Nafn skrár:BenJon-1863-12-20
Dagsetning:A-1863-12-20
Ritunarstaður (bær):Torfastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):V-Hún.
Athugasemd:Óvíst
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 93 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Benóný Jónsson
Titill bréfritara:vinnumaður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1837-03-14
Dánardagur:1902-10-28
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Staðarbakka
Upprunaslóðir (sveitarf.):Ytri-Torfustaðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):V-Hún.
Texti bréfs

Torfastöðum 20 Desember 1863

Háttvirti vin!

vegna þess að mjer sinist á skirslunum að undann förnu frá Bókmenta fjelæginu, sem það hafi ekki feyngið tillag mitt fyrir árið 1859, þar var þó eins og þjer munið að jeg gekk í fjelagið firir orð ydar, og þjer afhentuð mjer Bækurnar fyrsta árið og jafnframmt tókuð á móti tillaginu um leyð, þegar jeg kom norður veturin eftir og þjer kvittiruð mig fyrir á minnst lillag enn samt kvartar Bókmentafjelagið yfir það hafi ekki feingið það og skrifar það í skulð, vil jeg þvi biðj ayður svo vel gjöra og leyðrjetta þetta fyrir mig það bráðasta annað hvert við fjelagið sjálft eða með brjefi til mín, ...

með virdíngu

Benóný Jónsson

S.T. Herra Bókbinðari Jón Borgfjörð

Myndir:1