Nafn skrár:ThoSte-1934-11-14
Dagsetning:A-1934-11-14
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Þingeyinga, Húsavík
Safnmark:E-728-5
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá ákb

Bréfritari:Þórarinn Stefánsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1865-02-07
Dánardagur:1949-03-13
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Haganesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Skútustaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

(Box 30) Winnipegosis Man.

14. Nóv 1934.

Elsku systir mín. Það eru nú rúmir 2. mánuðir síðan ég sendi þér bréfmiða, og ásamt því böggul af almanökum Ó S. Th. Það var póstað 10 Sept. og með ábyrgð; böggullinn og vonandi komið til þín nú. Frá Hjálmari hef ég enn ekki fengið bréf. En bið þess góða dags með þolinmæði: enda í bréfi þínu, sem ég meðtók á Höfuðdaginn, sá ég að hann hafði haft atvinnu, við að mála, og svo hefur hann auðvitað þó, átt eftir baráttuna við að heyja fyrir skepnurnar, sem hefur, sannarlega verið, með erfiðasta móti á Íslandi í sumar; Ég fékk bréf frá Dóra br. okkar í Sept. og svarið því og Dag fæ ég reglulega, oftast eitthvað af honum í hverri viku Líka ”Tímann„ frá vinkonu minni í N-Dak. og nú nýlega verið léð mörg blöð, ”Alþýðublaðsins„ , svo mér er orðið kunnugt um að Sálmabókar-”viðbætirnn nýja„ og féll í stafi að horfa á þá andlegu eymd, sem þar mætir manni og þarf ég ekki að útmála við þig, hugsanir mínar í því sambandi. ”Heimskringa„ fyrir Sept. og Okt. lét ég sjálfur á pósthúsið hér í gær. Því nú er ég orðinn borgarbúi, eða þorpari! Fluttum hingað, 28 Stept. og höfðum þá búið 32 ár á Red-Deer Point. Hef líklega sagt þér á síðasta bréfi, að það stæði til. Höfum aldrei áður kynst bæjalífi og því æði mikið viðbrygði fyrir okkur; enda sakna ég landlífsins; og altaf fundist að bæjalífið vera þrungið af þröngsýni Samt hefur mér okkur liðið fullvel, enda 6 börn okkar hér líka, sem öll vilja okkur hið besta. Stjana gifti sig

nokkru eftir að við við fluttum eða 26 ókt og nú fyrir nokkru sest að á sínu nýja heimili hér. maður hennar er Ílendingur eins og hér er kallað, þó fæddir sé í þessu landi. Fullu nafni Guðmundur Eyríksson Þorsteinssonar. enda sagt þér víst nafn hans áður Þau dvöldu hjá okkur vikutíma eftir að þau giftu sig. Hún tók að sér fataþvottinn fyrir okkur 3., sem nú erum eftir í þessu nýja heimkynni okkar. Björn sá yngsti og við gömlu hróin. Húsið okkar er 24 fet á lengd og 20 á breidd, ekki loft í því; alt úr borðvið og fjórfaldir veggji og alþyljað innan. 2 Svefnherbergi; Elduhús, og setustofa 6 gluggar því bjart og vistlegt, og búið að kosta með lóð um 0 500. dollara, eftir þó að mála það utan; að innan á að ”Betrekkja„ það. máski næsta sumar. Steinsteipugrunnur, og kjallari. Framstafn og aðaldyr snúa í vestur að breiðu stræti. Geymsluskúr við bakdyr á austurstafn. af skepnum okkar er ekki annað eftir í okkar eign nema ein kýr, (Svarthjálmótt, og heitir Freyja; En ég er að hugsa um að skýra hana upp og kalla hana ”Huppu„) eina gelda kú; sem á að slátra. og 1 gamlan hest, sem við vildum ekki láta hrekjast. Landið og mestallar byggingar á því og arsforði af eldivið. keypti Kjartan Metúsalemsson, og fluttur þangað fyrir nokkru. Svo nú býr þar annar af 2m Mývetningum sem hér er og þyki mér það vel til fallið. Hann er fremur fátækur, og en me verzlunarmaður hér í bænum hjálpaði honum til að kaupa það, svo tókum við allgóttin lítið hús uppi það, sem Kjartan átti hér í bænum, og ætlum við að flytja það á lóð, sem við keyptum við hliðina á okkar. Og svo loka ég nú umræð um þetta í bráð.

