Nafn skrár:AdaBja-1906-03-24
Dagsetning:A-1906-03-24
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Aðalbjartur Bjarnason (Albert Arnason)
Titill bréfritara:vinnumaður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1864-09-01
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatunga
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saurbæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Firth Nebr 24 Marsh 1906

Elskulegi Bróðir

Jeg hef nú hálfpart verið að vonast eftir brjefi frá þjer en skal ekki draga lengur að skrifa þjer fáeinar línur jeg fjekk nítra rægtina frá Washington eins og mjer var lofað og sendi þjer það í gær og þar með sendi jeg þjer 4 1/2 pund af alfalfa sæd og ef þú færð það allt með skjilum og svo það sem jeg sendi þjer í haust þá hefur þú nóg til að sá 1/2 af ekru

jeg sendi 9 umslög það var vegna þess að pósturin vildi ekki taka það öðruvísi það er nú firisögn í bauknum sem nítravöxturinn er í og þó þú hafir mikið meira af meðölum en af sæðinu þá getur þú bólusett mold með því sem þú brúkar ekki firir sæðið jeg vona þú fáir alla pokana með skjilum og að vorið verði gott svo þú getir sáð í góðan tíma firirsognin sejir að það ætti að brúka nitravöxtin firir 30ta Apríl en það er

nú ómögulegt en ef þú heldur að það deii áður en þú getur sáð þá væri máskje best að inacolata sæðið eins fljótt og þú færð það og svo mold en vertu aðgætin að þurka vel sæðið svo það skjemmist ekki þú hefur nú góðan blett sem hafði hafra í firra ef það var plægt í haust þá þarf kannskje ekki að plæa það í vor en ef það var ekk plægt þá væri best að plæga eins fljótt og mögulegt er og herfa við og við til sáðningar þegar þú

ferð að sá þá passaðu að sá ekki of þikkt þegar þú ert búin að sá ifir blettin einu sinni og hefur nokkuð eftir þá getur þú farið ifir blettin aftur taktu sæðið með thum and lita forfingurs svo sem 000000 í einu og og kastaðu eins og hofrum herfaðu svo með ljettu herfi það ætti ekki að breiðast ifir dípra en svo sem 1 eða 2 þumlúnga ef moldin er feit þá vildi jeg ekki bera á það í þettað sinn. þú mátt nú ekki búast við miklu af þessu firsta árið því það tekur firsta árið að

taka rót en næsta ár ætti það að vera þroskað eða í það minnsta þú gætir þá sjeð hvurt það gæti borgast á Islandi ef illgresi eða arfi grær í því í sumar þá sláðu það en ekki of nálægt jörðinni jeg held þá að sje nú nóg af þessum firirlestri í þettað sinn jeg sendi þjer hjermeð grein úr blaði sem er mjer líkar vel, ef það er eitthvað meira sem jeg get sagt þjer um þettað hjer eftir þá skal jeg glaður göra það Jeg get nú ekki sagt þjer neitt í frjettum í þettað sinn meira að okkur

líður öllum fremur vel sem stendur við höfum haft indælt veður í vetur einkanlega firri partin en syðan 15 feb höfum við haft stirða tijð einkanlega í Mars það er nú snjór um allt og vegir eru nærri ófærir við vórum að sá höfrum og plæa um þettað leiti í firra jeg hef aldrei sjeð eins mikin snjó hjer í mars eins og nú

Jeg sagði þjer nú hjer um bil all um kríngumstæður mínar í brjefinu sem sendi þjer í haust jeg vona að þú hafir fengið það

jeg er nú farin að vonast eftir brjefi frá þjer en kannskje það hafi ekki verið póstferð í Januar og ef svo er þa hefur þú ekki fengið brjefið mitt þar til nílega en ef þú færð þettað brjef þá láttu mig vita hvurt þú fjekt allt með skjilum og hvurnin þjer líkar Ward and works það er mart í því sem mjer þikir gaman að lesa jeg skal senda þjer það eins fljótt og les það ef þú hefur gaman af því jeg fjekk einstaklega gott brjef frá Benidict í vetur honum og hans líður

vel hann er sá eini maður firir utan þig sem skrifar mjer jeg vildi jeg gæti sjeð ukkur báða en það er nú ekki líklegt að jeg hitti á óskastundina jeg skal skal í það minnsta skrifa þjer eins oft og jeg get mjer finnst eins og að jeg vera nálægt þjer þegar jeg skrifa þjer við og við jeg atla nú að hætta í þettað sinn og biðja þig að firirgefa með bestu kveðju til Guðlaugar er jeg þinn elskandi bróðir

Bjartur

Myndir:12345678