Nafn skrár:ThuHal-1851-01-08
Dagsetning:A-1851-01-08
Ritunarstaður (bær):Kirkjubæ
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Sólveig var dóttir Þuríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2748 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þuríður Hallgrímsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1793-03-03
Dánardagur:1871-10-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Ljósavatni
Upprunaslóðir (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Kirkjubæ, 8 dag Jan. m. 1851

Hjartkjæra elsku dóttir!

Innilegasta hjartans þakklæti á miði þessi að færa þer firir elskulega bréfið þitt af 16 Decembr f. á. með tekið seinasta dec. _ samt allt annað Dótturlegt frá því firsta! Það gleður mig og okkur hérna svo Hjartanlega að fá fra ykkur bréf, meðan við sjáum af heím að ykkur líður bæriliga;_ Guði sé lof! það sama gét eg gladt ykkur med af hug um okkar eins og vant er, nl. allt bærilegt, heílsufar og við ur= væri. _ Vænt þókti mér um að heíra ad ykkur mæðgin = önum líður bærilega og heítt er í Bað stofuni; Jeg sárkíndi í brjóst um þig í fyrravetur með úngt Barn og bólgnar Hendur. Mikið þikir mér bágt að heíra um ástand Guðrúnar minar á Skútustöðum; það er að sönnu ekki verra enn eg bjóst við; Guð hjálpi henni veslíng og géfi þad bagist eitthvad! _ það væri betur ef þér Systur væri komnar í burtu eitthvað, fyrst þær eru svona lélegar. _ Jeg trúi að eg vildi að þaug Steffán og Guðr. væru komin á Voga partinn enn Asmundur aptur fram= eptir; _ kannské Helgi kallinn lagaðist þá heldur; það er sjálfsagt bísna munur á Jörðonum, enn ekki þyrfi eíni Mannmargt á Vogum; kálnitin mun vera lík eptir fjöldan= um: það er betra kál í koti, með kyrrd og ró._ Enn ekki segdistBað maður þinn ad heilsa mér

Ekki vissi og hvar Jón Sigurðsson bað að heilsa mér og beiddi og i efa hvort það var alþíngismaðurinn eda Jón á Gautlöndum.q

Hvörnin atli það væri, ef þið Hjónin nefnduð þetta við þaug Steffan og Guðrúnu? það tæki þá ekki leíngra, En_ þæg og hæg Jorð eru Vogar með flest einkum Heiskapinn._ Það væri betur ad Séra þorlákur feíngi Arnarvatn, samt öllum ad skaðlausu; það er bædi falleg og honum hentug jörð, meðan hann hefur heilsu til að þjóna Kirkjonum._ það hefur heíst hingad austur að Tjörnesíngar vilji fá Sra Þ. enn lúta aptur Séra Jón Ingjalldsson uppeptir. Jeg hefi hugsað að Mývetníngum væri ekki um það._ Til Peisunnar _ sem Rebekka biður um _ lángar mig til að hugsa einhvörn= tíma þegar vítalídur ef nokkru verðum umþokad að gjöra; nú bið fyrsta á að fara að tæta í vefi Heldurðu eg riðje ekki nokkru af??_ Málhildur gl er í Fjósinu; Kristín í Eldhúsinu, og Borga mjólkar og gjörir sona dáltið frammi við, hún er nú ekki í fullkomnasta lagi veslíngur._ Kristín og Grímur eru nú ad meining okkur trúlofud; hún atlar med honum gr: að haltast til Sigurgeirs, ef hann kémst þángad sem ekki atlar ad gánga gleðilega, því þeir vilja ekki standa upp sem þar eru nema þeím sé útvegad gott jarðnæði, enn það er nú ekki svo audvelt: faðir þinn er nú ad brjótast í þessu, sosem hann gétur._ Jeg er nú huxandi útaf því, hvaða skaða Sigurgeir hefur af því ef hann kémst ekkert þetta ár, búinn að ráðstafa og velja mest af sínu. enn ekki géta þeir á galtast: setid nema 1 ár að eg held._

Faðir þinn hefur keýpt af skurðarfi í Haust eitthvað um 50 skurðarf mest saudi. 100 ær voru settar á vetur med trað= ar ánum 15. og Sauðir 46. lömbin eru öll í fóðrunum. Kírnar báru 3 þegar 3 vikur voru af vetri, enn lánskír sem við hofum _ bar fyrir vetur; svo eg hefir nú haft sæmil. mjólk síðan._ Jeg man ekki hvort eg hefir sagt þér, að Faðir þinn keípti í fyrra klædisþök af Séra Guttormi sál. Prófasti sem var á Hofi fyrir 20rkdl það var dáindis fallegur kjóll og vænar Buxur og vesti heldur lélegs, sem hann brúkar á Sunnudögum._ Verðið var dágott því Fötin eru væn._ Eingin utanhafna föt höfum við Bína f komið okkur upp, nema hún kversdags föt, enn ekkert spori; Bensi fékk vaðmálsföt dáindis- góð. Jón þurfti að fá so mikið af fötum og átti þó nokkuð af þeimm i sama held eg verði nú í vetur, því þá ad fjolgi fólkið þá tæta ekki kallmenn hvorki hér, né annarsstaðar. Eg held mér væri nú best að hætta þessum ómarkverða þvættíngi sem eg bið þig forláta mér._ Eg atla nú að biðja þig kjæra dóttir! að framhalda því að skrifa mér sem opt= ast til, þó það verði kannské heldur laklega borgad. Fadir þin og Sistkin biðja hjartanl. að heilsa ykkur, og Fadir þ. biður Jón að forláta sér þó hann og skrifi honum._ Æ! vertu svo elsku dóttir! ásamt manni þínum elskul. og blessuð um Sigurð; litla_ í lífi og dauða Guði falin! þig þikir kveður í anda brennheitum Móðurkossi, þín ógleimanlega elsk. Móðir

þuríður Hallgrímsdottir._

S. T. Madame, S. Jónsdóttir á Gautlöndum.

Myndir:12