Þó ég viti að þú munir verða búin að frétta, áður en þú færð þetta bréf; um það hryggilega tilfelli, sem varð hér, um það 3m vikum eftir að við komum hér í bæinn. Þá ætla ég samt að minnast á það. Enda það stæsta slys, sem orðið hefur hér í byggð, eða á þessu vatni, svo nokkur muni til.

Það var 18. Sept. s.l. 18 oktober að 9 mans druknuðu 60 mílur norður héðan, var að flytja sig í vetrarfiskiver. 10 manns voru á bátnum 2 ungar stúlkur af hérlendum ættum og 8 af íslenskum. Alt þetta islenska fólk hafði dvalið hér álíka lengi og og við fyrst á Red Deer Point og síðan hér í bænum, og okkur handgengið vinafólk alla tíð; og vel látið af öllum, sem kynni höfðu af því. Og síðan þetta skéði m0ðir0 er naumast um annað talað, sem og vonlegt er. Í fullar 3 vikur hefur verið leytað með alk alskonar áhöldum, en aðeins 2 af islensku líkunum fundist og önnur unga stúlkan hérlenda; og nú í dag komu leitarmennirnir alfarnir. því vonlaust að fleiri finnist fyr en þá af tilviljun næsta sumar. Það eru í Lögbergi myndir af af þessu fólki öllu, og manninum sem bjargaðist Vilhjálm Ólafsson. Ólafur þessi var einn af þeim, sem fórst þarna 77 ára öldundur og orðlegt valmenni; einka dóttir hans Svanhildur Kári Vilbert maður hennar. og börn þeirra 3. það elsta 10 ára; yngsta á öðru ári. Vilhjálmur, sem ég nefndi er sá eini sem nú er á lífi af þessari familík familíu. Orsökin að það fórst var sú að, óstöðvandi eldur kom upp í bátnum af fáum dropum af gasolíu sem hrisluðust óvart

á sjóðheita vélina og allur afturpartur bátsins í björtu báli um leið. fólkið komst samt alt í litla byttu, sem því miður varð ofhlaði og hvölfi rétt strax aðeins 3 þrent af fólkinu

kunni sund; en samt komst aðeins einn af þeim til lands. sem var þó svo skamt; eða að sögn ekki meira enn 20-30 faðmar; og besta veður, og ekki nema lítill stormur; um þessa íslenska fólks getur þú lesið í almanaki Ó. S Th. 1930 bl. 73. Séra ”Hermann Hjartarsson„ mun kunnugur ætt Valgerðar sál konu Ólafs sem ég hefi nefnt. Um ætt. Kára Vilberts er þar líka; sömuleiðis um foreldra hans og fleiri Islendinga í einu af almanökunum segm ég sendi þér í haust efti F. Hjálmarsson líka um n landnám n íslendinga nálægt ”Graften„ N-Dak. - ”Little-Salt„ - (”Litla-Salt„) Þar er talað um ”Sköruvíkur Óla„ æsku leikbróður þinn um tíma. Þegar hann var á Skútustöðum; eða man ég það ekki rétt ? Hann var alföðurbróðir Kára Vilbert Ættir barna okkar og Kára koma saman. í gegnum Guðrúnu konu Guðmundar í Sköruvík, annarsvegar og Jóhanns föður Línu, hinnsvegar. Samkvæmt ættartölu Jóhanns heitins eftri Kr Ásgeir Benidiktsson Þar er getið um 3 börn Olafs nokkurs. (Ekki nefnt hvers son) sem bjó á Íllugastöðm í Fnjóskadal; dóttir hans María J móðir Jóhans, föður Sigríðar Ólínu, móður Guðbjargar (mrs. R. Brown) Bróð Maríu Jón. (Fluttist norður í N-Þ. Sýslu) Faðir Guðrúnar, móður Aðaljóns föður Kára Vilbert) Guðleif var systir Maríu og Jóns Olafsson frá Illugastöðum. Guðleif sú var

