Nafn skrár:ThuHal-1852-08-20
Dagsetning:A-1852-08-20
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:Sólveig var dóttir Þuríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2748 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þuríður Hallgrímsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1793-03-03
Dánardagur:1871-10-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Ljósavatni
Upprunaslóðir (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Hólmum, 20 aug. 1852.

Elskulega dóttir mín!

Eg man nú ekki glöggt hvenær eg skrifadi þér seínast, samt minnir mig þad væri í dögönum áður enn eg fór frá Kirkjubæ. Eg vona líka ad Signí sistir hafi fundið þig og geturhefur hún bezt getad sagt þér af okkur._ Mikið saknaði eg ad fara frá Kbæ; því þar féll mér vel, bæði hafdi eg þar nóg undir höndum og var sæmilega ánægd. Eg kunni líka betur við ad geta gert dálítið gott enn nú geri eg það víst ekki framar; hér hef eg ekkert undir höndum nema þad sem mér er gefið dagsdaglega._ Bædi hofum við verið vesol í sumar, og eg hef stundum valla getað dregið mig út og inn, svo ekki hefdum við verið fær fyrir ad þjóna köllun okkar lengur, við gátum líka skilið svo við kirkjubæ, að móttakanda líkaði allvel; prestur sá er fátækur enn góður.

Dável hefir okkur fallið hér; við búðinn er hin bezta og af öllu nóg, enn fremur er svakksamt; Bína hefir líka unað sér nóguvel; hún er ætíð hjá fólkinu nú við heíverkin. Sigríður er viðkunn_ anleg og gáfuð stúlka, börnin eru öll frísk og skemti_ leg. þau eru góð fríðu og hún er líka altend hjá þeím._ Ekki varð af því ad sistkinin gæti komið norður í vor, og held eg Bínu lángi þó til þess; hún ætlar nú ekki að lofa neínu, enn huxa til þess svo sem hún getur, annari er hér víst nóg ad gera á öllum húnum, eínkum á vorin við varpið, hjónin atluðu hálfpartin norður í sumar, og þá Þorg. og Tómas, enn það verður víst ekkert af því fyrst Hildur atlar ekki ad sigla. Eg get ekki sagt þér neitt annað um hagi mína enn þeír muni verda svona framvegis og eíns um Bínu, samlidi er hér gott milli allra._ Séra Hallgrímur er ætið fáskiptin og hægur og gladur þegar á hann er yrdt, hún er líka altind glöð og góð. Benidikt bróðir þinn var hér hálfann mánud í

sumar við slátt. Ekkert veit eg um hvað hann gjörir við sig eptirleíðis; hann kemur hér víst aptur í haust med fénu, og verður þú dáltinn tíma.Ö Sigurður held eg verði hér eptir leíðis; hann er gbæði þægur og duglegur; um Sveinka og Borgu veit eg ekki.Ö Eg hefi engar fréttir til ad seígja því bæði er ad ekkert ber merkilegt til ad og eg nenni ekki ad skrifa meír enn þarf._ Eg atla nú samt ad biðja þig skrifa mér stórt og fréttamikið bréf og passa ad koma því nógusnemma; ég held fari nú ekki opt að skrifa því Bína hefir annad ad gjöra._ Hjonin hérna og Sigríður biðja kærlega ad heilsa þér og þá fadir þinn fríða og Bína ofurvel ykkur öllum. Eg kveð þig sjálfa með elskulegum manni og börnum með innilegustu blessunaróskum!

þín síminnug elskl. móðir

Þurýður._

Við biðjum ofurvel ad heilsa ad Arnarvatni og Skútustöðum. Segdu eg biðji Jón litla Þorlaksson ad skrifa mér og segja hvernig peísan fari.

Til Madme Solveígar Jonsdottir Gautlöndum

Myndir:12