Nafn skrár:DavVal-1913-01-15
Dagsetning:A-1913-01-15
Ritunarstaður (bær):Syðra-Hvarfi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Árnesinga, Selfossi
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Davíð Valdimarsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1864-09-01
Dánardagur:1919-11-13
Fæðingarstaður (bær):Engidal
Fæðingarstaður (sveitarf.):Bárðdælahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

1913

Wildouk 15 janúar

Góði broðir!

Jeg geri það rjett til þessað vita hvort jeg fæ nokkurt svar frá þjer að pára þjer og ef þu ert á meðal þeirra lifandi þá bið jeg Guð að gefa þjer farsælt

nýtt ár; af mjer er ekkert að segja nema bærilegt, heilsan farin að bila dálítið sem von er eftir því sem aldurinn færist yfir mann, börnin eru öll heima hjá

okkur núna sem stendur og þikir mjer það nú gaman því það hefur sjaldan verið nú í seinni tíð, tíðin hefur verið inndæl í vetur svo menn muna ekki eftir

annari eins það var meðal uppskera hjer í sumar er leið en verð heldur lágt allar skepnur í mjög háu verð fiski afli í rírara lagi hjer í Manitoba vatni en verð

all gott Jonni fiskar hefur 14 net sem hann á sjálfur og 8 net fyrir mig

Valdi er heima og herdir með mjer

skepnunnar, dregur hey og við fyrir stónnar við höfum heldur fáar skepnur milli 20 og 30 nautgripi 20 kindur tvö Svín 13

hross þar af eru 3 folold og eitt trippi veturgam við höfum 70 ekrur plægðar og fengum um 1000 bússel af korni hveiti hafrum og byggi jeg ljet ekki þreskja

hörinn (flax) það snertist af frosti svo jeg sló það grænt og gef það skepnunum, sem hey það er gott fóður, ef þú hefur fundið Arinbjörn Bárdal í sumar þá

hefur þú getað frjett af mjer, því hann er kunnugur okkur og hefur komið hjer oftar en einu sinni jeg hef ekki haft tækifæri að sjá hann síðann hann kom

heim aftur það eru 100 mílur enskar á milli okkar þá getum við farið það á dag og kostar um þrjá dali Gaman væri að koma heim og

sjá

kunningjana, en maður má alldrei vera að því, það er að vísu uppi nýr bær 4 / 2 mílur frá mjer jeg er 1/2 tíma að

fara þangað í verslunar erindum þar eru tvær Islenskar verslanir og flest landar er þar lifa en þa jeg keypti þar tvær lóðir og er að hugsa um að byggja á

þeim og lifa þar rólegu lífi í ellinni ef jeg get selt landið fyrir gott verð, gott verð kalla ég um 4000 dali annars sel jeg ekki þegar jeg er

kominn þangað þá er þjer best að koma og lifa hjá mjer og láta börnin þin ganga á skóla sem þar er nú birjað að kenna á og kostaði

hann hátt á fjórða þúsund dali ef þú færð þettað brjef þá mundu að skrifa mjer strax annars dregst það von úr viti og verður alldrei

það tók mig 1/2 k.l. tíma að rissa þennan miða Vertu svo sæll og Guði falinn ásamt allu þínu skilduliði öll mín famelía biður að heilsa þjer

og konu þinni og börnum og siskinum berðu kveðju frá mjer til allra Bárdælinga sem því vilja taka

þinn einlægur bróðir

D Valdimarson

Jeg bið að heilsa nöfnu öllum Kristlaug Valdimarsson

Myndir: