Nafn skrár:BenHal-1913-04-03
Dagsetning:A-1913-04-03
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Apríl 3 - 1913

Montrose Avenue 77

Toronto Ont. Canada

Elskulegi Torfi!

Jeg sár skammast mín nu fyrir að hafa ekki skrifað þér svo leingi og því meira þar sem að þú átt svo gott og langt bréf frá mér nú svo leingi eins og var skrifað í nov. 1911 sem eg fékk með bestu skilum og ætlaði þá að svara með vorinu eður snemma í sumar næst liðið, enn svo fórst það fyrir og eins og annað sem farið er að draga enn gjöra ætti þá er eins og alt annað komi í fyrir rúmi til þess að hindra mann og oft ætlaði eg nú að byrja að skrifa svo fékk eg nú bréf Bennu, tengda dottur þinnar og þá hytnaði mér dá lýtið um hjartaræturnar því hún átti og svo bréf hjá mér og get eg nú valla á heilum mér tekið hvaða skömm eg var komin í með skriftir en þá svo er komið er ekki annað ennað viður kénna yfir sjón sýna og að biðja fyrir gefningar sem ávalt verður hægra þá maður veit og þekkir þá sem á við, hvert eru nær eða fjær, svo eg bið þig nú auðmjuklega að fyrir gefa mér alt þettað hyrðuleysi og trassa skap, og næst þakka eg þér mikið vel fyrir þitt góða og langa bréf

sem eg hef lesið til þess að færa alt í sem best minni og hugmind um hvernin alt er heima best af öllu var að ykkur Guðlaugu leið vel, Sigríði þotti gaman að frétta um ferð þína til Áslaugar og fór þá að telja hvað gömul hún var þá first sá hana eður kom til ykkar, aumingja Áslaug hefur orðið hýr á svipin þá sá þig koma svo langa leyð til að sja sig enn hefur þá aftur hugsað stutt var sú gleði stund, og döpur hefur hún orðið að sjá þig fara sér staklega þar sem veðrið breyttist svo í stór hrýðar bil, að því hrylti okkur um þann tíma árs sem það var Já við lesum og lesum íslensku bréfin og verðum þá íslensk dálýtinn tíma, enn fara svo með straumnum áhyggjur og hugsun fyrir lífinu að komast eitthvað á framm, eins og til geingur þú eins og bróðir þinn tekur fyrst eftir því að nú set eg á blaðið 77 staðin fyrir litlu töluna sem hafði nokkrum sinnum markað, 1 1/2 það hús höfum við rentað, og með dálitlu lagi þa höfðum við það byrlega eftir því sem hér er legið með að fá hús enn þá fara átti að raska undir beinum okkar og setja það uppí hátt verð, leist mér ekki á, með því lýka að við höfðum töluvert bætt það fyrir þann tíma sem í því vorum, svo okkur kom samann um að kaupa hús sem hefur þessa vel mérkandi tölu 77

þettað hús kostaði $ 2650 og er svo ut búið að við höfum 10 ár til að borga það, og stittra ef svo lýkur og ástæður leyfa, það er nú allareyðu nokkuð af þessu borgað, hús þettað er á góðum stað þar sem ávalt yrði gott að selja eður að renta og er þægilegt til allra utréttinga húsið sjálft er fremur gott og með þeim þægilegheitum sem hús eru hér byggð, við höfum nú allareiðu bætt það og þá búið er sem mig og okkur vantar þá yrði hægt að selja það $3.500, eða þá að renta $25 dali á manuði Jeg hef sagt Sigriði að eg seldi husið til þess að græða peninga á því enn hún vill ekki henni lýkaði ekki heldur að fara til Winnipeg, auðvitað Joni okkar hefur enn þá verið á moti þvi og sagt að betra væry að lifa í Toronto enn Winnipeg, og það er eins og að Guðbjörgu hafi half part leyst sumt þar eptir stutta veru sem var hér, enn að vera þar hjá manni sýnum, þá hefði það átt að vera svo mikið betra, sem verður þá er orðin vön við plássið, hún á nú son sem heitir Gissur Já þá erum við hér okkur lýður vel og erum svona við það sama og þá seinast skrifaði og að sjón þá sýnist ekki að okkur fari svo mikið aftur, enn sem nátturlegt er þá er atorka þol og kraftar ekki eins gott og var fyrir nokkrum árum og þó hafi verið sagt að eg ætly ekki að verða gamallegur, þá veit eg fyrir víst að lýfið hér er altaf að styttast, og vildi hafa sem best undir buið fyrir mína sem eftir yrðu