móðir Jóns Rögnvaldsson á Leifsstöðum föður Steingríms Jónssonar í Kandahar. Sask. föður Guðnýjar. (mrs. S. A. Stephanson Winnipegosis. Ætt Jóhanns Magnússonar er er rakin frá Hlin Mikilláta, Danakonung. Sonur hans. Fróði friðsami o.s.frv. 15nd liður Hrafn heimski Valgarðsson Landnámsm. 21. liður Sæmundur fróði. 22. Loftur fað Jóns í Odda. 28 ”Grundar Helga„ ”30 Vatnsfjarðar Kristín„ 43 lið 44. liður Jóhann Magnusson 45 Sigríður Olína. 17. Þórar 46 Guðbjörg. 47 Þórarinn Aðalsteinn (Brown) Er þetta annars ekki fróðlegt. eða hitt heldur.

Síðan ég skrifaði þér síðast hefur oltið á ymsu með tíðarfarið; September var k var allur fremur kaldur og rosastormar; stundum regn, stundum snjóhreitingur til fyrstu viku af óktóber. Síðan ljómandi veður, sjaldan stormar og hvorki komið síðan snjór eða regn teljandi. sumar nætur dálítið frosin jörð á morgnana og margir sólskinsdagar. í dag sá 15nd Nóv. glaðasólskin og vatnið marautt enn, og ekki litill munur við það, sem var um þetta leyti í fyrra, þá var kominn hestís á vatni og stórfenni. Byrjað 20 ókt. þá, og helst í nærri 6 mánuði; og snjóaði 2svar í viku til jafnaðar. en sjaldan langstæð frost hörð frost í senn. Árnína dóttir okkar er sú eina af börnum okkar, sem enn eru á tanganum. Hún kom hér í dag og verður í nótt með litlu drengina sína. Elsti drengurinn er með tannpínu og er hún núna að hjá tannlæknir með hann hann; sá læknir kemur hingað einusinni í mánuði frá Dauphin 40 milur héðan. Yngsti drengurinn Theodor er rumleg 11 mánaða

og efnilegur. Eg ætla að senda þér með þessu lítið myndaspjald, sem ég létt Árnínu kaka að gamni mínu eitthvað mánuði áður en við fórum af tanganum þó ég sé þar fremur grettur, en skein sólin sólin skein Orðaröð breytt með uppskrifuðum tölustöfum. beint framaní mig.

Eg vona að þú sért nú búin að bréfið, sem ég sendi þér, og sem átti að flytja þér þakkir fyrir þennan yndæla uppdrátt af Mývatnsveit. Eg er búinn að sýna hann ýmsum og allir dást að honum, sem verðugt er. Núna er ég að lesa bókina ”Iceland„ eftir W. S. C. Russell„ að vísu prentuð fyrir 20 árum. Hefur hún verið þýdd á Islensku? og sannarlega væri hún þess verð; Því er bæði fróðleg. og lýsingarnar svo hreinar; blátt áfram og sannleiksfúsar. Hlýleikur höfundarins í garð lands og þjóðar svo innig innilegur og auðsær að manni ”Vöknar nærri um auga„ Lýsing hans á Mývatnssveit varð mér auðvitað hugleiknust enda er aðdáun hans á henni; stórfengleg og þó jafnframt því sönn og drengileg; og það, sem hann minnist suma siði þar og víðar, sem honum komu ókunnuglega fyrir sjónir. þá greiðir vit hans og velvild úr þá á þann hátt að lesandanum finnst það það verða frekar hrós en móðgun, eins og stundum virðist breðnna við í ferðasögum útlendinga um Ísland. og nöfn manna eða kvenna setur hann aldrei á þeim, sem honum fundust ”akta„ öðruvísi en væri eðlilegt sem helst kom fr þó fram í því; að fólkið væri að sýna sér altof mikla velv000 óverðskuldaða gestrisni. og sem eðlilega kemir fyrir; þegar menn mætast og skilja ekki hvor annars tungumál. Eitt þess hatti minnist

