Nafn skrár:ThuHal-1851-07-01
Dagsetning:A-1851-07-01
Ritunarstaður (bær):Kirkjubæ
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Sólveig var dóttir Þuríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2748 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þuríður Hallgrímsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1793-03-03
Dánardagur:1871-10-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Ljósavatni
Upprunaslóðir (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Kirkjubæ, 1 Julí 1851._

Elskaða góða dóttir!

Innilega þakka ég þér bréfið með Sigurgeíri, og því meðfilgjandi sendíngu, sem allt annað gott! _ Eg get nú ekkert sagt þér í fréttum; Grímur og Málhildur geta borið tíðindinn. Mjög er nú heilsu minni farið að hnigna, og hefir ég í vor haft sífeld_ ann svíma, og eitthvurt ráðleysi. líka er ég_ ef nokkuð óbjóðar,_ búinn að fá svo megnann tit_ ríg fyrir Hjartað. Hjer hefur aldrei verið friður síðan um Hvítasunnu, af verkamönnum sem hafa verið að rífa og hlaða aptur Grundvöll Kirkjunnar._ Þaraðauki verða hér úr þessu stöðugt 6 og 7 smiðir! I þessu staupi er ég eínginn maður að standa, þó ég geri það. Beðið hef ég föður þinn að búa ei nema til vors, og ég væri eínginn maður að leíngur við. það þikir mér og líklegast að verði, og að við förum þá til Sjera Hallgríms. Jeg fel góðum guði það allt saman! Sigurgeir minn komst með allt sitt lukkul. híngað, næstliðinn Miðvikudag. Svo fór það allt úteptir á föstudaginn, og leizt öllu mikið vel á sig; þau biðja ofurvel að heílsa!

Eg sendi þér nú með Grími 4 rdl. fyrir Hrínginn, enn Bjarna hríngurinn er enn hjá Jóni gulsu, og get ég ei náð til hans._ Mér þikir líka vísast að jón geti smíðað Hrínginn. því hann hefir einlægt borið fyrir gulleysi, enn nú fjekk hann það. En _ ég vil nú valla þiggja það af honum, og því sendi ég peníngana, ef þú heldur þú fáir Hring innra. hríngin eða verðið hins skal ég senda þegar get;_ Signý sagði mér að Guðfinna hefdi verið að óska Fríð0i til okkar, og því stundi ég upp við föður þinn, tók hann því vel. Eg skrifaði svo Guðfinnu og bauð henni það. Legðu nú góð ráð að hún fari með Grími og Halldóru, ellegar Rósu í Neslöndum feíngist að reíða hana austur. Jeg vildi að þetta gæti nú lukkast!_ Nú held ég að Signý atli að setjast hér að, og verð ég því feíginn; mjer veítti ekki af að hafa 3 vinnukonur, Bínu og Signýu, þegar svo mörgum er að þjóna. Kristín atlar að vera hér first, enn aptur léði ég Sigurgeiri stúlku._ Fyrirgefðu mér nú þennann ómindar seðil! Vertu svo með manninum þínum og syni í bráð og lengð, góðum guði falinn!

þín elsk síminnuga

Mamma Þuryður._

Myndir:12