Nafn skrár:ThoOla-1862-04-18
Dagsetning:A-1862-04-18
Ritunarstaður (bær):Múla í Aðaldal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 102, fol. B
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Þórbergur Ólafsson Snóksdal
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Múla. 16 dag Júní mánadar 1861

Heidradi vinur!

Ástar þakklæti fyrir sídast, og annad vinsamlegt. Ekkert er hjedan ad frjetta, nema fremur handa eld, og skort á heyi, og jafnvel bjargrædi hjá almenníngi, og jeg held á flestu nema skuldum, svo mjer virdist eingu betra hjerhvad búskap áhrænir- enn í Midfirdinum, og fýsir mig því ekki ad verda hjer mosavaxinn, ef annars verdur kostur.

Enn ekki hef jeg ennþá feingid brjef frá Þórgrími presti, enn þad hef jeg frjett, ad hann muni ekki kæra sig um mig, og er haft eptir honum, ad þar eystra, sje nóg af mönnum, á vistrádnum. Ekki vænti jeg, ad svo sje nú ástadt, neinsstadar á Eyrinni: ad þú gætir gjört svo vel og rádid mig þar hjá einhverjum verslunarstjóranum, eda kaupmanninum, tilad vera Pakkhússvördur, eda annad þvílíkt; mig gylti einu, þó jeg ætti ad vera í kaupavinnu um heyskapartímann, enn ekki er ad nefna: ad jeg fari á Hafkallaskip, eda í neinslags útrádur.

Medal annars er mjer nú í huga, ad bidja þig ad gjöra svo vel; ad hjálpa mjer um skrifbók, úr hálfri bók pappírs, jeg ætla ad skrifa á hana ljódmælaruglid mitt, ádur enn jeg dey, því jeg tími ekki ad brenna þad, enn þad er nú mjög óreglulega skrifad hjá mjer. Jeg vil ekki geta þess til: ad Björn, Ritstjóri Nordanfara mundi vilja kaupa af mjer handritid, til ad prenta þad, enda vænti jeg ad þad sje varla prentandi; þó má vera, ad jeg bidji þig ad hafa þad í huga, fyrir mig, ef hann- eda einhver annar kyni ad vilja fá þad. Ekki veit jeg enn hvort jeg get sent þjer nokkurn skydíng fyrir bókina, ímed þessu brjefi, eda ekki,

og ekki fyrir víst; med hverjum jeg sendi þad, enn opt eru nú menn á ferd til Akureyrar.

Jeg veit nú ekki hvort þú kannast vid nafn mitt- reindar er: Snóksdalín. ættarnafn mitt, og mjer þykir ólaglegt, ad eingin afkomari Ólafs heitins, dirfist ad halda því vid, enn mjer þykir styttra, og vidfeldnara, ad nefnast Snóksdal.

Ennþá er jeg ekki búinn ad fá signetid hjá Indrida gullsmid, og hef þó skrifad honum ad mjer lægi à því, mjer kæmi því vel, ad þad gæti ordid samferda bókinni, ef þú getur annars hjálpad mjer um hana, og gott væri ef þú gætir dálítid herdt á honum med þad.

jeg get nú ekki verid ad þessu leingur, fyrir kulda í dyraloptinu, og bid þig forláta þad sem komid er; jeg bid kærlega ad heilsa konunni þinni.

vert þù svo alla tíma blessadur og sæll!

segir þinn ónýtur málkunníngi:

Þórbergur. Snóksdal.

Myndir:12