Nafn skrár:ThuHal-1852-01-12
Dagsetning:A-1852-01-12
Ritunarstaður (bær):Kirkjubæ
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Sólveig var dóttir Þuríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2748 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Þuríður Hallgrímsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1793-03-03
Dánardagur:1871-10-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Ljósavatni
Upprunaslóðir (sveitarf.):Ljósavatnshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Kirkjubæ, 12 Jan. 1852._

Elskulega dóttir mín góð!

Hjartanlegast þakka jeg þjer, allt ástríki mjer fir og síðar auglýst, og nú seinast elskulegt brjef af 8 Dec. s.á. sem jeg hafdi þá ánægju að með taka á jóladagskvöldið. ~ Ekki var það ætlan, mín þó þú ekki skrif aðir mjer til, að það kæmi til af því þú mindir ekki eptir eptir mjer, enn jeg vissi, eíns og vor, það mundi koma til að ferðonum._ Þó jeg gleddist mikið að hjerkomu þinni í haust. fanst mjer að við gætum heldur lítið talað saman, en_ mig ógledur nú mest hafir þú haft mikil eptirköst af því, sem valla gat annað verið af þessari ógnarlega fljótu ferð. sem þið höfduð aptur til baka._ Guð minn gefi að úr því bætist aptur._ Frjéttir held jeg litlar verða hjá mjer eíns og vant er; þegar um tíðina skipti með nýárinu, kom hjer mikil kvef vesöld í fólk, sem hjer geíngur annars nokkuð víða; jeg lá seínasta ársdaginn og er eínlægt fremur vesæl, Signý hefur leígið nokkra daga og liggur enn; Bínu hefur haft ákafann hósta, svo hún hef. lítið getað sofið; henni þikir hann mjög illur. fleiri eru líka vesælir. _ Tidin gekk hjer sú indælasta framm að nýári, var þá aldeilis snjó og sveltalaust, svo elztu menn kvadust valla muna aðra eins veðurgæzku; á nýárs degi var mikil hríð og síðan hefur áköf snjókoma verið að öðru hvörju, svo nú er mjög mikill snjór á jörð

Loxins komst nú Kyrkjan af, og urðum við því harla feginn, þar það er af allra rómi svovel sem unnt var af hendi leízt._ I henni eru hverjum eígin 10 Kvenn sæti og komast 6 og 4 í hvort; skilrum milli kórsins er 2 ál. á hæð, og bogji uppyfir kórdyrum; annar eptir inngángi í prjedikunarstólinn; Benidikt smíðaði að öllu leiti alfarið og eru á 2 hurðir, hann var með þeím við smíðið í allan vetur, og sagði Þorgrímur Snikk. hann væri efni í góðan smið; Jón og Benid. voru einir við hana seínasta mánuðinn hálfan, og var hún vígð á jóladaginn, og var hún þá næstum full af fólki. Dáltið er eptir við hana smáveigis sem piltar eíga að gera, svosem grátur og ytri hurð; hún er nú álitin eitthvort hið fallegasta hús hjer á austurlandi. Faðir þinn sendi suður á jólaföstu afsalsbrjefið á brauðinu, og áskildi sjer 2 5tu parta braudsins eínnig umráð yfir Galtarstöðum í einn hluta, ef hann þyrfti áhalda að fara þángað. Það væri skemtilegt ef sjera Jón Sveínsson feíngir kallið, og við báðum hann sækja um það í sumar, en jeg held það verði nú valla að búast við því. _ það er sjálfsagt; að nú er staðráðið að við förum að Hólmum; jeg hept opt og heítt beðið guð af hjarta ad það yrði okkur öllum til góðs._ Kristrún mín er mjög þjáð af gigt, og eínkum af hættulegu svefnleýsi, sem heldur ruglar þánkann og gerir geðið amalegt. Svefntíminn er aldrei meir enn 3 og 4 tímar; hann sjera H. er líka heldur svefn_ stiggur, þó ekki eíns; hann er annars dáindis heilsu_ góður; Börnin eru líka öll vel frísk og framfarasöm.

