Nafn skrár:ThoSte-1934-09-04
Dagsetning:A-1934-09-04
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

(Box 30) Winnipegosis

Þrd. 4. Sept. 1834.

Lokið við og sent á póst Sunnud. 9 Sept 1934 Þinn elskandi br. Þórarinn

Elskulega systir mín! Á sjálfann Höfuðdaginn fékk ég bréfið og þennann ljómandi uppdrátt af sveitinni okkar. Póstað á Skútust 29-8. annar endinn sprunginn til hálfs en innihaldið víst óskért það sé ég á bréfi, sem öðru sem þú hefur skrifað 29 júlí eða 3m dögum síðar enn þú sendir skrifar hitt, sem er svar við bréfi mínu skrifað í júní. Líka fékk ég bréf frá Björgu frænku í nesl; og bið þig að skila hjarta kveðju til hennar fyrir það, og þakklæti, og mun svara því ef ég tóri. eins fljótt og tækifæri býðst. Eg sé á þessu síðara bréfi þínu að hún hafi sent sitt bréf nokkru áður en þú sendir ”uppdráttinn„ og þitt fyrra bréf, enda kemur það heim, því hennar bréf er póstað 28.-8. og á því 7.5 aura frímerki og því afhent með fyullri borgun. En svo þegar ég ópnaði pakkann með uppdrættinum þá kemur bréf henna innanúr honum líka. Svo það að er auðséð að því hefur verið smeigt í pakkann einhverstaðar á leiðinni en hvar eða hvernig gat ég ekki séð, því rifan á pakkanum var ekki nógu stór til að hægt væri að stinga bréfinu þar inn, en en gat hún hún gat Orðaröð breytt með uppskrifuðum tölustöfum. auðvitað hafa verið stærri, en stytt með lími. En umslagið á Bjargar bréfi var að sjá alveg óskaddað; og fyrst alt þetta kom þó til skila þá er óþarfi að segja fl. um það, og eftir alt ekki nema skemmtileg tilviljun. Og segji þér og ykkur því frá því, sem slíku. Enda tókst ég allur á loft af ánægju; er ég meðtók þetta alt; t.d. að sjá blessaða sveitina okkar bjóða mér þannig sinn frjálega faðm. Eg finn sjaldan viðeigandi orð yfir fögnuð minn eða harm og mun svo fleirum farið. En það finnst mér ég hafa fyrir löngu skilið hvað erfitt það hljóta að vera fyrir ykkur, sem alt af hafið haft þessa dásamlegu mynd fyrir framan ykkur; að skilja til fulls hugrinningar og tilfinningar okkar

snerum baki við henni. Hversvegna, verður þá auðvitað spurt Þó veit ég að þú spyrð ekki hvað mig áhrærir. En hvað, sem er um það þá hafð þið systkyni mín; og þú ekki síst hefur sannarlega ekki legið á liði þínu að bæta þessum fjarlæga bróður upp, það, sem honum finnst hann hafa mist, Því þó sjálfur sé hann ekki aflagsfær af verðmætum, á neina vísu þa hefur hann vilja til að viðurkenna þau með góðhug og einlægni, ekki síst frá þeim, sem hafa þann sjaldgæfa hugsunar hátt að offra þau öðrum launalaust. Og það má ekki minna vera, þó ég einusinni fyrir alt, geri það fyrir sjálfan mig að reyna að gera þér skiljanlegt, Það, sem eg þó veit að þú skilur, hvað hjarta mitt er og alt af verð fult afðdáunar á innræti þínu og framkomu fr gagnvart mér. Einusinni datt mér það í hug að yrkja eina vísun um hvert okkar systkynanna, sem náðum að vax og lifa Það var held ég í fyrra um þetta; en fann það „að leirinn„ hafði yfirhönd, svo eg stakk því í eldinn, öllu að ég hélt en í gær fann ég þó í blaðarusli, það, sem komið hafði í hugann um Baldvin, og hef víst álitið það skást og gerir held ég ek hvorki til né frá þó það taki sér far með þessu. Þó það sé lítið annað en ellióra-samtýningur. Vísuna ”Tana„ kunni ég einusinni, og passleg handa ”Geira„ því sem mér fannst altaf fremur ómerkilegur. Þó er var það rangt að Geiri væri þunglyndur. En kátína hans var, að mér fanst, ómerkilegur glamrandi. Eg hef verið spurður að hvort hann hafi verið bróðir eða hálfbróð Kristjönu gömlu á Grænav. en það veit ég ekki. En þú munt geta sagt mér það. Hafi svo verið þá voru þau víst ekki lík í viðkynning. Eg þakka þér innilega fyrir leiðréttingar þínar og