þá er Bjartur, til samans forum við frá þér og til samans er hugur þeim að frétta frá okkur og þott nú sie nokkuð langt á milli okkar þá munum við vel hver til annars, þögnin er ekki ávalt gleymska, Jeg held uppi að skrifa bjarti og ef leyngir eftir svari þá skrifa eg aftur, bregst þá aldrey að fá kunnuglegar og þægilegar lýnur frá bjarti, eg er nú nylega búinn að fá bréf sem var að vonast eftir, því ef að dreyist hefur að skrifa þér, þá vantar mig að láta þig vita um þá bræður þína eins vel og okkur sjalf og við aðalbjartur erum þá altaf samann í anda, hann stundar nú vel búskap sinn og hefur snoturt og gott bú og alt borgað, var búinn að segja mér það áður enn þettað seinasta bréf kom, seinast liðið sumar hafði hann ágætis uppskéru, eg skil farsælt og gott í alla staði, hann segir alt í góðu verði sem bændur hafi að selja, og til dæmis hvað land sie að næst við hann var nýlega selt $90 ekrur, hann sagði að alt væri vel fyrir og hjá sér börnin eru nú orðin góð hjalp dreyngirnir 3 sá elsti orðin góður vinnumaður svo er dottur þeirra goð hjalp til móður sína, bjartur sagðist rétt hafi verið kominn að koma og sjá okkur fyrir Jólinn enn hugsaði þá um að tæki of mikinn tíma og svo að vera í burtu frá börnunum um Jolin þá væri vant að skémta sér sem best að 00000 væru til svo að hann hætti við að koma og fór þá á milli Jóla og nýars að sjá Lárus sem ekki hefði séð yfir ár

bjartur sagði að Lárusi liði nú ekki vel og þó við fremur góða heylsu þá væri hann orðinn grannur (magur) og farinn að verða boginn, gæti ekki gjört sér til gamans eður spaugað, eins og að gjort hafði áður, kona Lárusar hefur nú leingi verið mjög veik af gykt segir að hún sie komin ómaga og að Lárus verði að stunda hana sem barn, enn fái ekkert fyrir það nema skammir dagin ut og daginn inn svo orðar bjartur það og tekur nátturlega sárt fyrir broðir sinn, dottur þeirra Marja er mílu frá þeim og kémur að sja moður sína þá kémur því við enn hefur heimili að sjá um og svo unga dottur, bjartur var búinn að segja mér áður að Lárus rentaði land sitt eftir að konan for í rúmið Bjartur segir mér um að hafi feingið bréf frá Helgu 000 sistir, að hún hafi hja sér uppkominn son sem vinni eins og tin smiður fyrir $3 dali á dag, hún segir bjarti að sig vanti a skylja við mann sinn og biður hann að hjalpa sér, meinar lýkast til um að taka sig heim til sín því ekki tekur nú svo leingi að komast inná lands siðinn, sem er þá það vill stýa í sundur, þá hleypur það yfir lýnuna, suður eður norður eftir því sem á stendur, enn bjartur sagðist ekkert vilja segja eður bendla sig við í þess konar málefnum, hann var réttur, og sýðann hefur ekkert frétt frá henni þettað er þá það helsta sem gét sagt af okkur hér westra ef eitthvað breitist og kémur fyrir þá sendi eg þér línur

við fluttum hingað seinast liðið sumar í firstu viku af Júly svo það varð ekkert af því að eg færi neitt í burtu að sjá landa okkar og Gísla gamla frá Hamrendum heyri þó frá þeim oft með því eg skrifa þeim Gísli er nú orðinn ellilegur og sér staklega kona hans sem oft er mjög lasin, það er mjög af skékt þar sem þaug eru eins og fram í dal sem er inni lukt með stórum skógi nágrannar hans senda og vita um þaug 2 í viku því að þaug géta lítið sem ekkert farið svo eru fáar skepnur sem hann hefur eftir að lýta og að er helsta lýfs björg þeirra enn flest sem á og hefur og þó eitt sinn að vantaði $3000 fyrir það á samt húsinu þá fær hann nú valla eitt þúsund fyrir það alt, þótt allur fjöldinn komi út hingað þá fer það þangað sem bestar lýkur eru til að fá sem mest og best fyrir peninga sýna, fyrir arið 1912, þá komu til Canada 395,804 þer sans, 45,430 fleyra en kom arið aður 1911, af þessu 140,143 komu frá united states (Bandarýkum) 145,859 komu frá Britsih Isles, an 109,802 komu frá öllum auðrum pörtum til samans, eg tel það sem svara svo að þú sjair hvar folkið kémur frá, 1910 var talið að Canada hefði 7.177.649 folkstölu, svo þú hefur þá hér um bil hvað

