Nafn skrár:BenHal-1905-09-21
Dagsetning:A-1905-09-21
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

eins og representatives, preachers and Lay menn sem koma eins langt og frá suður afríku asíu eins og víðar, þá voru hér yfir r200 að komandi það er og svo opt stór samkomur af kirkju fielögunum og bindindis folkinu sem altaf er að berjast við, the liquor traffic, drykkju skapinn sem er töluverður í americu liquor og vínsölu menn halda og so ekki kirru fyrir með að skera eld að sinni köku, sem kansgi best sieðst þá kossningar eru yfir alt land eins og í bænum þá þeir spenna hundraðs og þúsundum af dolls til þess að fa að gang eður hærri tölu, hvert það er í bæar stjórnum eður við the government, þo eg altaf vilji halda með Canada fram yfir Bandaríkin, þá vinna Bandaríkjamenn betur og harðary fyrir bindindis fielagið og þeirra sök, og þo að þeir hafi við stærri beast að figkta þar, eg vona nú að bindindis folki og fielaginu fari að ganga betur hér eptir eins og það er altaf að verða sterkary og meira sam fielag með að drífa ut drikkju skap og þar af leiðindi ógæfu fyrir men konur og börn,

temperuna var leingi eins og sér stakt félag, mismunandi trúarflokkar gáfu því eins og lítinn gaum, þott að sæju að var á ríðandi málefni, nú hafa prestar og kirkju flokkar tekið það upp eins og í sameinugu við misjonary vinnu oig hafa nú drifið sig vel með það uppá síðkastið, eins og þeir finna að þeir hafa verið of slakir með það til þessa eg mánu til að fara a hætta þessu omerkilega klóry, enn það sem við vorum að minnast á um spiritualsim anda trúar menn, þa má eg sega þér að eg stunda þá ekkert og spir ekki eptir neinu, það eru svo margir uninspired and ungodly prophets and false teachers og fortune-tellers, sem altaf eru eptir peningum og veraldar heiðry fyrir vinnu sína svo þo eg sjai eða heiri um verk þeirra þa er það eins og annað sem eg sie í blöðunum enn set ekki á hjartað, kansgi að eg sie orðin of gamal dagslegur að eg samlaga mig ekki neinum af þessum nýmoðis andar trúar flokki prophets and fortune-tellers

eptir því sem eg eldist þá finn eg meira og meira til þess hvað á ríðandi það er að trúa og treysta guði fyrir aullu hér, eins og hér eptir og til hans náðar og miskunar vil eg láta með alt sem með þarf, og þá kémur að þeirri síðustu stundu hér þá lítur maður til guðs náðar og miskunsemi í fullry von og trú um að öllu sie óhætt, goði Torfi, eg hugsa á valt til þín eins og besta bróðurs og fanst altaf vera óverðugur þinnar og ykkar hjona mörgu vel gjörða, og svo er eins og þín morgu og einlægu bréf hafi dreigið mig nær þér í anda, svo eg má biðja þig að fyrirgefa hvað þetta kémur seint og klaufalega á bréf komið, eg hugsa stundum þá eg sie þig alla þína alla okkar astvini og vandafolk hjá guði hvaða gleðifundur það má til að verða, Sigríður biður nú mikið vel að heilsa þér og Guðlaugu þinni og þið bæði hafið mína bestu kveðju og oskir að guð friður og kærleiki megi ávalt hvíla yfir ykkur og börnum ykkar þinn einl vinur

B. Halfdan.son

21 af Sept. 1905

1 1/2 Montrose ave, Toronto Ont Canada

Elskulegi Torfi minn!

þott ekki sé búskapur eður hay annir til þess að taka upp minn tíma, þá hefur nú samt deyist leingur að skrifa þér enn að eg ætlaðist til, og eptir allann dráttinn þá finst mér eins og a þettað verði frétta litið bréf og ekkert líkt því sem þú ættir þó skylið frá mér epir þín laungu og goðu til skrif sem mer eru avalt kær kominn.

