Nafn skrár:EirEir-1864-01-20
Dagsetning:A-1864-01-20
Ritunarstaður (bær):Ormarslóni
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Þing.
Athugasemd:Óvíst
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 95 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Eiríkur Eiríksson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1830-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svalbarðshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Ormarslón
Upprunaslóðir (sveitarf.):Svalbarðshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Þing.
Texti bréfs

Ormlóní hínn 20ta Januarmán 1864

ST

Herra bokbyndari JJBorgfyrdíngur!

Nu er að seigja yður eptir ósk yðar hvað eg hef hér óseldt af bókum yðar sem er.-

16 expl af Tækifærisrædomum; 14. " Sólons sögum; 6 " Neidin kennir naktri konu að spinna; 2 " Sypíóns sögur; 2 " Gestar Vestfyrðíngar; 1 " Reikníngs bók Olafs; 1 " AlþingisTydíndi; 1 " Kvöldrædur

Af þessu sjáið þér hvað eptir er og má eg til að senda yður þær því þær géta ekki ekki geingið út og ætla eg að senda yður þessar Bækur með Robbertsen í himær enn hvað líður um þríðja hefti af þúsund og einni nótt hefí eg aldrey með tekið og verðið þér að uppgötva betur hverninn á þvi stendur enn eg hef með tekið eitt af fyrsta hefti og ?? af öðru hefti og hefi eg sendt betaling fyrir fyrir það 11rd

um það ?? eptir stendur af Bókaverdi yðar skal eg senda með bokonum enn lakast geingur mér að láta það í peníngum og þækti mér betra að meiga borga það í öðru því eg hef líka mátt taka verð fyrir þær í ymislegu og þetta gétið þér látið mig víta í hverju að eg mætti borga það t,a,m, delrikinni eda amboðum klifbera bogum eða þessháttar. -

yðar með vinsemd Vyrðíngu

EEyríksson

Myndir:12