Nafn skrár:ThuHal-1866-08-12
Dagsetning:A-1866-08-12
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:Sólveig var dóttir Þuríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2748 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þuríður Hallgrímsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1793-03-03
Dánardagur:1871-10-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Ljósavatni
Upprunaslóðir (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Hólmum þann 12 April 1866

Elskulega besta dóttir!

Astríkar þakkir fyrir þitt goda brjef af 27. þan sem jeg með tók ekki fyren laungu eptir að jeg skrifaði þjer til loksins þegar póstur fór og er sköm að jeg skuli hafa vanrækt að láta þig vita hvernin mjer líður þó aldrei væri það meir. okkkur líður bærilega utan hvað kvef veikin kom hjer við eins og víðar og lá eg undir halfan mánuð rumföst en er nú fyrir skjemstu orðin frisk aptur nema hvad ellin stígur yfir mig eins og von er á. Mágkkona mín hefur legið sið= an um fráfærur hún lagðist first í kvef= sóttinni en þegar fram í sótti snjerist hún i hennar gömlu veiki og hefur hún verið of boða um að öðru hverju og vesnar ef hún reinir nokkuð að stiga ofan fyrir

rúmstokkion sra Hallgrímur hefur verið láglega haldin i vetur með heilsu far (eins og mig minnir að eg segði þjer i vetur) sem þú mátt nærri geta þar mun þaug börn sem fæddust um Jóla föstu vóru ekki skírd fir en firir hálfum manuði síðan_ um Niárið fór han útí kaupstad og þjónustaði þar man og i öðru sinni skírði hann þar barn en lagðist i hvertveggja sinni þegar hann kom heim. það hefir opt verið hugsan mín að 00ni mundi filgja á eptir þorsteni bróður sínum en Guði hefur þóknast að spara hans líf alt á þennan dag en það varð þá annar i hans stað og finst mjer dauðin ætla að höggva skarð att okkar en fyrir okkar sjónum leit út eins og þeir báðir ættu mikið gjört i sinni lifs= stöðu þar sem börnin vóru svo úng hjá téðum en Drottin heldur sinni hendi yfir þeim og er þeim faðir eins og allra föður lausra og má eg lofa Guð fyrir frelsi þeirra, ekki hef jeg frjett neitt frá Lundarbrekku hvernin þar liður með efna

hag eda og margt annað sem jeg hefði gaman að vita um svo jeg geti ekki bætt úr því næl: skuldir hvað miklar þær væru og hvað börnin eru mörg. jeg iminda mjer að maður þinn sje þessu bezt kunnugur og vil jeg biðja hann að segja mjer hvað i brjefi ykkar sem óska að þvi skrifir með næstu póst ferð hvað er mjer mikil gleði að vita sem optast hvernin ykkur börnum minum líður þó jeg ekki geti borgað það í sömu mind,, Jeg heiri sagt að seinni ástkjæri maður sje forsvarsmaður fyrir Guðbjörgu i Felli jeg hef ekki frjett neitt þaðan síðan i vor að maður þinn var þar staddur þegar póstur fór hjá en hann gat ekki sagt mjer neitt meira, nú lángar mig til að vita um hvort að menn mættu vonast af (00tir búinn eptir Grænavatnsskuldinni: sem jeg veit að manni þínum er kunugt um, fyrir mina á vísun hefir Jakobína feingið 82 Rdl frá þorsteni sl: sem kanske þorsteinn hafði lánað honum eptir gjalld= af Grænavatn skuldinni en reikningin yfir eptir gjaldið sendi sra Hallgr Pjetri i

vetur þú getur um hvað sra Þorlákur var komin hættu i000n og var aumt að frjetta bæði þaðan og fra Hlíð hvað veikindin vóru þar mikil lof sje Guði fyrir að hann hefur gefið hönum og öðrum helisuna aptur. um heilsu far ykkar hefi jeg ekki neitt frjett síðan i vetur að þú skrifaðir mjer til það gleður mig að heira hvað þeim frændum litlu geingur vel og vil jeg óska ykkur til lukku með hann einsog ölluykkar börn að þeim fari fram i öllu góðu en sárt tekur mig nú að geta ekki hjálpað uppá ykkur með Kristp lita og þurfa að halda inni þvi lital sem ykkur hefði kunnað að hlotnast af efnum foreldra ykkar en þvi veldur Sra Mag= nús i Kirkjubæ með þvi að gjöra mig af skipti þvi sem mjer bar að fá eins og öðr um ekkjum sem þar vóru i brauðinu en það sem jeg hef feingið frá Hlíð og Vogum hefi sig látið gánga til Sigurgeirs þar hann var komin i svo miklar skuldir en mig tók sárt að via hann færi á heppnin með öll börnin og þar fyrir utan fet0 jeg mikið hönum smá veigis,

Myndir:12