eg þakka þer mykið vel fyrir þitt alúðar fulla til skrif af 26 nov 04 sem eg fekk með bestu skilum 6 Janu, 05 eins og það eru mestar fréttir í þínum brefum sem að við fáum að heimann, þá lítum við opt í brefin frá þér og þá þeim hefur fylt sorg og söknuður þó hefur þeim og svo fylt hugrekki trú og von til hins algoða guðs in hvers

hendi nað og varðveislu þið eruð eins og allir sem honum treista af ollu hjarta það er óneitanlega satt, sárt er að missa sína, sæla vini jörðu á, og þá þeir hverfa sjónum vorum hver á eptir auðrum, þá reinir það á þolinmæði sterkry trú og von til guðs, þeir sem vona a Drottinn fá nya Krapta, því guð er vort hjálpræði á neyðar tímanum, það gladdi mig að heira þig sega eins og þær mestu trúar hetjur hafa sagt, í aullu þessu þá auðmikjum við okkur undir guðs vilja og það er satt sem þú segir að okkur er hér mart ó skiljanlegt og að það bætist alt þá við höfum mist svo mikið hér, okkur þotti mykið um að heira af missir Ingibjargar, og meira af því sem eg og við mundum svo vel til hennar bjarta og gafulega andlitis, siðferðis og trúar á guð föður ljósanna frá hverjum öll góð og fullkomin gjöf kémur frá,

og það var eptir tektar verdt að heira af hennar hjalpsemi framm förum þolinmæði og heilagry stillingu, til þess að guð tók hana til síns náðar ríkis enn að minning hennar lifir sem ríkur fjár sjóður hjá aullum sem hana þektu og andi okkar lítur með fögnuði von og trú til guðs náðar og miskun semi að fá a sjást hjá guði, þar sem einginn að skylnaður er framar, og ekkert sem gétur hindrað ró semi eylífrar sælu hjá guði og hans utvöldum, það sínist ávalt vera ljúft að minnast þeirra sem að voru eins og vagn á vegi, auðsíndu manni elsku og velvild í aullu þá saman vorum, svo það hefur verið og er mín innileg bæn til Jesus Krists míns frelsara að meiga fá a sjá alla vini og vanda folk þá þessu lífi er lokið sem ekki verður nú svo langt að bíða, eg var borin 22 af apríl 1845 svo þú sérð að eg er farin að eldast, þó það kansgi sjáist ekki eins og að flestir hér taka mig einungis fyrir 50 og sum minna

eg má vera þakklatur við minn himneska föður fyrir margt og sérstaklega fyrir góða heilsu á salu og líkhama, lopts lag hér hefur att vel við mig altaf nægur hvíldartími eptir dags vinnu og nú í 6 ár þá hef eg ekki unnið neina harða vinnu svo það er ekki að furð þott eg hafi eins og ingst upp, þá heilsann hefur verið goð og nægilegt af auðru sem sem með þarf til lífsins viður halds Sigríður var fæðd 23 af June 1844 og ber sig fremur vel en þá og geingur vel að öllu sem þarf að gjöra, börnin hafa og so verið við goða heilsu, Kristín vinnur enn þá við offis vinnu sem eg mun hafa getið um firri hun for listi ferð að sja islendinga í sumar það var nokkuð yfir hundrað mílur þar er setlement af nokkrum löndum og dvaldi hun þar í 2 wikur og sagði að islendingar hefðu verið hinir hinir glaðlegustu sem hun mætti þar, og þo að sumir, sér staklega konur gátu lítið talað af ensku

Jon hefur enn þa stundað skóla kenslu þá han var búin við alþíðu skolann fór hann á hærri skóla næstliðin vetur var han að læra, commercjal trade og vantar að fullgera það næsta vetur skólar birja hér firstu viku af septem til seinast í June, Jon hjalpar sér nokkuð sjalfur með því að selja dagblöð á kveldinn sem ekki tekur han þó meira enn ruman klukkutíma eins og að hann hefur fasta kaupendur svo han er vanalega búin við það 6 akl það hindrar ekki skólan eins og að skolin er uti kl. 4, uppur blaða sölunni hefur Jon rúma $ 3 dali á viku eptir að borga auðrum dreingum til þess að hjalpa sér, eins og að þeir eru hér opt í stór hopum að selja blöðin 2 yfir höfuð þá líður okkur vel og við reinum að bruka lífsins gæði til þess að hress upp og gléðja lífið í fullri von og tru til guðs um annað betra hér eptir;