bættist við í 2 ár og hvað folk sækist eftir að komast til Canada, af því sem þú varst einu sinni á Scotlandi vil eg géta þess að af þessari tölu sem út komu 1912 þá komu 30,413 frá Scotlandi og þriðie partur af þeim urðu eftir í Ontarjo, Ontarjo er stort fylki sem talið er að hafi 2.523.297 innbúa svo þú sérð að okkur þarf ekki að leiðast fámennið, lakast er með þessum innflutningum þá kémur svo mart af folki sem ekki er hugsað svo mikið af so sem, Chinese, italians, Russjans, polish og Jewish með auðrum fleirum sem koma í flokkum og sumt af sem er hart að koma á rétta og góða siði og að ferð, enn allir munu vera að leyta fyrir sér um hvar best er að framfleyta lífinu, svo allra augu sýnist að vera nú um tíma á Canada, seynast liðið sumar var hér fremur kalt og það vætu samasta sem eg man hér og það fram eftir aullu haustinu, enn veturinn mildur fram til Febr hér um plass svo að segja eingin snjór nú er hér vorweður klaki og ís allur á burtu, auðvitað við erum hér í suður enda af Ontarjo þar sem er jafnaðarlegast og best veðráttan í Ontarjo og jafnvel í Canada og það hefur nú víst nokkuð að gjöra með að svo margir verða eftir í Ontarjo þá koma yfir laungu sjó leyðina þó er allur fjöldnn sem nú fer til norðwestur Canada þar sem er svo mikið land rými og búalegt, svo firstu stöðvar verða þá í Winnipeg og þar westur frá -

þar sem að eg gat um inn fluttninga og fólks tölu í Canada, þá væry tilhlyðilegt að géta um helstu trúarflokka í Dominjon af Canada, eins og að hvern tveggja kom frá Government húsi og má til að vera nokkuð nærri sanni eður rétt, þettað er nú því nærri 2 ára gamalt seinasta og var þá gétið um 6 (leading) helstu trúar flokka sem stoð þá svo, methodists 1.079.892, presbyterjans 1.115.324 church of England, 1,043,017, Baptist (skýrara) 382,666 Lúterskir, 229.864, Rómankatolskir 2,833,041 þú tekur nú eftir að það eru svo margir prótestants trúar flokkar sem hér er ekki gétið, það eru kansgi því nærri 60 trúarflokkar í Canada en hér er einugis gétið um þá helstu sem flest nöfn hafa til sinnar kirkju (já og væri nú betra ef væri meira enn nöfnin tóm og þú sérð þá að rómankatolskir hafa þá fleiri nöfn en hver hinna útaf fyrir sig, það má kansgi segja um rómankatolsku kirkuna, eins og að sagt var um lög hjá medum og persum, sem ekki matti raska að hún er söm við sig hvar sem nær yfir höndinni það er nú sannreint firr og sýðar, af því sem eg þekki ykkur Guðlaugu svo vel þá gét eg alls þessa og svo veit að ykkur þikir gaman að frétta hvar hlutir standa og framfara að protestants hafa þa yfir höndina í Canada, sem vona að verði svo

Ólýna Andrésdottur og Bennetta dottur hennar eru hér skamt frá okkur þær vinna báðar ut hjá auðrum og komast bærilega af fyrir sig sjalfa, Olýna á dottur heima sem hefur ekki heirt frá nú æði leingi, þá seinast frétti var hún í Sk Stykkisholmi og í Kiktis husi enn nafn hennar er Ólavía Benidiktsdottur (Odds sonar) Olýna biður mig að minnast á þettað við þig ef ské mætti að þú eður þið í Olafsdal hefðu heirt hennar gétið og að þu gjorðir svo vel að minnast þess í brefi til mín ef vissir nokkuð hvar hún væri, hún í mindir sér að sie gipt kona það væri nú betra fyrir mig að skrifa aftur og þar með að hafa dálýtið minna að segja, enn vona þó að þú fyrirgefir mér mitt hirðu leysi og trassa skap með hvað þettað hefur dregist en minning þinnar, hann af máð ekki gétur að skylnaðar vetur, Sigríður biður að bera ykkur Guðlaugu kæra kveðju með bestu oskum að ávalt mætti lýða sem best, og svo kveðja til sistir sinnar Kristinar ef mætti vera að væri hjá ykkur hún hefur ekki frétt neitt um hana svo leingi og veit ekki með vissu hvar er, hefur kansgi verið að bíða eftir frettum héðan enn Sigríður hefur því nærri tabað sér með að skrifa, svo við Kristín verðum að bæta það upp best að gétum um leið og eg sendi þettað á stað sendi eg lýka bréf til Benidiktu teingda dottur ykar, það er til mín sort af a róman þó trú því eg þekti móður hennar meira en talaði mikið um) Guð veri hjá þér og alt í öllu, þinn einlægur kunningi

B.Hálfdánson

Myndir:12345678910