Nafn skrár:ThuHal-1852-11-08
Dagsetning:A-1852-11-08
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:Sólveig var dóttir Þuríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2748 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þuríður Hallgrímsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1793-03-03
Dánardagur:1871-10-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Ljósavatni
Upprunaslóðir (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Hólmum. 8 Nóbr. 1852._

Solveig Elskada dóttir góð!

Astar þakkir fyrir brjefið þitt af 8 aug. eíns og allt! Mjer þótti ofurvænt um þad, eíns og öll önnur. því þau færa mjer vott, um þitt sama góða og dótturlega hugar_ far til mín. Jeg hefi nú í haust verið betri til heilsu enn þegar jeg skrifaði þjer í sumar, og eins faðir þinn. Bína hefir verid fremur vesol stundum af blóð= og graft rar= kýlum, og eitt hefir hún nú á hálsinum, og er því ekki gód ad lúta ofanad pappírnum. Fríða litla vex og veldafnar; hún er nú dáltið farinn að lesa. sjera Hallgr. gaf henni skrifbók eíns og hinum börnun um: Atlæti og all viðbúð er hin ákjósanlegasta Við gátum því notið sannarlega ellinnar rósemi og ánægju að vera hjer hjá velefnuðum og viljagódum syni okkar. og hafa nokkuð undir höndum, og til að gefa med okkur. Ahiggja fyrir Börnonum þarf ekki heldur að liggja þúngt á okkur, nema þessi 2, sem sem með okkur fóru, og treýstum við guði að sjá fyrir þeím eíns og hinum. Eínkum er það mín mesta gleði

að vita ykkur sem ráðvandar og góðar manneskjur og vel metnar á mannlegu fjelagi. En á þessa gleði skyggði heldur fyrir okkur, þegar við haust fengum brjef frá Olafi í Viðeý, sem bar okkur heldur óblíðlega fregn um ólukku sonar okkar sjera Þorsteíns. _ Jeg þikist vita ad þið hafið heýrt þad;_ Brjefið þar fremur fantalegt og ekki þægilegt tilfinníngarsömum foreldr. um Höfuðefnið er Sigríður kona Þorsteíns er kominn aptur heím til föðurhúsanna, og er það kennt drykkju skap þorst., sem kvað hafa verið nokkur á undan, en þó mestur í sumar vegna þess ad lausamaður þar í sókn_ inni, hafdi æfinlega haft brennivín til handa honum fyrir penínga. Þorst. hafdi annars mikid haldist þetta uppi á undan, vegna þess hann var rausnarmaður mikill, og kunni sjerlega vel að tala fyrir sig. Sigríður í Viðeý skrifar Kristrúnu og segir henni greínilega frá þessu. Fyrst hafdi þorst. skrifað Olafi, svona; "seígist hann vera búinn ad tapa ást sinnar elskuðu konu hvað eð konu mest til af því ad vinumadur sinn hafi borið sig svo eptir velþóknun hennar ad hún sje farin að hafa ámæli af. seígist han því hafa vísað manninum í burtu með mestu lempni, en konan hafi orðið sjer svo sár reíð og hótað að gánga í burtu;" þá fór Olafur suður og kom dóttir hans með honum aptur til baka. Se0reteri talar svo um þ. eínsog engin guds neýsti eða sómatilfinníng sje

honum. Sýðan hefi jeg ekkert frjett hvernig Þorsteíns lídur og er jeg fremur óróleg útaf því, það má nærri geta aað ástand hans er ekki skemtilegt, þar sem hann stendur eínn uppi síns liðs og engin mælir honum bót. það er það eína sem jeg huxa um ad hann gæti verið góður maður. Bid þú fyrir honum og þad skulum við öll gera. Jeg hefi nú í sumar fengið svo fá brjef að norðan, ekki nema frá Signýu og þjer, sem kom 18 Oktbr._ skrifaðu mjer sem optast til það vildi jeg þú kæmir innað Hálsi, því Valg. þikir vænt um það um annað lengra ferðalag er ekki að tala í þetta sin. Fáar þik mjer þú hafa vinnukonurnar, þad er þó óf; þið verðið að hafa úti allar klær, ad reína að fá þór. Sigurg. veít jeg skrifar; honum líður annars bærilega; hann er nýbúinn að eígnast dreng sem heítir Hannes. Benid. er hjá honum og held jeg verði eptirleíðis. Seínna vil jeg skrifa þjer rækilegar brjef, þegar Bína er betri að skrifa. Berðu kveðju mína ad Arnarvatni og Skútust: Sjálfa þig með manninum og drengjonum kveð jeg í ást með óskum allrar góða.

Guð veri æ med ykkur. þín sannelsk, móðir

Þurýður og Bína systir þín.

Til Maddömu Solveígar Jónasdóttir á Gautlöndum við mývatn.

Myndir:12