Nafn skrár:ThoPal-1834-09-01
Dagsetning:A-1834-09-01
Ritunarstaður (bær):Kirkjubæ
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Þórunnar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2415 b 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þórunn Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1811-00-00
Dánardagur:1884-03-16
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

s0. 18 feb: 1825

Kyrkiubæ þann 1 Sept: 1834

hiartkiæri bródir

Þó ieg hefi nu ecki marga fritima firir imislegum bagindum sem hier eru mina og svo lika þurfi ad skrifa firir fleiri enn mig þá má ieg þó sist undanfella ad pára þier linu þó ecki væri annad enn þacka þitt elskurika i og mier ad veniu ánægusama og kiærkomna bref af 14 febr firra árs, ieg ad sönnu sie ecki opt linu frá þier firir vegaleingar skuld enn þaug eru mier þvi dirmætari sem ieg fæ þaug skialdann ecki þikir mier þu of langordur gódi bródir þan sem þu talar um ockar sáludu heittelskudu ömmu þvi ieg seigi þier satt ad anad umtals efni er mier ecki þessu00dvara firir utann þad ad heira vellidan þina ieg ætla nu ad seigia þier frá þvi i þeirri von ad þu heldur 0eliar mig til þess enn þad ad ieg ætla ad fá einhvurn smidara hier til ad smida treverk kringum leidi

foreldra ockar ömmu og systra sem alt er grafid i sama reit og er ecki stærra ummáls enn 2 stór leidi hvurt vid hlidina á ödru svo þad er ecki svo mik id sem til þess þarf þikir mier þvi næsta litilsverdt ad betala þad þvi ieg er lika nogu rik þu heldur máski þettad sie mont enn þad er þó ecki afasistir min gefur mier sva mikid og langtum meira enn ieg vinn til og bordir min ecki mina ad sinu leiti þvi ieg vinn ecki til þess af henni enn hun er þó aldrei nema ad gefa mier firir utan önnur hennar giædi vod mig sem eru ómæld þær eru nu mikid vin= =sælar badar mægdur af qvef landfarsótt sem hier geingur mikid geist ur henni hafa margir sálast helst gamalmenni as0000 ockar er buin ad liggia rumföst i hálfann mánud enn er nu heldur ad siá i aptur bata ieg vaki yfir henni mikid af nattunum og er altiendt hiá henni á daginn

ecki hef ieg enn þá st00ugum veikst og sialf ieg hef komist svo leingi fri þá hielt mier ieg muni sleppa þvi er midur ad ecki get ieg sendt þier neitt af Gröndals qvedunum og eckert var af þeim hiá ömmu ockar sal eptir þad ieg ein til nema fánin sem ieg hef öll sied i þeim 0000litudu, og ieg veit ad þu hefur og eckert veit ieg hvar þaug muni vera nidur komin frettum öllum sleppi ieg þeim verda ad skrifa þær sem fliótar færa pennan enn ieg æ skal þad nu satt besti bródir ad ieg eigi ald ad fá ad siá þig? fardu nu ad færa þig undan liótu iöklunum til fallegu sveitana þier þockti þar einusini bædi fallegt og skemti legt 00 i sveitunum ieg ætla nu ecki ad vera leingur ad þessu rugli sem þier verdur ecki nema til leidinda ad lesa afasystir ockar og Þ min bidia ástsamlega ad heilsa þier vertu nu sæll bródir min gud og luckan veri med þier þad er sifeld ást

þinar sanelskandi systur

Þ Pálsdóttir

PS d skrifadu mier vid tækifæri mier til gamans lifdu vel

0000000 herra Studioses Páll Pálsson Stapa

Myndir:12