Nafn skrár:BenHal-1902-05-26
Dagsetning:A-1902-05-26
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

1 1/2 Sully Street, Toronto Ont Canada

26 of May 1902

Elskulegi Torfi!

Það hefur nú deigist of leingi fyrir mér að skrifa og þá með að votta þér mitt hjartfelt þakklæti fyrir þitt góða og fróðleag tilskrif af 10 Nov. seinastl. sem eg fékk með bestu skilum í Dec. rétt fyrir Jólinn og má eg víst full vissa þig um að varð mér og okkur Sigríði hin besta sending og Jólagjöf að lesa bréf frá þér, sem eg hef lesið yfir nokkrum sinnum síðann, af því sem það var eitt hið besta og leingsta bréf sem eg hef feingið að heimann nú í nokkur ár og með því fékk eg betry hugmind um hverninn alt geingur á gamla landinu sem að eg þekti svo vel að mörgu leiti, svo eg er fullur af þakklæti til þín fyrir það sem margt og margt fleira sem eg opt minnist með hlýum huga til þín, og að eg hafi ekki skr það aptur en ekki af því að alla eða aullum til glemt, heldur af því sem eg hef ekki haft á stæðu til að skaba hugsun og tilfinningu mina í auðru fleiru

þar sem svo margt er erðvitt um að abla sér og ná til í, þá þikir mér mikils verdt að heira um allar fram farirnar á yslandi svo það er ekki frítt fyrir að eg sjái ekki eptir að eg datt ur sögunni, svo það gétur ekki náð til mín, það sem yslendingar eiga með sanni í fullkomnar stíl enn nokkru sinni firri, Enn grær á vorri ættur jörð 000000 sönn hjá traustum hölum, enn er glað værð í grænum dölum, hver gæfu söm sér leikur hjörð, S.B.fjörð,

það er svo margt af unga folkinu að sækast eptir gæfu og mentunar vegi sem er góð undir staða til að gjöra fram förina enn þá fullkomnari og eins og þú minnist á að stór umskipti muni víst eiga sér stað með enda þessum oldum sem nú er só að seiga nýbiruð Jeg vil þó ekki gleima því sem mér og okkur var næst að heira og fretta um sem var um kkur Guðlaugu og unga folkið ykkar, sem eg fjekk alt saman mikið betur enn átti skilið

það gladdi okkur ekki lítið að heira um að þú og Guðlaug voru við bestu heilsu og því nær eins og unga fólkið fyrir utan hvað þið hafið reint meira, svo það er ekki að furða þótt ekki þoli langa ea harða vinnu tíma ef að allir bændur á yslandi hefðu gért við jarðir sínar eins og Olafsdalur hefur feingið það í höfuðið, þá væru allar ameríku ferðir þaðan hættar fyrir laungu, Sigríði þotti mikið skémtilegt að heira um öll börninn af því sem þekti svo vel og mun betur eptir eru og þo eg muni vel eptir eldry sistrunum og sér staklega eptir Asgeiri sem mér þotti svo gaman að, hann var svo opt hjá mér þá eg var nálægt bænum eða í smiðunni, það er mjog skemtilegt að heira um að öll börnin eru ykkur til gleði og ánægu og öll hafa lærdt talsverdt sér staklega er það ánægusamt hvað Ásgeir og Ingibjörg eru komin langt á fram á lærdoms og mentunarvegi, og best að þar með fylga digðir og mankostir,

Inbor for learning before you are old, learning is better than silver or gold, Silver and gold will soon wear a way, learning, well gottn, will never decay; longfellow.