seinasta bréf að eg hef feingið frá Bjarti var í may þá þikist hann vera að mestu leity vera búin með vor verkinn og þikist hafa 25 ekrur af höfrum 55 af corni og 20 af hveiti sem að han vann að eirn samall á samt með auðrum mála verkum sem koma fyrir bændum, hann segir að alt sie í góðu á liti fyrir sér eins og að allir sínir sieu heilsu góðir og börnin vel efnileg han segist hafa gjördt eins og eg hafi beðið sig, nefnl, að skrifa þér og segist hafa sagt þér sem mest gat um sig og Larus með auðru fleiru sem mér þotti vænt um eins og finst að ekki megi minna vera enn að maður láti vini og vanda folk vita um sig ein staka sinnum eins og að frétta bref og blöð komast nú fljótt og vel á milli, þott að sie vík eður fjörður og stórt haf á milli okkar nú þá er eins og að vega leigdin sie altaf að stittast, Bjartur segir ef alt fari vel í sumar þá geti hann því nær borgað fyrir landið sitt

sumar veðrattan hefur matt kalla goð og hagstæð fyrir flesta at vinnu í americu hitinn varð mestur í July þá það naði 90 to 100 í skukka og var eg að hugsa a það hefði verið góður töðu þurkur á íslandi ef þið hefðu haft dálítið af því veðry, yfir höfuð þá er sagt að bændur hér hafi haft besta sumar og á gæta uppskéru, Canada er kölluð kornhlaða Englands og spádómur er nú að eptir 10 ár þá géti Canada fóðrað forty milljon people in great Britain, Canada hefur nu um six milljon að folks tölu sem er dreyft yfir land á stærð við Europe, fólks flutningar eru myklir til americu yfir höfuð af mörgum þjóðum og tungumálum eg heiri og svo að nokkuð hafi komið frá íslandi sem alt hefur farið til manitóba, þar sem flest er af löndum okkar, enn þeir sem halda sér við Ontarjo mun mikið kom til af því sem að er meiri veðursæld enn land rímið og fyrir þá sem hugsa að taka upp land þá er manitoba og north westur Canada best fyrir inn flutninga og bændur

Bæir og þorp stæðka hér mikið og flest sínist á fram farar vegi hér westra síningin mikla sem er haldin í Toronto á hverju hausti er nylega af stæaðinn, síningin stóð yfir í 2 vikur og var sagt að kæmi á hana 500.000 folks Labor day allra verka folks dagur varð þar fjölmennastur þa það varð fyrir 100.000 næst varð skolabarnadagurinn fyrir alla skóla síningarflöturin er sléttur á milli 75 til 100 ekrur með stór byggingum á og er með fram vatninu ontarjo þar sem að gufu skip og bátar eru á ferðinni fram og aptur sem að gjorir ut sjonina betry og líflegri a síningunni var alls konar handiðni og verknaður svo að sega frá aullum löndum eins og flestar sortir af lifandi fienaði smáum og stórum frá íslandi sie eg þar vanalega eitthvað svo sem mismunandi fugla sortir svo 000 peninga mintina þar var og svo gamly spuna rokkurin kambar hespi tréð og gamli vef stóllinn og svo fv

það eru miklar umbreyting og endur bætur á vel flestu í samann burði við þá firstu síningu sem eg sá í Toronto altaf er eitthvað nítt upp fundið og endurbætt sem fljótt kemur á síninga staði og nu eru þeir strax farnir að tala um og raðgéra fyrir betry síningu næsta ár og sagt er að síningar hér sieu betri enn að þær eru á Englandi, síningar þessar géfa manni betry hugmind um hvað gjörðt er eins og margt hvað sem til er í nátturunar ríki og sumir ekki vita um nema eins og í draumi, það er svo eptir tektar verðt að sjá hvar hundraðs og þúsundir af fólki er saman komið ungir og gamlir af öllum þjóðum litum og tungumálum enn þó ber það valla við að maður sjai 2 aldaylis líka Toronto er eins og á milli netalagna af járnbrautum er og svo sögð eirn su besta american city enda eru hér opt stór samkomur og funda staður, conventjon, af einhverri sort líkt og var í sumar þá sunnudaga skóla fundurinn var haldin og að þá komu menn ur öllum attum

Myndir:123456789101112