Nafn skrár:ThoOla-1862-05-02
Dagsetning:A-1862-05-02
Ritunarstaður (bær):Múla í Aðaldal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 102, fol. B
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Þórbergur Ólafsson Snóksdal
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Múla. 2 dag Maí mánadar: 1862

Gódi vinur!

Í dag fóru 3ír menn, hjer úr nágrenninu (uppi"af stad) inná Akureyri, og á morgun ætlar sá 4i; þad er Gudmundur bóndi á Hjalthúsum- hjá Grenjadarstödum- og med honum ætla jeg ad senda midann, enn og nú ætla jeg ad leitast vid, ad senda þjer verdid Skrifbókarinnar, sem jeg bad þig um í hinum midanum; nú fer ad styttast til skildagans, og mjer ad aukast löngun eptir línu, frá Indrida, enn þó fáir sjeu dagarnir eptir: þá eru þeir nógir til ad sýna mjer, hvort hann er rádvandur madur, eda ekki.

Enn þú hafdir nú alltof stuttann tíma til alls sem jeg nefndi vid þig í brjefinu, og jeg býst vid, ad sumt af því hafi eingann frammgáng, því bædi er mjög lidid á tímann, og líka munu nógir ljóns í þá stadi. jeg gætti þess ekki fyrri enn á eptir: ad segja þjer- í hinu brjefinu,- ad jeg rædst hvergi med odrum máta enn ad hafa fædi hjá Húsbónda mínum, enda mun kki hafa komid til þess.

Nú vænti jeg stadfastlega eptir linu frá þjer, þad fyrsta sem þú getur, og þar med einkverju svari, til alls þvættíngsins.

Skúlasen. Kammerrád er nú dáinn, eins og þú hefur víst frjett, af ferdamönnunum.

Hitt brjefid sendi jeg á sunnudagskveldid var, med manni sem sagdist heita Jóhann, og koma austanaf Hólsfjöllum, og ætla, til veru, á Akureyri.

Forláttú nú allt ruglid; jeg bid kærlega ad heilsa konunni þinni.

Vert þú svo blessadur og sæll! segir þinn ónýtur kuníngi

Þórbergur. Snóksdal.

Til Bókbindara:

Herra: J. Borgfjörd

á/ Akureyri

Innlagdir 32 skldngr

Myndir:12