Það ógladdi okkur mjög, þegar við heírðum úr brjefi þínu að farin væri að merkjast holdsveiki í Stefáni á Skútustöðum, og er það þúng raun fyrir, aumingjan Guðrúnu ofaná allt annað. Allir læknar eru nú far_ nir að ráðleggja að brúka við þessu Skarfakál til átu og sagt er að Hjálmarsen á Höfða hafi eínstökusinn_ um dáltið lukkast við þesshattar sjúkdóm. Mjer var nú að detta í hug að Stefán hefdi farið austur að Höfda og svo ofanað Hólmum, því þar fæst kálið og skildum við ega góðan hlut að, hann fengi að vera þar. Líka kvað Skarfakál fást á tjörnesi á Isólfstodum og þeím bæum. Jeg seígi nú þetta af þvi jeg veit hann muni heldur lítt efnaður til siglíngar, þó flezt væri annars litvinn andi, enn ekki skemdi þó hann væri áður búinn að brúka Skarfakalið. Annars efa jeg ei að kunníngjar Guðs væru fúsir til að hjálpa þeím; það væri líka velgert. Berdu þeím nú hjónonum og Börnum hennar og þeirra ástkæra kveðju okkar hjerna, og jeg komist nú ekki til ad skrifa henni Guðrúnu._ Mig minnir jeg skrifadi þjer á jólaföstu og segði þjer þá frá bjargræði mínu dáltið; samt man jeg það nú ekki fyrir víst. Bísnamiklu hefir jeg eidt af kaffi síðan í haust, og heldjeg gefi kaffi á hverjum morgni í vetur, ef það endist. Líka gef jeg möorgu messufólki kaffi á Sunnudögum, og nenni jeg ekki að hætta því seínasta veturinn, þar jeg hefir ögn mindast við það hingadtil._ Sjera Hallgrímur setti upp í haust að við kæmum með eitthvadð af vinnuhjúum okkar, og vildi hann endilega fá Sigurð, þvi hann var okkur líka bara ómissandi bædi

vegna dyggdar sinnar og trúmensku, og svo líka við fjeð, því Bensi er ordinn því bara frálitinn og hneigdur mjög til smíða. Sigurgeir var nú heldur í rádaleísi, og held jeg Sra H. reíni að láta hann hafa Bensa. ef hann má vera án hans. Margrjet hjerna og Gvendur smali fara til Sigurg. _ um Jónathan veit jeg ekki. Jón hommi varð kyr hja Sg. en Sveinki fer eitt. hvort. _ Kristrún bað Signýu í haust að útvega sjer Sigur_ borgu, og var það raunar gert áður enn jeg vissi 0000 af 000 hún vistadist hjá henni, og er ei um hana að tala. Hjer er ekki betra enn annarstaðar með vinnufolkseklu._ Já; reínið þið nú samt strax að útvega ykkur vinnukonu, inní Eýafyrði og allsstadar, og þó hún væri með stólpudu barni er það betra enn að vera svona, því þad er hreint ótækt._ Einu finst mjer gilda þó Skútustadasystur fari í brott, ef þau fá nokkuð aptur; máske þad dragi nú smana með Jóni Jónassyni og Friðriku aptur!!_ A Galtastödum líður öllum vel; jeg veit annars ad Sigurg. skrifar ykkur._ Nú er sjera Magnús á Gardi búinn að fá Að í fellum, kannske Sra Þorlakur sækji nú um garð; hingað hefur heírst hann mundi vilja fara í burtu. Berdu þeím hjónum og drengjum þeírra ástarkveðju okkar allra hjerna; og ollum kunnugum í nágrenninu, einkum teíngðamóðir þinni. Jeg vona að sjá línu frá þjer við hentugleika, og eins vil jeg reína að mindast við. Að ending bið jeg þig velvyrðingar á þessu sundur_ lausa klóri, það verður aldrei nema hálfverk þegar jeg rissa til þín._ Jeg kveð þig svo og kissi ásamt elskulegum manni og litla Siguri, með oskum sjerhvorrar gudsblessunar yfir þig og þitt hús._

þín af hjarta elskandi móðir

Þurýður Hallgrímsdóttir.

Myndir:12