upplýsingar í ættartölunum. Sé nú og var búinn að fá grun um það að ég væri rangur með það, sem mig mynti að móðir okki sagt. Því það hefur verið Herborg, en ekki ”Herdís„ sem hún hefur sagt mér frá. En umsögn sú er höfð var eftir B. móðurbr. vilti mig. En með sjálfum mér, held ég nú að þessi kona, sem sagði mér og hafði það eftir B. móðurbr. um að Baldv. í ”Kyrkjubæ„ h væri systursonur sinn; hafi verið mishermt. En B. móðurbr. eigi ekki sök á því því þó færi ungur úr Myvatnssveit þá hly hefur hann eflaust munað rétt nöfn á öllum systkynum sýnum; og það, sem í æfiminning hans ónákvæmt í ættfærslunni hygg ég s0ekki feil þeirra Margrétar Benidisksson; og Helgu frænku okkar sem auðvitað er mjög nátturlegt. Um Herborgar afkomendur hafði ég fengið greinilegar upplýsingar frá Sigríði konu Björns frá Narfast. og ber það alveg saman við það, sem þú segir samt er það víðtækara hjá þér; og með Steinvöru fyllir þú í eyðurnar þa hjá mér rækilega; t.d. hvar hún og Jón maður hennar voru síðustu lífsdaga sína. Kristínu Þorsteinsdóttir rámar að þeirra væri getið þ á hrakningi í Mývatnsveit þegar hún kom þar fyrst 7 ára stúlkubarn að við Krístín höfum minnst á þessa Steinvöru er af því meðal annars að við höfum kynnst hér, vestra, sumum afkomendum Sigurðar á Rifkellsstöðum ömmubróður okkar. þá ættfræðslu hef ég frá Hjálmari br. og þér. og auðséð á því að Jón og Steinvor hafa verið systkynabörn. Þegar þú segist hafa séð Helgu á Stórhamri; Þegar þú varst á Laugalandi. Þar minnir mig ég sæi hana líka annahvort um haustið er ég fór með þér þangað eða um veturinn þegar ég fór þangað að sjá þig. Ef þetta er ekki rangminni mitt þá er hún í hug mínum þannig síðan að hún hafi verið há og gild og fannst eins og maður segir, talsvert sópa að henni, en svo er lítið að marka

þá lýsing mína, því ég var dauðfeiminn við alla þar nema þá þig.

Þessir afkomend Sigurðar Rifk. sem ég gat um að framan eru ein systir, mig minnir hún vær kölluð Anna, en ég sá hana aldrei. Stefán Eyjólsson hét maður hennar og bjuggu nalagt Gardar N-D. nú bæði dáin. Bræður hennar 2. lifa Ásvaldur í ”Origon„ við Kyrrahaf, og Sigurður í Dakota, og búið þar altaf síðan Eg kom vestur; og honum kyntist ég talsvert meðan ég var þar. Sagði mér þá að h að hann væri afkomandi Sigmundar í Belg en hef gleymt hvernin. En held samt að faðir þessa Sigurð hafi verið bróðir Jóns mans Steinvarar faðir móðir Þessa Sigurar á Gardar hét Guðrún Ásmundsdóttir. systir Einars alþ. í Nesi. og dó í Dakóta fáum vikum eftir að ég kom þar. Var þá fyrir löngum gift seinni manni sínum, sem hét Bjarni Olgeirsson; og með honum átti hún. líka eina dóttur og 2 sonu; þá líka nærri fullorðin. Bjarni þessi hafði einusinni búið í Skriðu, en veit ekki hverra manna hann var, en það sem ég vildi fá svar við í þessu sambandi er hvort Sigurður faðir Sigurðar á Gardar og systkyna hans var bróðir Jóns, sem Steinvör móðursystir okkar átti? Jú vel man eftir Guðrúnu móðir Einars í Koti móa með hettuna sagði. Einar! En ekki vissi það að hún haft svona mikið uppahald á ”Njólu„ Hún þ hefur þáí ekki verið sömu skoðunar og Séra B á Grenjaðarstað, sem skammaði Jóhann tengdapabba