eg sie á öllu að mikil eru umskiptin í Olafsdal síðan first að þú komst þar og eptir töðu afla þínum þá má túnið til að vera stórt og falegt og yfir höfuðð má víst seiga um dalinn, þar sem áður var grjot og skriður, er nú frjóvsamt eingi, að eg tali ekki um allar byggingarnar sem má til að vera markverð útsjon og meistaraverk á því öllu, sem væry gaman að sjá, og likast til verður jörðin með öllu sem til heirir aldrey seld eins og til hefur verið kostað þar sem þó með réttu að ætti a vera talsverdt meira svo sem fyrir utsjón og verknað sem aldrei verður ful borgað, eða verdt er, þá eg var búinn að lesa bréfið þitt, sat eg leingi í hugsunum utaf því öllu sem hafði lesið, sér staklega seinnipart bréfsins og þínum verulegum kringustæðum og þá eg gat komið upp orði sagði eg hér við Sigríði: ef að eg væry eirn af þeim ríku í Canada sem hafa hundras og þúsunds of dollars fram yfir það sem þurfa að bruka, eða ef eg hefði til um ráða eins mikið og hér er eitt fyrir vífáng á ári þá skildi eg fljott létta undir bagga fyrir Torfa

enn það hefur þó ekki geingið eptir huga eða oskum sem opt á sér stað, að maður fær ekki hentugleika að fá sinn vilja uppfiltan - disappointment is common thing in this world, eg veit að þu tekur þetta ekki upp fyrir mér heldur seigi eg það eins og kom til hugar og hugsa opt efað auður sem annars staðar liggur að gjörðalaus, væry kominn þangað sem gæti gjördt svo mikið gott, og liett undir birði þeirra sem verja lífs og salarkroptum ti lframfara og auðrum til uppbiggingar, enn eru félausir vanta penininga, því miklum framförum er ekki komið á framm fyrir utan þá, og ekki furðar mig svo mikið þó svo sie á statt fyrir þér sem er, með alt sem þú hefur gjordt og komið til leiðar og að birja á framm förum er opt það harðasta, eins og líka með byggingu þar sem alt verður að fast svo lengst að, með uppskrúfuði verði á móti því sem verður selt, með mörgu fleiru að sá veit gjörst sem reinir

svo með öllu sem nátturlega hefur að þreigt og kostað þig svo mikla um hugsun og ut sjon að komast á fram og að verða frá við alla sem þikast eiga hjá þér, þá þikir mér lofsverdt og er glaður að það hefur ekki raskað ró semi þinni eður hugsunar hætti, heldur að trú og von þín er hin er hin sama til hins alvalda föðurs að þú farir að verða frý við alla, sem eg vona að verði, og í raun og veru ert, eins og öll þín verk hafa verið landi og þjóðini til framfara og uppbyggingu, Eg vona að þú eigir þér trúa og holla menn á alþingi og að alt meigi nú snúast sem best fyrir þér, mættir fá fult verð alt sem gjördt hefur í Olafsdal, ef selt er, bú þitt er fallegt og eitt það besta sem eg hef heirdt af á yslandi, eins og annað til fyrirmindar og sínis hvað má gjöra á yslandi auðvitað var eini vegurinn að hafa sképnurnar ens margar og unt var, þar sem var til svo margs að skipta enn hvað eina er í litlu verði sem selt verður á moti því sem keipt er það var oska ráð og gott verk sem þið gjörðu að innleisa staðarhols eignirnar fyrir sveitina, svo að það er

ekki leingur eins og afréttar plass frá auðrum sveitum eins og það er gott að hafa snotra og vel byggða Kirku standa í miðri sveitinni sérstaklega þá þangað er orðin besti vegur og að margt hefur breist til batnaðar svo þeir sem fara um og sjá um skipin á utliti og verkun í Olafsdal og þar af leiðandi framför í sveitinni géta ekki farið á mis við að sja að þar hefur verið þarfur maður í sveit,

Eg oska og svo að alt mætti fara vel fyrir teingdasyni þínum, manni Ástríðar að hann géti látið ullarvélina borga fyrir sig fljótt og vel, það er slæmt ef hun gétur ekki geingið allann veturinn eins og þá er mest um ullar vinnuna mer þotti vænt um alt sem þú sagir frá Sigríði þotti talsverdt um að heira um lát bróður síns, þar sem sum af börn hans hafa víst verið mjog ung, og margir hafa tínsd í burtu af þeim sem við þektum eg skil að S. Sverrison í Bæ er eirn af þeim, þetta líf er stutt í það leingsta, þetta bréf er nú því nær búið og ekkert

