Nafn skrár:ThuHal-1866-11-17
Dagsetning:A-1866-11-17
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:Sólveig var dóttir Þuríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2748 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þuríður Hallgrímsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1793-03-03
Dánardagur:1871-10-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Ljósavatni
Upprunaslóðir (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Hólmum 17 Novenber 1866

Elskulega dóttir mín góð!

Af þvi eg veit ekki hvert þú hefir nokkurntíma feingið brjéfið sem eg sendi með Gudnyu í Sumar því hún gat ekki komið til þín sem hún þó ætladi ad gjöra. Þá vil eg nú reina ad senda þjer fáeinar línur, í von um að þá fá brjef frá þjer aftur med pósti, því satt ad segja veit eg ekki hvert þið á Gautlöndum erud lifandi eda ey, eg heirdi i Sumar ad madurin þinn hefdi leigjid fyrir dauð anum og þú værir mikið lasin líka, meira veit eg ekki, enn eg bædi óska og vona ad Gud hafi gefid ykkur heilsuna aftur, og ad eg frjetti alt gott med póstinum med þessari von ætlar eg ad bíða hans. Jeg veit ad dreíngirnir Björn og Kristján hafa tekid suður í haust, ein0ingar0tir, Guð fylgi þeim og láti þá verda 00000 sóma og frid ættjardar sinnar, eg bið hann ad láta ykkur foreldronum ad lifa sem leingst til ad alla önn fyrir þeím mörgu bónnum sem hann hefir gefið ykkur, Guð veit ad það tekur a

Heilsadu Sygníu fra mjer þegar þu sjerð hann.

mig ad vita blessud börnin á Lundarbrekku og eins í Felli, vera munadarlaus, já heím er öllum vorkun sem Gud sviftir svo snema föðurad= stodina, en þeim verdur eitthvad til, mig minnir eg bædi þig í sumar ad seigja mjer alt hvad þú veist af þeim heimilum, svo eg itreka þad ekki neíttmeir Hjer er ordin nokkur umbreiting i haust, en ad von minni ekki nema um stundar sakir nl burt för bróður þíns, þa hann hafdi leingi ætlad sjer þessa ferd til reinslu vegna heilsuleisis síns, en hefir ekki treist sjer ad fara med Seglskipi en svo vildi vel til ad eíngekkt Gufuskip kom híngad eftir fje þad lagdist hjerna rjett fram= undan bænum og var þar i hálfan mánuð Eiríkur Magnusson var með þeím og stóð fyrir fjárkaupum þeirra, þettað skyp átti reindar ekki að koma hjer heldur á "Saudakrók" en tileisti híngad undan ósjóum, og vildi svo ekki fara leingra enda feíngu þeir hjer nóg til þad urdu 2, 300 ad tölu Með þessu Skypi sigldi bróðir þinn og börn hans 2 Þurydur og Jónas, þaug fóru hjeðan 2an Október jeg sakn hans mikið, eg er svo hrædd um ad hana hafi ekki vel þolad ferdina, Jeg hef alltjend í 59 ár haft eitthvad af mínum eigin börnum hjá mjer fyrr en nú, þad geingur svona i þessum heim, jeg er nú ekki svo ad kvarta um þad

bara ef Guð lætur þeim öllum líða vel þá er eg ánægd, _ Af sjálfri mjer get eg ekkert sagt þjer nema Tóma vesæld; fyrst vard eg aldrei jafngóð eftir kvefveikina í vor, og svo vestnadi mjer aftur í haust svo eg er sífeldlega lasin. Kristrún mín er við allgóda heilsu og allir adrir hjer frískir, þó kuldin atli hreint ad nista alla sundur, þvi þad sem af er honum vetri hefir verið mikið hörd og ónotaleg tíð. Eg veit Bína skryfar þjer alt um sína hafji, enda get eg ekkert sagt þjer um hana þvi eg hef ekki feíngð brjef frá henni sídan i Júlí, jeg er óroleg af því, hinn var ádur svo pössunarsöm ad nota hverja ferd, . _ Jeg var hreint búin ad gleíma þvi sem eg þó atladi ad seigja þjer, nl ad Sjera Jón í Heidölum sigldi líka í haust, aumínga kallin hann var ordin nærri blindur, og ætladi þa00d leita sjer lækníngar, svo hjer eru ekki mjög margir Prestar í Kring. Jeg sje nú ekki annad rád betra en hætta þessu ósamanhangandi rugli, eg vona þú virdir þad mjer og skryfaranum til vokunar hvad þad er ófullkomid altsaman Að endingu kved eg þig med manni og börnum og bið Guð ad vardveita ykkur öll og leida á vissum veigi þad seigjir af hug og hjarta þín heittelskandi móðir

Þurydur Hallgrímsdóttir

Mágkona þín og frændstúlka biðja kærlega ad heilsa

Madama Solveg Jónsdóttir á Gautlöndum við Myvatn._

Myndir:12