækifæri því ég sendi ég þér

afskrift af þeirri, sem ég tók af þinni afskrift. - því ég ætla mér að vinna meðan dagur er„ og því má ég fagna því enn er dagur um, alt loft; og nú kom í hug minn eftirminnileg upphrópun, er ég las (fyrir löngu, og gleymi henni naumast); í ritgerð eftir séra Fr. Bergmann heitinn þegar hann var búinn að brjóta af sér afturhalds-trúmála-klafann: ”Guði sé lof, nú er dagur um alt loft„. Þó þessi vetur hafi verið, snjóþungur og leiðinlega langur af því hann byrjaði, svo óvanalega snemma. þá hefur okkur liðið eins vel og hægt við gátum búist við með fólk, sem altaf hefur farið lítið fyrir í mannfélaginu. Húsnæði; ljós og hita föt og fæði fyrir okkur sjálf og skepnurnar. Og andlegu þarfirnar fengið sinn skerf, því f nóg er til að lesa; víst ein 8 blöð Heimkr; Lögb; Dagur; Tíminn; og vist ein 4-5. ensk. og ég veð í gegnum þetta altsaman. Því lestrargræðgi mín er óstjórnleg síðan ég hætti að verða að gagni!!

Held mig því mest til í grend við ofnhitann, og kindi hann óspart, fer samt út enn á hverjum morgni, hvernig sem veður er uppdúðaður, því ekki má mér nú orðið verða kalt, Þá er óðara hlaupin í mig einhver - ”innan-skömm„! tek mer gönguprik ef hálft er á fjósljóðinni. Gef kúnum og hjálpa til að mjólka fer svo heim og aftur og borða haframélsgraut með nýmjólk úta. Ekki samt í 3ja merka skál, heldur ofurlitla slettu á disk. því maginn kærir sig ekki um meira; svo fer ég út aft og geng á ”beitarhúsin„ þau eru um það 200 faðma í suður frá húsinu þar er logn þó stormar séu því þau eru þar í Skog háum og þykkum skógji, og þegar nýfallinn snjór er þá geng ég þangað á skíðum; og það minnti mig á beitarhúsagöngu. Þar höfum við 2 kindahús; og kálfa á fyrsta ári

ekki þyki mér nú eins gaman að koma inn til þeirra eins og kindann, en vonaraugun og sakleysið í svipnum er svo augljós, að ekki er um að villast; en að koma inní kindahúsin, finnst mér svo háíslensk, og eg tala nú ekki um lyktina sem leggur þar á móti manni, eins og í gamla daga, og nú þyki mér vænt um, því eg sé þú ferð að hlægja; við að lesa þetta; og ég vil vil þar enn, vera með þér, eins og í gamla daga því til vill það enn. að ég get h00 hlegið mér til hollustu; Svo ég haldi nú áfram með afraksverkin!!! fer ég næst að kljúfa í eldinn og fer h00 inn og kúgfylli 2 skor stóra kassa, og dugar fyrir sólarhringinn. Sest svo inni við ylinn og fer að lesa, eða skrifa, og nú um tíma gríp ég stundum í það að prjóna það hef ég aldrei gert síðan ég var drengur í Garði, og lærði þá að prjón smábandssokka og herti mig altaf meir, þegar gamla konan kom og hafði það til leggja hendina á vangann á mér, og segja ”blessaður anginn„ Eftir miðdag leysi ég kýrnar og þær renna slóð sín niður að vatninu og drekkar allar úr einni vök. Samt brynnum við þeim kúnum inni sem við mjólkum, í vondum veðrum. En fyrir vana, drekka þær altaf meira ef þær fá að k drekka úr vökinni. Á seinni árum hef ég haft það fyrir reglu að mjólka þær um kl. 5 að kveldi og gef þeim kveldgjöfina þá um leið; og þegar það er orðið að ávana mjólka kýrna alveg eins vel; og þó tíminn sé nokkuð langur frá því til næstu gjafar, eru þær enn að jörtra kvöldmálin þegar komið er í fjósið á morgnan, sem er oftast um kl. 7. Tveggja ára gripi og eldri, fá sitt fóður úti, í góðu skjóli í skögnum, verða vel loðnir og hafa möð og sinu til að liggja á og troðfullir altaf ef passað er að gefa þeim nóg og það meira nokkuð en ef þeir væru hýstir; eins og náttúrlegt er. Lík eru kindurnar þær alla daga að mata sig; en hýsi þær flestar nætur og mest vegna þess að, sú tegung sem við höfum hefur snögghærða fætur. og kvenka sér af því þegar mest eru frostin, og ég gef þeim vanalega inni á