hann á í góðu gamni, sem fór fram milli hans og einnar þjónustu þeirra hjónannan er þau héldu til í Þinghúsinu á Skútustöðum, enda kom það svo broslega út að ómögulegt er annað en gera sér gaman af því. einmitt af því, hvað hann lýsir því græskulaust. Það, sem hann minnis, útsýnið á Stúkustöðum, segir hann að það eigi ekki sinn líka á Íslandi, að fegurð og margbreyttum mikileik. Og viðtökunum einum þest þeim bestu að öllu leyti, og hvað Sér hafi þótt vænt um að séra Árni Jónsson gat talað við hann. Eins og við er að búast rekur maður sig á smá-misagnir en þær eru furðu fáar og smáar og gleymast fljótt innanum svo fagran og dýrmætann fróðleik, sem bókin geymir spjaldanna milli Eg hefði haft gaman af að minnast á sumt, sem hann og skýrir frá í Mývatnssveit, en en það yrði of langt mál á svo litlu blaði. En mundu að segja mér hvort hún er til á íslensku Hefur þú ekki lesið bókina, ”Nansen i den frosne Verden„? hana hef eg lesið víst þrisvar, svo fannst mér hún spennandi. Nýjar íslenskar bækur eru mjög sjaldgæfar hér vestra; og þær fáu, sem slæðast vestur, eru svo óguðlega dýrar að almúgafólk vigrar sér við að kaupa þær og í tilbót það „sem verða vill„ hvað fátt er nú orðið hér af því fólki, sem löngun hefur til að lesa þær.

Jæja Elski systir mín; ég er orðin á eftir tímanum með að þetta komi til þín fyrir næstu jól. Það er skamt á pósthúsið fyrir mig núna, eða álíka og af hlaðinu á Skútust. og austur á Dagmálahólinn. Rölti þangað þegar von er á póst sem kemur þrisvar í viku. Þriðjud. Fimmtud. og Laugard

og járnbrautarlest flesta daga, nema sunnudaga. 2 skólahús eru í bænum, það minna fyrir yngsu börnin. Hinn fyrir þau, sem eru komin vel á veg og hærri deild hanns kölluð hér háskóli, sem svarar til að mér skilst Gagnfræðaskóla heima. Sá skóli er hér svo sem 200 faðma frá okkar húsi, og vist um 100 börn, sem ganga á hann og er gaman að horfa á hópinn í frítímum er að leikjum á stórum rennsléttum velli; í þeim hóp eru 4 stúlkur Helgu okkar. Flesta daga lítur eitthvað af börnum og barnabörnum okkar inn til afa pabba og mömmu, afa og ömmu, og af og til gamlir kunningjar; og sjálf staulumst við til þeirra. Dætur og tengdadætur. Þvo fotin; og baka brað brauð; og ræsta húsgólfið. Stína er næst okkur og þvoði alt gólfið í dag, svo þú sérð að þetta byrjar vel fyrir okkur og vonar það endi vel líka enda öllum börnum okkar ant um velíðun okkar. Þau voru hér með fleira móti við vana, stödd hér hjá okkur í d gærkveld; og heyrði ég að eitthvert þeirra hafði orð á því að nú væru þau að skríða í hreiðrið aftur, og úr því varð góðlátur gleðskapur, og kom sér vel. Svo var haldið áfram, hvað margir væri til staðar og hvað vantaði í hópinn og það leiddi loks að því hvað margt þetta. Stefánssons ”slegti„ (það eru nú mín orð samt) væri orðið hérna megin við pollinn. Fyrst var reiknað í huganum. Einn sagði það væri 43; annar 39; Þriðja 41. Svo eitthvað var nú bogið og nú var tekið blað og penni og þar st skipað niður í hverja deild n.l. hvað margir væru í hverri familíu og þá urðu það 40. en þá rak Helga augun í það að í hennar dylk vöru 7. í staðinn fyrir 8. og þá urðu það 41. og það var því var slegið föstu, og ég varð hróðugur því það var mín getgáta. og úr þessu varð mikill hlátur; og ekki minkaði kátínan þegar Stebbi fór telja upp nöfnin á sínum króum hann á n.l. ekkert ennþá og systur hans eru stundum að

