Nafn skrár:ThoPal-1825-07-05
Dagsetning:A-1825-07-05
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Þórunnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2415 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þórunn Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1811-00-00
Dánardagur:1884-03-16
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hallfredarstödum þann 5 julii 1825

sv: 00 nov 25

astkiæri brodir

eg þacka þér hiartannlega firir til skrifid og forklæda000id sem þu sendir mier og þikir mier þad riettfallegt og svo eg fæ ecki annad fallegra sem mier þikir enn þad var þo þad sem mier þokti vænst um ad þad var fra þér i vetur vann amma min i kiola handa ockur sistrum og er nu buid ad lita þad dock blatt og held eg ad forklædid fari sæmilega med þad og held eg þa ad eg fari ad ferdast til þin ad þu getir sied hvur0000 þad fer enn þad verdur ecki nema i þaunkunum eg skal og lata mier þad nægia ad lifa i voninni ad gud unni mier einhvurntima þeirrar anægu ad sia þig og skal eg bida med þolinnmædi þesa tima hvad mig a hrærir lidur mier vel og lifi anægd medan amma

min lifir hia mier þegar þu skrifar þessu næst þa biddu mig einhvurn mier til 00000 gaman nu ma eg ei vera leingur ad firirgefdu klorid og lifdu æfinlega vel

þin af hiarta elskandi sistir

Þ Palsdottir

Myndir:12