morngana; af því við ljúkum svona snemma við kveldinverkin gefur það bæði okkur piltunum og kvennfólkinu lengri og frjálsari tíma að kveldinu. Kvöldmat kl. 6 og kl. 7. er dagsverkum lokið; þeirra og okkar; og hver getur þá eitt kveldinu eftir því, sem honum sýnist Stundum þegar gott er veður fara fer þá unga fólkið að gamni sínu á næst hús, og við gömlu hróin hokrum þá ein á meðan í næði og makindum eins og vera ber. Kunningi okkar, sem dvelur hér annað slagið og ég dráp á við þig í bréfi í fyrra kom með spánýtt Radéó rétt eftir Nýjárið, og það skemtir unga fólkinu og okkur líka annað slagið. Flest fer það fram á hérlendu máli; svo við hin eldri höfum oft lítið gagn af því nema þá einstaka samsöngvum. En mikið af því, sem kemur, eru alskonar auglýsingar. og stundum samtöl af ymsu tagi, en illa gengur mér að átta mig á mörgu af því, mest bæði af því að ég er farinn að heyra verr en áður, og anna þó enn verra að fljöldinn af þeim, sem tala. frambera setningar með svo stjórnlausum flýtir, að um það ætti vel við segja ”að það sé eins og þeir gangi með sjóðandi graut í skónum„ Á Sunnudögum koma vanalega mest messur, og þá skil ég mér að gagni bæði sönginn og ræður prestanna því þeir tala vanalega hægt og allir hérlendir prédikarar, sem ég hef heyrt tala til söngla mjög andagtuglega á sömu tónhæð, þetta frá F - C. í einstrikuðu áttund„ En á Sunnudagskveldið var fengum við það nýnæmi að hlíða á mes íslenska messu frá Sambandskyrkjunni í Winnipeg. Séra Rögnvaldur flutti ræðuna, og talað svo stilt og greinilega að það var unun að hlusta á það. og mistum ekki eitt einasta orð af því, sem hann sagði. og höfðum líka gott gagn af söngnum, enda þekktum við að fornu fari lögin og suma sálmana og ekki síst útgonguversin, sem hann las fyrst, og síðan sungið; og

Það er 356 í salmabókinni. Þetta alt líkað mér vel. og við gömlu hjónin sátum á meðan hlið við hlið talsvert andagtug á meðan. Eg þóttist einusinni vera talsverður söngmaður en nú orðið á ég bátt með að koma upp nokkru hljóði, sem fellur við yngri raddir. En við orgelið líður mér vel og gríp í það annað slagið; því sá skerfur sem ég eignaðist af þeirri list. hefur löngum - og enn leyst klakaböndin frá hjartaholinu sem lífsfrostin hafa gert sitt besta til hla að hlaða í kringum það Þetta er vist einhver tegund af bölsýni, svo ekki er vert að tegja meir af því fram á sviðið.

11. mars. það er sunnudagur og ”sunnuskin;„ sunnankylja, sem boðar vin; Vorboðans 000 ylur, sem víðförull er, og vona að hann taki á fótum mér. Þú hefur gleymt að segja mér hver borgar fyrir blaðið ”Dag„ Nú er það víst 9 krónur árgangurinn, síðan það var stækkað; og vænt þótti mér um er ég sá að Sigfús Halldórs var farinn að rita í það. þó það séu enn aðalega útlendar fréttir. Eg þykist sjá að hann hafi enn leitt hja sér stjórnmálin. Mikið sárnaði mér það þegar ég heyrði um klofninginn í Framsóknarflokknum. Eg hef verið að reyna að átta mig á örsokum þess í ”Dag„ og ”Tímanum„ en finnst ég ekki vera fneitt nær um þær enn. Eg hef altaf trúað svo mikið á Tryggva Þórhallsson, að það sló mig illa þegar ég heyrði að hann hafði sagt sig úr flokknum. og hann muni hafa haft til gildari ástæður en ég hef en orðið var við. Er það Hannes sonur Jóns á Hvarfi sem rekinn var úr flokknum um leið og Jón í Stóradal? Það er nefnilega í grun mínum að í flokksseknum sé eitthvað meiri óhreinindi en ”Tíminn„ eða ”Dagur„ hafi enn kært sig um steypa úr honum. Og þetta er vist nóg um þau mál. Enda kemur einhver l gleggri skýring á þessu - að likindum þegar dregur

nær kosningum; og fer að sjóða útur grautarpottinum! En hvað sem upp kemur; þá er auðséð að Tryggva hefur gengið eitthvað til að fara úr flokknum; annað en valdafykn. Jæja elsku systir! Það er víst komið nóg af markleysum á þess blöð eins og oftar, og gleymt sumu, sem ég hefði átt og viljað segja og kemur ekki í hugann fyr en um seinann Eg hafði t.d. ætlað mér að minnast eitthvað á Hjálmar frænda frá Vogum, því við höfum nú nokkuð stöðug bréfaskipti, síðan hann heimsótti mig um um árið. Hélt lengi vel að hann og ”Guðfinna„ fyndu hvöt hjá sér að skrifast á, en sé að svo er ekki. Eg veit það að honum líður allvel. minnsta kosti efnalega eftir því, sem ég hef komist næst af umælum hans; og ekki kvartar hann, þó veit ég það að lífskjör hans hafa stundum verið tilfinnanlega þungbær. en sé nú, að það verður að bíða, í þetta sinn ef ég færi að minnast á það við þig. Eg er nýbúin að senda á stað blaðaböggul til Hjálmars bróður okkar. Lögberg fyrir Jan. og Febr. þ. ár. Þar með 2 gömul blöð, þó rifin séu, með myndum og æfiminningum þeirra feðga Jóns heitins Halldórssonar or Hrólfs sonar hans, og báðar held ég skrifaðar af ”Sigrús frá Múla„ Magnussyni. Hélt máski að þið hefðuð ekki séð það. Einusinni í bréfi, frá J. sagði hann að til væru eftir sig Leikrit, sem ekki ætti að byrta fyrr, en Sigfús og hann væru dánir. Nú eru þeir báðir dánir. meira veit ég ekki hvað þessu líður. En auðséð er það á bréfum Jóns að hann hefur verið bráðskýr maður og létt um að gera að gamni sínu. og geymi þau enn. Ef eg tóri sem ég auðvita ætla mér eitthvað enn. Þá skrifa eg H. J. bróður áður langt líður; eins og uppbót á þessu og því er ég sendi honum, næst áður. Kyssi þig í anda eins og fyr; á annan hátt ei svara eður spyr. Með hjartans kveðju til þín og þinna og allra hinna. Þinn erl einl. br. Þórarinn Stefánsson

Myndir:12345678910