stríða honum á því, en hann tekur því vel og slær þær af lagini með heiðarlegum svörum. Þennann kafla skrifa ég nú bara handa þér að hlæja að.

Það er 17. nóv í dag. snjóað ögn í nótt s.l. og frost nokkuð í dag og vatnið að leggja að sjá, enda óvanalega seint. Eg er einn heima í kveld, og sit nálægt ofninum við að hripa þessar markleysur og skapið er í þolanlegu lagi, enda svo oftast að æfinlega þegar þú ert í huga mínum ung og elskuleg því þó ég viti að þú ert ekki lengur líkamlega ung, þá veit ég það að þú ert það andlega; og af því það er í samræmi við bestu minningar mínar, þá reikar hugurinn tíðar um þær slóðir.

18. Nóv. Það sunnud. Það er afmæli Filips litla 4 ára sonur Jóhanns og Margrétar konu hans. (f. Fleming) Hún og drengurinn eru núna í heimsókn hjá frændfólki sínu bæði í Winnipeg og víðar. Jóhann er því einn heima, sem stendur og sjáumst við daglega. því skamt er að hans húsi. Hann frískur og en má ekki vinna mjög ef erfiða vinnu síðan hann var svo lengi veikur. fyrir 3m árum; sem byrjaði með ”Flú„ og snertur af hjartabilun. Hann f hefur því ofan af fyrir sér og sínum, við selja ”Radíó og föt og fle trjávið fyrir svila sinn, sem á sögunarmillu; og sýnist ganga það nokkuð vel, þó margir séu keppinautar Ethel Brown er nú heima hjá foreldum sínum í vetur En nafni minn br. hennar er hjá manni útá tanganum og ætlar að fiska með honum í vetur

19 nóv, nú er að verða vetrarlegt, því það hefur snjóað nokkuð í dag. og

talsvert frost og ekki séð til sólar í allann dag. Björn og Stebbi; Númi og Loftur, voru að saga eldivið fyrir okkur. með vél. Við Lína fórum í gærkveld í tungljósinu, að heimsækja hjón hér skamt frá og sátum þar í hrókaræðum til miðnættis við kaffidrykkju, og skemtum okkur vel. Hann þuldi fyrir mig vísur sínar, en ég sagði honum smásögur af Hrútagrimi; Geira Bödda; Grímsa syni hans; Sigurjón Randíðar; Jóhannesi Klofstutta og nafna hanns blóðlausa; Jóhanni Vindbólu; Jósepi meðhjálpara. Þegar ég í hólum; og hlóum okkur til hressingar

En svo er nú best að hætta þessari ”löngu vitleysu„ og reyna að koma henni á pósthúsið á morgun

Með hjartans kveðjum. Þinn einl. bróðir

Þórarinn Stefánsson

E. S. áður en ég lokaði þessu bréfi, gaf Björn mér mynd af sér og stúlkunni sinni. Hún kom í haust og dvaldi hjá okkur eina viku; en er og hefur verið í Winnipeg 000 síðan í fyrra-haust, og gerði ráð fyrir að vera þar til næsta vor, ef hún f missir ekki þá atvinnu, sem hún hefur nú; Vinnur á sjúkrahúsi

Þinn gamli br.

Þórarinn

Myndir:12345678910