Nafn skrár:ThoPal-1858-09-23
Dagsetning:A-1858-09-23
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Þórunnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2415 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þórunn Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1811-00-00
Dánardagur:1884-03-16
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hallfredarstöd 23 Sept 1858

s0 16 Mars 59

hiartkiæri brodir

Medan Jon minn Benidictson er ad tia sig til ferda og leggia á hestana sest ieg nidur ad hripa þier eina linu riett til ad þacka þier sem best ieg kann tilskrifid og sendinguna mier þikir altiendt vænt um ad fá bref fra þier þó mier farnist illa ad launa þaug fallegir þocktu

mier lika bordarnir þó ieg launi þá ecki heldur en brefin first ieg get nu eckert skrifad þier þá ætla ieg ad bidia Jon min Benidictson ad vera friettafrodan vid þig bædi hiedan og fleira sem þu kinnir ad hafa gaman ad heira hier ad austan þad eina sem ieg ætla ad minast á er þad ad mier og minum lidur bærilega lof sie Gudi nema ieg er nu smá saman ad lasnast

til heilsu slæmt þikir mier ad geta ecki sendt Sigr. sistur neitt ullar hár enn mier er hreint ómög ulegt ad koma þvi þeir fáu ferdamen sem fara hiedan og sudur hafa nog med sig ieg ætla nu ad bidia þig ad heilsa nu fra mier Sigr og seigia henni ad ieg bidin hana mörgum firirgefningar á þvi sem sie i böglinum og verdurdu ad skrifa heni med þad er sockar á fotin á henni ieg vona hun forlati mier þetta og taki vilian firir verkid ieg kemst ecki til ad skrifa heni eitt ord Jon er ad qvedia og ieg qved þig og bid gud ad anast þig 000

þin elskand sistir

Þorun

Þordis min bidur ad heilsa þer

S. T. herra Sudent Páli Pálssyni i Reykjavik

fylgir eptir innihaldi

Myndir:12