þegar B. komst að því J. ætti hana og taldi hana ábyggilegri bók en sjálfa biblíuna. En þá allir taldir heiðingjar, sem héldu upp á ”Njólu„ Þó ég muni ekki ekk neitt um þessa Aldísi dóttir Jóseps eða yfirleitt um afkomendur hans. Og það var af tilviljun að ég komst að því að Halldóra, og Guðný voru dætur hans. Það man ég glöggt að Halldór sagði mér; og Guðnyju kallaði hún systir sína, en hana þekkti ég mjög litið. Nú eru þær báðar dána. En þó við Halldóra kyntumst nokkuð þá varð aldrei neitt úr því að ég spyrði hana frekar um hvað hún ætti fleira af systkynum eða annað því viðkomandi. En bæði hún og maður hennar voru okkur hliðholl og góð, svo mér var var vel til þeirra. En skömmu eftir að við fluttum til Canada, sá ég fyrirspurn í Heimkr frá einhverri Guðrúnu Finnsen, og sagðist eiga heima í Selkyrk. Innihald fyrirspurnarinnar var að fá að vita hvar móðursystur sínar Halldora og Guðny Jóepsdætur Gamalielsson frá Haganesi væru niður komnar hér í Amiricu. Vissi ég gat svarað því en gerði það ekki strax en þegar eg sá að fyrirspurnin helt áfram að koma í blaðin skrifaði ég fáeinar línur þessari Guðrunu og sagði henni hvar ”nefnda„ frænkur hennar væru, og nafn mitt undir enn ekki pósthús. Jæa svo liðu árin og gleymdi þessu Vist 27-8 ár síðan þetta var. En nú fyrir eitt 3m árum fæ ég bréf frá þessari Guðrúnu; og hafði hún fengið utaná skrift mína hjá séra Jónasi Sigurðsyni sem þá var í Selkyr. og þakkar mér með mörgum fögrum orðum fyrir að hafa gefið sér þessar upplýsingar. Eg skrifaði þakkaravarp fyrir hlýleg umæli um mig enn spurði hana lítið þar sem við þekktums ekkert persónulega

En hún sagði mér að hún ætti 2 stúlkur, sem gengu á skóla barnaskóla en nefndi ekki mann sinn En þetta Finnsens nafn brúkaða hún enn hvort, sem hann lifir, eða hún ekkja. En, svo veit ég ekki meira um hana, nema mig minnir hún segði að móðir sín hefði heitið ”Sessilja„ en ekki Aldís.

Þú spyrð ”hvort ég muni eftir„ þessu og hinu, sem þú minnist á já æði vel man ég það flest. Þó sé ég að þú t manst þó betur en ég, sumt sem ég hefði viljað muna og átt að muna. En aldrei gleymi því ér við kvoddumst síðast norðan við Helluvað; hjá stóra steininum í Huldukvammi. Eg kalla hann það síðan hvort það er rétt eða ekki. Þú þekkir, að ekki er auðvelt að vera margorður um það, og en opt hef ég með sjálfum mér viknað útaf þeim viðskilnað, og þó ég hafi þá t eflaust ekki áttað mig til fulls hvað það þyddi, þá kom hún óboðin og ótvíræðtt síðar. Og víst getum við bæði farið nærri um það að sú stund hefur verið ein af þeim er móðurhjartanu finnst því vera að blæða út. Og ef ég hef þá, sem ég reyndar efast um, verið í því ástandi að segja eða hugsa nokkuð, sem henni hefði verið huggun eða styrkur í, þá var mér vist varnað þess; og annað það að mér og okkur duldist það ekki hvílík hetja hún var að bera allar sínar sáru raunir, Möglunarlaust; Og líklegt sé að mörg tár hafi hún felt þá hefur hún gert það í einrúmi. Á gatnamótum gerði hún það ekki, og síst þegar mest reyndi á stilling og þrek. Það er víst æði algengt að börn skilji ekki til hlítar tilfinningar foreldra sinna fyr enn þau eru sjálf búin verða fyrir viðmóta reynzlu í lífinu; og verður því oft um seinann, og getur orðið að sjálfs-klögun ef ekki er rétt haldið í tauma tilfinninganna. Þenna eftirminnlega dag, er við skyldum við ykkur fórum í Halldórstaði vorum þar nótt og framyfir miðjan dag daginn eftir. Hjálmar bróður og Helgu systir

