Nafn skrár:ThoOla-1862-09-07
Dagsetning:A-1862-09-07
Ritunarstaður (bær):Eiðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 102, fol. B
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Þórbergur Ólafsson Snóksdal
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Eydum í sudurmúlasýslu. 7 dag septemb 1862.

Gódi vinur!

Hjartans þakklæti fyrir tilskrifid og sendínguna, eins og annad gott.

Mikid segir þú mjer af mannalátum, og þó mun meina til vera ef þad frjettist gjörr. Hjedan er alls meinlítid ad frjetta; tídin var mjög köld og óstödug þar til Hundad voru lidnir, sídan hefur mátt heita bezta tid, grasvögstur í medallagi, svo útlýtur fyrir gódann heisabla.

Á þessum bæ hef jeg verid í sumar, og er rádinn hjer til jóla, hjer býr aldradur bóndi og ríkur, og hefur hjer farid prýdisvel um mig; enn vída hjer um kring er fátækt fólk.

Ekki er jeg aldrádinn í ad stadnæmast hjer eystra, og nú skrifa jeg Haldóri frænda, þess efnis: ad bidja hann ad ráda mig þar sydra, og því brjefi vil jeg nú bidja þig ad leidbeina, og þækti mjer bezt ad þad gæti komist til þín adur enn Posturinn fer sudur.

Piskabli er hjer- í austfjördum- hinn bezti, og fæst þar bædi þorskur og ýsa, á línur. jeg læt 16 sk filgja brjefinu til hanns Haldórs, sem eiga vera fararegnir þess, eptir þörfum; svo man jeg ekki fleira, fyrir-gefdu þad sem komid er. Ef svo færi, ad jeg ferdadist sudur, seinnipart vetrar, þá kem jeg á Akureyri. Jeg bid kærlega ad heilsa konunni þinni. Lídi þjer alltíd vel! óskar

Þórbergur Snóksdal

Myndir:1