Nafn skrár:ThoPal-1848-09-08
Dagsetning:A-1848-09-08
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Þórunnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2415 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þórunn Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1811-00-00
Dánardagur:1884-03-16
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

00 12 jun 00g 0 sidan 20 000 þ00fi 10 ad fá Siggeiri

Hallfredarstödum d 8 Sept: 1848

Elskulegi bródir

hiartanlega þacka ieg þier þitt goda bref firir rumum manudi medtek id og sá ieg af þvi þad sem mig gladdi, ad þu lifir og lidur vel þu sier lika af linum þessum ad ieg er tórandi og þó margt ami ad þá má ieg þó svo þacka Gudi ad mier lid ur bærilega barna minningar minar eru efnileg nema Benedict litli hefur reint þad stora mótlæti ad missa heirnina og er haldid han hafi mist hana utur veikindum sem han leid á firsta og ödru ári anars sinist mönum han med öllu rádi ef þetta vantadi ecki

þu getur 0ærr hvada raun mier er send þetta ofan á anad enn hvad er ad tala um þad þvi alt hlitur ad vera gott sem gud giörir þad er i raunum minum min eina huggun æ ieg vildi þu værir nu kom in til min mér til adstodar og huggun ar heldurdu þad sie ecki meiri gustuk firir þig enn ad vera á stapa 000 Ecki veit ieg hvad ieg á ad seigia þier i frettum nema tidin hefur verid mikid bág i sumar grasvöxtur sáralitill og rigningar miklar svo menn hafa sáralitin sumar feingin hei skap en margir eiga nockrar firningar sem dálitid hialpa ieg get ennþa hvad buskapin snertir herna hleigid mier i gegnum med þvi móti sialfsagt ad ieg brúka þad sem börnin eiga þvi þad get ieg ecki mist ieg get ecki skrifad meira af kringumstædum minum i þetta

sin þvi margt anriki kallar ad mier Sigurdur födurbrodur ockar og kona hans eru hier stödd og bidia hiartanlega ad heilsa þier han hefdi skrifad þier hefdi han ecki verid svo vesæll ad han kemst valla á ferd Þordis min bidur lika ad heilsa þier hun er hier hia mier og er 00 ein utan kragana min eina skemtun hier á bæ og hialp i svo mörgu Siggeir veit ieg skrifar þier han á ervidt en finst mier þó beriast eptir vonum han vill alt firir mig sem han getur ieg vona skrifir mier linu vid tækifæri og látir mig ecki gialda þó ieg sie löt ad skrifa Vertu nu sæll og blessadur

gud annist þig þin elskandi sistir

Þorun Pálsdottir

0000000 Herra Studioses P: Palsson á Arnarstapa

Myndir:12