komið nema það sem þú veist um langtu betur enn eg sjalfur og þo eg ætlaði að seiga meira þá læt eg það vera Okkur líður vel og hefur liðið síðan seinast eg skrifaði og svo sem ekkert breist Jon fer á alþíðu skóla og geingur fremur vel, skolin hættir í seinustu viku af June til í fyrstu viku af Sept. Kristín er við sömu offis vinnu sem eg gat um firri Sigríður hefur húsvinnuna og svo saumar hún með köflum fyrir sig og aðra Jeg er enn þá nætur waktari sem er hæg og umstangs lítil vinna, þo það samt æði stort plass og margt sem eg verð að líta eptir og í rauninni veit eg ekki hvað leingi eg verð þar og þó eg gjöri þar eins vel og maski betur enn við byggingar þo líki betur, þá maður lítur að því yfir árið þar sem eg er, er eingin tími mistur við byggingar tapar maður svo miklum tíma á veturnar fyrir utan misjafna veðráttu og stundum að bíða eptir efnivið svo er tímin stuttur sem unnið er 8a Kl tíma á dag við allar byggingar er nú full dags vinna

Jeg og við hér höfum þann heiður eins og aðrir goðir bæa búar að sja væntanlegan ríkiserfingja Prince of Wales og konu hans með bróður hennar og var hér þá mikið um að vera og margir skór á ferðinni bærinn var fullur af her mönnum svo að Duke and Duchess, eins og þá voru kolluð, var víst vel litið eptir þann tíma sem hér voru, komu hér 10 en foru 12 of October, Veturinn hér varð frem goður, hér kom æði mikill snjor í Jan. enn var allur farinn seist í Feb. March var besta vor veður enn April fremur kaldur með nætur frost nú er orðið besta veður og alt lítur vel ut og besta hljoð heirist í flestum með gott og auð samt ár ferði kaup gjald er frem gott og hefur hæðkað víða alt er líka í fremur háu verði svo að bændur hafa og vilja gjöra vel þetta ár, þeir sem hafa yfir folks flutninga að að seiga, þá er það alla reiðu í meiralagi og seiga að þetta ár muni tals verdt fleyra flytja til Canada enn seinast liðið ar og þeir hafa komið í storhopum fra banda ríkum til svo kallað north vest það er manitoba og þar í kring

það er víst ohætt að seiga eptir því sem eg hef frétt að búland þar, viðast hvar er eitt með því besta í þessu landi, og svo hef eg séð margt það um hér á síningunum, auðvitað það besta er sínt yfir það heila þa er Canada gróinn fast sem fyri alt það þá sá eg statement in church in the Canada house of commons Debt of Canada was $ 268.480.000, that meaant about $ 50 for every man, woman and child in Canada, interest paid last year an the debt was $ 10.800.000 svo fleira kemur er betra þeir eru líka eptir að fá folkið, og hafa selt mikið af landi í vetur og var í north westur Canada, eg sé opt í blöðum hier þeir géfa yslendingum besta orðrom fyrir landbúnað eða hvar sem þeir setast að, og jafnvel þá ungir yslendingar fara á skola að þeir stundu skari fram ur auðrum með manns gafur að þeir sjeu svo fljotir að læra, eitt sinn þá held eg að þeir hafi hugsað að yslending væru einhverjir skrælingar sem ekkert vissu eða gætu lærdt, enn þeir eru nú

farnir að komast að, að það er ekki svo heldur að þeir skari fram ur með margt, eg sá ekki fyrir laungu í skóla málum, hvar eirn seigir að það sé betra að géfa yslending 000 tækifæri með að læra og komast á fram, því þeir sieu alla reiðu komnir svo langt á fram og sumir af þeim sie komnir í háa stöðu og minnist á hvar yslenskir piltar náðu hæsta marki á háskolum, university þo eg sie buin að vera svona lengi svo að seig eirn míns liðs, þá þikir mér gaman og gott þá eg sie að yslendingar eru ekki svo mikið á eptir auðrum, heldur skara framur þá er um einhverja námsgrein er að tala eins vel og var það verklega. Eg hef feingið úr bréfum fra Skaptafellssyslu að þaðann ætli folk vestur og sumt ur Múlasysl sumt af því aldraðir bændur sem hafa verið vel metnir og í góðum efnum, jeg hef alt af á litið að folk sem kémst bærilega af og er farið að eldast að því verði lífið eiginlegra að vera kjurt heima heldur enn að fara, einsog um alt folk sem ekki líkar miklar breitingar verður lífið betra heima

