Nafn skrár:ThoPal-1828-01-01
Dagsetning:A-1828-01-01
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Þórunnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2415 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þórunn Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1811-00-00
Dánardagur:1884-03-16
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

00 Nov 1828

Hallfredarstodum a niarsdag 1828

hiartkiæri brodir

astkiærlega þacka eg þier firir tilskrifid sem eg medtok i sumar og þokti mier þad ecki svo onaudsinleg vinna sem þu heldur þott þu skrif adir mer a hatidini enn þad kann ad vera af þvi ad eg atti0 sialf i hlut og ætla eg en ad borga þier med þvi ad para þier a sialfann niars dag þvi eg held þad eg giori ecki annad karfa00 þvi ei verdur til kirkiu komist firir slæmu vedri ecki get eg sagt þier neitt i frettum besti brodir utann mina somu vellidan, nu þarft þu ecki ad kienna mier rad til ad rapa þvi þu get ur þad heldur ecki nema þad sem eg hef krank reint sem er ad ieta og drecka þvi eg er ordin nærri þvi eins ha og Margret hierna enn þo næ eg ecki Sigridi sistir minni nema a opt og þikir folkinu ieg vera farinn ad rapa

i haust saumadi eg mer blaann fracka sem mier þikir mikid vænt um og var hann giord ur allur vid vá0t ecki er eg nu svo glod firir nærverandi tid sem eg spauga mikid þvi ama ockar elskuleg ersvo skielfilega vesöl ad hun hefur leigid i allann dag enn kanski godur gud gefi gefi ockur ad hun komist a fætur aptur og uni ockur hennar enn þa nockra stund nu ætla eg ad hætta þessu rugli lifdu nu best brodir svo farsæll sem oskar og ann

þin af hiarta elskandi sistir

Þorun Palsdottir

Myndir:12