kvöddum Hjálmar kom þanga frá Múla að kveðja mig Þegar við ætluðum að fara að kveðja á Halldorstöðum sá ég það að Helga var ekki undir það búin að við kveddumst þar meðal fólkins sem þar stóð í kring svo við gengum þar suður á túnið og settumst niður þar á bak við fjárhús, og grét hún ein og barn. Eins og þú getur nærri sátum við þarna orðlaus; unz hún harkaði af sér og þögul og hetjuleg gékk hún heim og að verki sínu inn við spunavélina; Oft hefur þetta og fleira ásótt hug minn og á slíkum stundum kemur sama spurningin í hugann; ”Var ég orðin að ís?„ líklega ekki heppilega að orði komist; en svo er þýðingarlaust að ryfja mikið upp af þesskonar nú enda í bréfum ef maður vill drepa á fleira en eitt verður oft hálfsagt það, sem maður manni finnst að mætti og þyrfi að skýra betur. þú minnist á Jón Davíðsson og Marzilínu; var alveg búinn að gleyma henni. veit því ekki hvort her lifandi eða dauð. En þegar ég var að lesa þetta í bréfinu. Datt mér í hug lýsing Fr. G. af brúðkaupi þessa Jóns, það, sem minnist á Hallgrím Pétursson, sem hafði verið þar einn af boðgestum og þó það hafi átt að skiljast þannig að engin tæki sér það til; þá undrar mig ekki þó systrum afkomendum hans og öðrum skyldum yrðu honum miður þakklát fyrir þau umæli. Jón þessi Davíðsson er fyrir einu eða 2m árum dáinn í Minnisota.

Í síðasta bréfi til Hjalmars minnir mig gæti þess að frændi Línu Jón Jóhannsson heimsótti okkur í júní s.l. Og fyrir skömm kom nafna þín að sjá okkur og yngsta dóttir hennar 12 ára heitir ”Elinor„ þau töfðu hér og hjá frændfólkinu í bænum rúma vik. En þurftu að komast til baka áður en skóli byrjað; því miður hafði hvorki hún né full not af þeim samfundum. Því hafði fengið vont kvef á leiðinni hinga og varð þess vegna suma dagana að vera í rúminu en var þó orðin rólfær þegar hún lagði á stað og fengum bréf

nýlega að þeim hafði gengið vel heim til sín. Hún er ekki orðin heilsusterk. En hvernin veit ég ekki vel. við höfðum ekki sést í 5-6 ár og fannst mér hún hafa mikið breyzt á því tímabili, lengst af verið holdgrönn og fullt svo mikið gráhærð og pabbi og mamma; og þegar ég var að virða hana fyrir fyrir mér núna fanst mér ég svo mikinn svip með henni og mömmu okkar eins og hún var áður og um það bil er ég fór að heiman. Þó er hún ekki nema 45 ár eða verður ef hún lifir 76- 1 des. þetta ár ”Port Arthur„ bærinn sem þau búa í nú, er um 600 enskar mílur (ensk míla er 880 faðmar) austur frá Winnipeg á norður strönd eins af stórvötnum Canada ”Lake Supperíor„ Nú stór og fallegur bær, en aðeins faeinir ósjálegir timburhjallar þegar við förum þar um 89 maður hennar hefur þar stöðug og vel borgað atvinn nú við sína gömlu iðn. Þó nú lægra kaup en stundum áður, spyr hana sjaldan um það um það, en veit að efnalega líður þeim altaf vel. Prívatlíf barnanna okkar hys hnýsum við allrei mikið í og síst eftir að þau fóru að eiga með sig sjálf. Valið sér sjálf samherja fyrir lífið og vitum ekki annað en það hafi blessast bærilega hingað til og þá er best að segja fátt, og eða lýta fyrst sjálfur í sinn eigin barm. ”Jæja„ þá er að segja frá þeim tíðindum, sem reyndar hefur lengi verið í aðsígi að við breyttum um bústað. Nýlega byrjað að byggja hús í bænum í því skyni búið að selja sumt af hestunum kindur og nautgripi nema 4 kýr og heyskaparvélar seldar líka En landið og byggingar, ekki enn, því þó fleiri enn einn hafi óskað eftir að kaupa það þá eru það helst þeir, sem lítil hafa skyldinga-ráð; og þó við búumst ekki við að geta selt það nema fyrir hálfvirði; þá eins og sakir standa nú. Þá á að reyna að halda í það eitthvað enn. Við gátum reyndar reyndar ekki haldið áfram að vera hér lengur. Því ekkert af börnunum fýsti að

