Nafn skrár:AdaBja-1905-12-02
Dagsetning:A-1905-12-02
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Aðalbjartur Bjarnason (Albert Arnason)
Titill bréfritara:vinnumaður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1864-09-01
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatunga
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saurbæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Firth 2 Dec 1905

Elskulegi bróðir

Jeg hef nú látið það dragast allt of lengi að skrifa þjer jeg er nú hræddur um að þettað brjef komist ekki til þín firir jólin við óskum ukkur gleðilegum Jólum og Nyárs Jeg mætti nú allt eins vel birja með að seja þjer hvernin mjer hefur gengið með að útvega þjer það sem þú baðst mig um, bacterinnar jeg skrifaði Hon James Wilson secritery of agriculture í Washington og bað hann um bacteunnar hann sendi mjer skjyrslu sem jeg sendi þjer þessi bók

segjir að maður skjildi ekki biðja um þettað fir en 1 Septenber svo jeg skrifaði aftur snemma í september og fjekk svar þeir lofa að senda mjer alfalfa cultim 15 Mars þettað er nú gott og vel nú um útsæðið eins fljótt og jeg fjekk lofun um cultium þá fór jeg að reina hvernin jeg gæti sent þjer dálítið af útsæði jeg fór fist til Þosteins en hann gat ekki sagt mjer mikið um það hann skrifaði einhverjum ifirherra sem sagði að jeg irði að borga eins og á brjefum 5 cent þau 1/2 ounsis

en af því jeg atlaði að senda þjer 20 pund nóg firir eina ekur þá sá jeg að það var neiðar úrræði að senda með pósti svo jeg fór til járnbrautarinnar agentin verð nú að skrifa ifirherra sínum eins og vant er svo það var lángt þángað til jeg fjekk svar þeir gátu ekki fundið út hvað það mundi kosta að senda 25 pund til Islands en sögðu að það yrði kannskje ekki meira en 5 dollarar en sogðu að það irði víst að vera sent by Way of Kaupenhöfn

mjer fór nú að lítast fremur illa á þettað ef jeg væri viss um að þettað kjæmist til þín með skjilum þá vildi jeg glaður gefa $5,00 en ef það þirti að flækjast til Danmerkur kannskje þú fengir það einhverntíma og kannskje ekki svo jeg hefi nú úrráðið að senda þjer hálfpund með pósti og sjá hvurt þú þarft að borga nokkuð meira á því svo ef það kjemur til þín með góðum skjilum þá atla jeg að senda þjer meira í vor í það minnsta nóg til að reina þettað gras

eins og þú sjerð þá má maður ekki senda meira en 12 ounsis í einum bagga firir utan bækur eða pappíra en samples of merchendice kosta 1/2 cent ouns svoleiðis atla jeg að reina að senda þjer svo sem 5 pund og borga 1 cent an ouns svo rjett eins fljótt og þú færð þettað þá skrifaðu mjer jeg ætti að fá svar frá þjer í mars og ef svo þá getur þú fengið sæðið og bacteriunnar í may jeg atla nú ekki að sega þjer í þettað sinn hvurnin alfalfa er sáð hjer en skal sega þjer um það

í næsta brjefi.

þó að þettað hafi nú gengið svo klaufalega firir mjer þá máttu ekki taka það svo að það sje ómögulegt að senda sæði jeg fór of seint að spurjast um það til að senda í haust Jeg get nú ekki sagt þjer mikið í frjettum af mjer nema að okkur líður vel erum öll við góða heilsu við höfum haft gott ár jeg fjekk af uppskjeru 375 bú. af hveiti 600 bú af höfrum og svo sem 2000 búshels af corni jeg er nú að haska og á eftir svo sem viku veikk

prísar eru góðir hveiti er 80 cent corn 34 hafrar 25 svín eru $4.30 hundrað pund á fæti nautpeningur er frá 2 til 5 1/2 pund cent eftir því hvað það er. land er alltaf að hækka í verði jeg held það sje 10 dollara ekran hærra en það var í firra það hafa margar jarðir verið seldar hjer í kríng í haust firir 60 dollara ekran það hafa verið góðir tímar hjer hjer í 5 eða 6 ár og hefur mikið farið fram eftir alla Ameríku það getur nú skjeð að það breitist áður en lángt um líður

Jeg hef ekki fengið brjef frá Benidict í lánga tíð jeg atla nú að skrifa honum firir Jólin hann hefur það fremur rólegt held jeg og hefur gott tækifæri til að menta bornin sín

firirgefðu mjer hvað þettað er stutt og ómerkilegt og mundu að jeg bíð þolinmóður eftir laungu brjefi frá þjer jeg bið nú hjartanlega að heilsa Guðlaugu og bornonum sem muna nú kannskje ekki eftir mjer og Sigurborgu sistir okkar jeg er í lífi og dauða heitt elskandi bróðir þinn Bjartur

Myndir:12345678