Nafn skrár:BenHal-1875-04-22
Dagsetning:A-1875-04-22
Ritunarstaður (bær):Ólafsdal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Dal.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3081 4to
Nafn viðtakanda:Torfi Bjarnason
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Benedikt Hálfdanarson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1845-00-00
Dánardagur:1933-00-00
Fæðingarstaður (bær):Odda
Fæðingarstaður (sveitarf.):Mýrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Skaft.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Ólafsdal 22 Apríl 1875

Elskulegi húsbóndi minn

Guð hinn algóði blessi þig og alla þína og láti sína náðarríku hönd jafnan hvíla yfir þér einnig óska eg að guð géfi þér gott og blessað sumar og blessi öll þín verk og fyrir tæki á því sem og endra nær Helztu fréttirnar á miða þessum eru nú að fæa þér mitt alúðar fylst þakklæti fyrir til skrifið því eg er eins og börnin að mér þiki gamann að fá bréfinn þó eitthvað fylgi ó þæi legara með sem ekki umm þessu nema það að þeim að það skyldi dragast um komu þína því hér þrá þig allir ungir og gamlir og er það von að maður vili hafa það hjá sjer sem maður elskar (enn það verður að vera alt eptir kringumstæðum) og það var alveg rétt af þér að huga þér ferð þinni heim eptir hentugustu tíð því það er von mín og margra að þú og lands menn þínir hafi gott af ferð þinni þá er að láta þig vita að eg ætlaði að vera hér þángað til þú kæmir heim þó dræist framm yfir það um talaða, so skírði bréf þitt það so að þú mátt reiða þig á það því það má ekki minna vera af minni halfu enn eg reini að endur gjalda þér um hugsun og fyrir höfn þín mér til hand í vetur, enn það að eg reini að vera þér trúr þénari so framast að mér er

unt og eg hef vit til, enn mér þiki nú vest minn góði Torfi að það verður mart ó gért sem þú vildir láta géra og máske gért sem hefði mátt vera við Stjáni reiðum okkur á góð mensku þína þó mart verði í fá kænsku og ó framm síni hvað verknað snertir eg ætla að ljá þér Skjótta klárin sem var í vetur á Stóramúla til að drátta heimilinu þangað til þú kemur enn 00 getum við talað um hvað við hann skal géra Eg fór útí Hólm fyrir Jól og var þar þar til í mið góu og lærði fremur lítið því blái pelinn sveik af mér og vil eg helst aldrei koma þar aptur eg flutti með mér uppað Melum 14 kt af kolum og er ekki búin að sækja það enn því við erum að bíð eptir að fréttist skipa koma í Hólmin og sendir Guðlög mig þá strags út eptir og verð þó alt ein ferðin og so fer eg að drífa mig við járn smíðið það er að sega það sem þú vart búin að segja fyrir enn til þess hef eg verið að grípa í það sem gr géra hefur þurft við tré smíði Mikið hefur blessuð tíðinn verið góð í vetur hér á landi og munu fáir muna aðra betri og lítur ut fyrir góða af komu með skepnur í vor hvað hér á hrærir enn þó kémur annar ómildur og eiðir sem er fjár kláðinn því eg heri sagt að hann sé að riðja sér til rums núna Sagt er að eldur hafi verið uppi í vetur og hafi verið í so kölluðu Trölladynginni er liggi austan vert við Ódáða hraun fremur hefur verið kránkkfeld helst á börnum og hafa dáið nokkur börn úr barnaveiki og faðir þinn salaðist þ. 13 þm og var jarðaður 20 sm Guðlög þín skrifar þér það víst á samt fleiri fréttir greinilegar

því eg fer sona fljótt ifir alt sem eg man sem sjaldann er mi of mikið þegar eg á að fara að rita því þo eg sé búinn að bögla því samann í huganum áður þá þítur það rétt út í hvert lag og tínist þegar a þarf að halda so eg er opt í stökustu vandræðum með sjálfan mig

Eg bið þig nú kæri vin að fyrir géf þetta riss og laga í málið þar sem of eð van er vertu so af mér guði falinn um tíma og eilífð meðann heiti

B. Hálfdánsson

Við ætlum nú að fara að bera á eirarnar og hleipa so strags á þær því við vonum að fjeð þurfi ekki að vera inni úr þessu eg hef verið að hleipa bæar læknum so vítt sem eg hef gétað um Skjöld og við erum búnir að taka upp hei eða réttara sagt að þrífa upp hei stæðinn 0 alstaðar er góður fyski afli sagður úr veiði stöðum eg bið til guðs að géfa okkur að fá að sjá þig glaðann og heil brigðann í sumar og verður það okkur besti sumardagur fyrsti

þinn sami einlaurBHf

S.T

Herra Torfi Bjarnason frá Olafsdal

Myndir:1