Nafn skrár:EinAsm-1864-06-10
Dagsetning:A-1864-06-10
Ritunarstaður (bær):Nesi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 95 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Einar Ásmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1832-06-21
Dánardagur:1897-10-20
Fæðingarstaður (bær):Vöglum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Rauðuskriðu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Nesi 10 Júní 1864.

Ástkæri vin!

Jeg sendi þjer fyrir skemmstu seðil til 5ra13. innan í brjefi Ólafs til þím me Benedikt skóara. Jeg veit nú ekki nema þú sjert kominn suður að tala við prest, sem nauðsynlegt eða að minsta kosti gott hefði verið. Að von minni muntu aldrei þurfa að yðrast eptir þó þú hefðir viðskipti við jafn vænann mann. Nú vil jeg biðja þig að koma þeim fyrra seðli og þessum hjer innlagða á póstinn annaðhvort eins og þeir eru eða í umslagi til Jóns Guðmundssonar. Ef þú ert ekki farinn suður. þá ættir þú að fara það allra fyrsta og skal jeg styrkja til ferðarinnar með því að borga eitt hestlán. sra Þ. á Ósi ætlar suður í þessum mánuði. Þú ættir þá að verða honum samferða í seinusta lagi. Ef þú ert ekki við, þá vona jeg að kona þín opni brjefið og annað hvort komi því innlagða á póstinn eða fái sendimanni mínum það aptur til ráðstöfunar. forláttu flaustrið

þínum vin

EÁsmundssyni Mjer hefði þótt gaman að fá línu frá þjer.

Myndir:1