Nafn skrár:EinAnd-1854-10-28
Dagsetning:A-1854-10-28
Ritunarstaður (bær):Þorbrandsstaðir í Langadal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 94, fol. B.
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Einar Andrésson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1818-10-29
Dánardagur:1895-06-03
Fæðingarstaður (bær):Bakka
Fæðingarstaður (sveitarf.):Viðvíkurhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Frá Einari Andrjes að Bólu röðuls mæri hin 28 Octobr 1854

JegO24 Marz 1855

Heidradi gódi vin!

Jeg þakka ydur ynnilega alla velvild og mannúdlegheit samt Sendinguna sem eg medtók a hæfilegri tíd. hjedan eru engin nímæli að Skrifa, Utan bærilega lyðan Okkar hjóna og allra hèr á heimili. Nú mun loksins vera Ordid mál ad Svara Spursmálinu forna, er þér leiddud fram fyrir mig og eg hèt ad svara, liggur mer næst Skapi ad ráda ydur til, ad byrja Lángferd ydar á Bjarnardegji, og Skulud þer halda stefnu til Austur Áttar, hvadan hinn vermandi morgun-rödull Strjálar sínum Ljósfögru geislum, er fjörga hin Úngu blómgresi sem þroskast i þeim ydgrænu fjalla hlydum; ferdinni skulud þer ekki ljetta, þar til þér komid til Miklagards, þar Skulud þer láta stadar nema, og higg eg, að

þadan þurfi þér ekki burt að fara, nema Svosje, að hin hverflindu forlög vilji víkja ydur til Annara staða, og verður þá ekki sköpunum rádid.

Enn að leggja upp, Undir hina dimmu og köldu Hræbards nótt, er likur himin og haudur undir Sínu rýfa kápuskauti; og halda þá Stefnunni mót vestri þar sem hinir hrímleitu Ís-Strókar seilast undir það heidbáa hvel hótandi ferdamanninum geigvænlegustu ferdarspjöllum, þóað Sýnist mér vera þad mesta Órád- jafnvel þó Dæmin síni, að þar hefur Straumur tydarinnar fleytt einum yfir þad mikla haf Orlaganna sem Annar hefur mátt lyda undir stórkostligum Áföllum, og Stundum borist fyrir bordi, að fullu og öllu, her með þikist eg hafa lofad Spursmál ydar og látið ydur i Ljósi mína Einfalda en þó hrein skilna meiníngu sem eg treisti ydur til, ad þer Vyrdiæ a betraveg! lyfid ætyd sem farsælir segir Heimreidsigurvegari

Myndir:12