enn hver er þo sjalfum sér næstur nú er mikið talað um coronatjon of the King Edward sem kemur af í June og eg sagði fir stuttu ef að eg hefði verið hettunum hans þá tæki eg tripp til Islands Kings cape wil be a magnificant garment 3.190 jewels in his crown of fumons ruby, eptir því sem við höfum fréttirnar þá hefur stríðið í suður afríku costað British government $ 825.180.000 within the tree years og að þar er ekki komin friður enn þá þo þeir séu nú sem oðast að búa til friðar saminga og vonist eptir að sættir verði komið á aður en langt um líður, þá er enn þa ekkert víst hvað langt eður skamt er til þess að bíða, og að þið hafið nú þetta alt í ykkar dagblöðum svo eg hætti öllu þessu og hef notað mér að einu gildir hvað þér er sínt eður boðið að þú kémst fram úr því öllu og gjorir það besta en þó bréfið sie líkt skrifaranum, þú manst að hann var Hornfyrðingur okkur þikir vænt um að Bjarti gengur vel og að það fer alt vel fyrir þeim bræðrum eg skrifaði bjarti í Feb enn hef ekki feingið orð fra honum síðan, ein irkju bændur hafa nó að gjöra, og það er half gérdt sleifery að vera eirn til als sem þarf með

eg skrifa Bjarti eins opt og hef tækifæri og hef avalt fundis að hann hefur góðar og mannlegar tilfinningar og finnur til þá hann heldur að sér skyldir hafi það á einhvern veg hardt og hann sagði í brefi til mín, að væry hardt fyrir sig að koma sér til að seiga mér um, að svo stæði á fyrir þér að þú værir að tala um að selja Olafsdal sem í rauninni er og að hann þannin fellur frá ættinni, enn undir kringumstæðum þá irði best ef að gætir feingið fult verð fyrir jörðina á samt fyrir alt sem þar hefir gjödt og eins og þú minnist á þá flest er skipt upp fyrir aðra en eins og að lítið verði eptir, enn guð er góður og lætur ykkur Guðlaugu ekki vanta eins og eg líka sie að þú erdt ekki hrædt um framtíðina og mér sínist að vel eiga heima hjá þér það sem eirn af þeim visu rithöfundum seigir the most successful man is the man that has done most for others, eins og í sannleika að ykkar Guðlaugar verk hafa verið mest auðrum til hjalpar og uppbyggingar og eg vil oska að meigi vera guðs

vilji að spara ykkar líf með góðry heilsu í mörg ár til að koma auðrum til hjaplar og ykkur til farsældar og anægu þott þetta sie nú ekki á við týunda p af þínu brefi, þar sem alt er svodda ný næmi að fá að heimann, þá fer samt að hætta í þetta sinn og vona að alt sie vel fyrir ykkur heima, að vel hafi gengið um sauðburðinn goð heilsa a mönn og skepnum og goð veðratta sem er svo mikið undir komið heima sérstaklega um þetta leiti þá litlu lömbin vanta svo gott veður Sigríður biður að skila hjartans bestu kveðju til Guðlaugar þín og Astríðar og vel þikir mér að ástríður géra ef hún man eptir okkur svo ung sem hun var þá við skildum og búum var eg að gleima blómstur körfunni, það er að seiga bókinni, enn ekki Astríði og sistrum hennar og kveð eg ykkur öll í anda mín besta osk er að guðs friður og kærleiki meigi nú og avalt hvíla yfir þér og þínum og að við öll mættum finnast hjá Guði þá þessu lífi er lokið. þinn elskandi

B.Halfdanason

Myndir:12