halda hér áfram búskap; og naumast lágandi eins og alt er verðlaust af því tagi nú og í fleiri ár, og ekkert útlit til leiðréttingar; þó blöð og þjóðmálaskúmar, þessi úrvals leigutól peninganna, þykist vera að blása lífsandir í almenning sem búið að reita af. En svo þekkjum við bæði þá drauga svo ég þarf ekki að lýsa þeim. Í bréfi H br. lét ég í ljósi gleði mína yfir því að Framsoknarflokkarni fengu að ráða landmálum framvegis. Þó nóg sé þar sjálfsagt af gallagripum eins og í öðrum Því þó margt sé á íslandi, sem annarstaðar í óreiðu þá er það vafalaust að kaupfélaga og samvinnustörfin, sem hafa lagt til stæsta og besta kraftinn til að reisa Island við úr eymd og volæði; og nú þegar sjá 00 ágirndin einsog altaf, sér að úr einhverju er að moða þá reynir hún bæði með leyfilegum meðulum og gagnstætt að ná yfirhönd yfir veð verðmætum og lifibrauði þjóðanna og falsaðar lagasetning hjálpa þeim halda þeim í ránsklóm sínum þangað til alt veður í ”grænum sjó„ Þannig er það í Canada. því það er enginn vafi á því afkoma fólksins eða vinnandi stéttanna er hróðaleg; 000 þó enn sé reynt að dylja hana þá benda ymsar ráðstafanir yfirvaldanna á að þeir sjái að farið sé helst til víða sjóða í undirdjúpunum; enkum mun uggur sá vera vera sérstaklega við hina svokölluðu slafnesku þjóðflokkana sem eftir margra alda kúgun í gömlu löndunum héldu að hér fyndu þeir ekkert af því tagi. en nú er ég búinn að ana of langt í þessa átt, og hverf því heim aftur, sem er fámennt sem stendur bara við gömlu skörin og Stjana. Mansefni hennar og nafni minn, eru nýlega komnir norðan af vatni voru þar rúmann mánuð við fiskiveiðar 0 eru hér viðurloða annað slagið. Börn Helgu hafa verið hér til skiptis vik og viku í senn

í skólafríi; og höfum við gaman af að hafa þau í kring annað slagið. Skólinn byrjaði hér fyrir 2m vikum með nýjum kénnar maður um 20 ára. Sagður af gyðinga-ættum. Og hefur fæði hjá Árnínu og manni hennar. því eru skemmra frá skólanum. umsóknir um skólan komu yfir 200. á einni 2m vikum, sem er synishorn af atvinnuleysinu. Stjana sótti ekki um hann nú. En gat fengið hann ef hún hefði viljað því þeir, sem reyndu í fyrra að bola henni frá létu ekkert á sér bera nú; enda þetta uppþotþott í þeirra í fyrra, spor sprottið af öfund og engu öðru. því peningalegan hagnað gátu þeir engan haft af því.

Þú segist ekki hafa lesið Kristrúnu í Hamravík, en viss er eg um að þér þætti gaman að því. ”Nýal„ H. P. las ég nú fyrst nýlega. Merkileg og fróðleg er sú bók. þó bæði ég og víst margir f margir fleiri, finni sig litið nær sannfæring í þeim sökum; sumir hafa gaman af að spreita sig á þesskonar; og hvergi hef eg séð henni sannar og betur getið en í umælum St. G. St. og hefur þú máski lesið það. það er í 4. bingdi af Andvökum. bl. 133. Það er ekki hljóliðugt rím. en átakanlega mikfeng mikilfengleg er snildin í hugsun hans þar eins optar. og ætti vel við að verða letruð á leiði Helga á sínum tíma. Lína er að segja mér að senda þér almanök Ó. Th. og er að hugsa um að láta verða af því var búin að senda þér eitthvað af þeim líklega fyrir -29 og -30. og 4 komið síðan og verðu því mátulegt í einn pakka.

Með hjartans óskum og kveðjum

Þinn einl elskandi br.

Þórarinn Stefánsson

Myndir:12345678910