Nafn skrár:EirJoh-1891-06-26
Dagsetning:A-1891-06-26
Ritunarstaður (bær):Glasgow, Skotlandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Sauðárkróki
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Eiríkur Jóhannsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1862-00-00
Dánardagur:1939-00-00
Fæðingarstaður (bær):Héraðsdal
Fæðingarstaður (sveitarf.):Lýtingsstaðahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):Þorljótsstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Lýtingsstaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Skag.
Texti bréfs

Glaskóv á Skotlandi 26 júní 1891

Elskulegi bróðir! Guð annist og leiði þig og þína ætíð um tíma og eilífð ynnilegt þakklæti af elskandi hjarta á þessi miði að færa þjer fyrir alt bróðurlegt og ástríkt og mjer og mínum til handa frá því fyrst allt til okkar skilnaðarstundar

Nú sest jeg við að rita þjer nokkrar línur og tek jeg efni þeirra eins og það stendur í dag bók minni sem þó að morgu leiti er ekki eins greinileg eins og jeg vildi sökum þess að jeg hef ekki haft góðann tíma til þess að skrifa í hana nema þess daga sem við höfum setið hjer um kyrt enn því verður að tjalda sem til er

Þann 16 júní lagði skipið á stað af Sauðárkrók kl. 10 fyrir m. d. og komum á Akureyri kl. 7 þann dag var gott veður fórum á stað aptur kl. 12. og komum til húsa-

víkur að morgni þess 17 lagt á stað samstundis þann dag gérði þoku og nó00nstorm og varð margt kvennfolk lasið og sjóveiki komum til Seiðisfjorðar að morg0 þess 18 þaðann lögðum við kl. 5 1/2 og sáum seinast blessaða landið okkar innan stundar því þoka var þá fór að hvessa og ókyrast sjór og margir urðu lasnir af sjóveiki þann 19 sami stormu hljóð og stunur í hverju horni og ekki nema nokrir karlmenn á fótum kl. 5 1/2 sast til lands það voru Færeyjar hömróttar og sæbrattar veður að læga og sjór að kyrrast og flestir komnir á flakk kl 7 hurfu eyjarnar aptur og ekki sast annað enn þoka og sjór kona mín og dóttir hafa verið lasnar í dag enn Jói minn frískur nú er farið að dymma nott eptir því sem dregur frá norður skatutum. þann 20 gott veður logn enn öldurið dálítið flestum að batna sjóveikinn seinni partinn syrti þokuna aftur og alt um kring saust skipt þá komið undir skotlandsstrendur brimhljóð heirist við landið nú lagst um kirt í neða þo0 og storni klukku hringt á annari hverri mínutu

Sunnudaginn kl 5 var jeg á fótum var þá komið sólskin og langskipið í vík einni við Orkneyjar fagurt landsýni græn tún og bleikir akrar og kaupstaðir og þorp blasa við sjón um lagt á stað eft 1/2 stundar bið flestir nú vel friskir (um kvodið sama dag) nú er mikil hreyfing á skipinu enn hægt fer nú gufu knörrinn því niðaþoka er og ert pípað á hverjum 5 Mínútum nú er búið að telja farþeigana á skipinu og eru 120 fullorðnir og 33 börn fyrir. innan 12 ára nú eru allir að búa sig undir morgundaginn því þá er búist við að við komum til Lítt í dag var skipt um fa00ef og tekinn Ensk í stað þeirra Íslensku og peningunum bittað þegar jeg for af Sauðárkrók atti jeg 1, kr 87 ar og er nú búinn að kaupa mjólk fyrir 50 ar sem fæst hjer á skipinu í dósum. það er Svissneskur Sauðrjómi niður soðinn og má blanda 5 potur dósunum svo það verði sem mjólk enn þó buddann sje svona ljett er jeg samt vongoður þó langt sje eftir af leiðinni 22 kl 7 komum við á höfnina í Lítt og sáum hína of miklu og skrautlegu biggingu staðarins sem jeg reini ekki að lísa

og urðum við að bíða æði lengi eftir því að fjelli að síðann fór skipið inn afar langann skurð sem grafinn er langt inn í staðinn og lögðum loks að landi og fóruvóru allir látnir fara á land og folkið talið af skipinu síðan var farið að skipa upp doti farþegja og varð hver að vera við staddur til að ljúka upp sinni hirslu því enn ekki var vandlega skoðað að eins lift dálítð upp í óðrum endanum og svo mergt með krít á lokið síðann var farangurinn látinn uppí vagna og ekkið í burtu síðann gengum við á stað allir í hóp og Enskur filgðar maður á undan að Gufu vógnunum og þar var alt folkið vandlega talið í í þa við vórum í 15 minutur á gaungunni til vagnanna og að fáuin mínutum liðnum þaut vagnlesinn á stað.

Nú er jeg í fyrsta sinni á æfinni sestur á GuðuGufu vagn og bert margt fyrir augað og aldrei gat jeg mindað mjer aðra eins fegurð í ríki náttúrunnar skrúðgr00 og himingnæfandi Trjé og Akrarnir í blóma og sumstaðar buið að slá grasið hingað og þangað um skógana sjást hjarðir á beit og fólk liggur og situr víða í skógartunnunum sumir að legalesa í bókum enn bórnin að tína blóm og jurtir enn alt er eins og á flugi því vagnlestinn

5

fer svo hart að ótrúlegt er og ekki gott að skrifa vagnarnir sem við erum nú í eru eins og skrautlegustu stofur heima með fóðruðum setu bekkum og rúnar hjer um bil 10 fullorðna hver vagn það er um 1 1/2 klukkt. 000 að fara milli Lítt og glaskoy og er þó vegurinn nokkuð langur (um kvoldið sama dag)

nú erum við sest að í þeim mikla stað glaskoy og hefir þetta verið mikkill breitinga dagur þegar Vagnlestinn var stoppuð gengum við í 1/2 kltíma svo komum við að imigranta húsinu og var þar ollum veittur kveld verður brauð smjör og 0vatn og erum nú að legjast út af í góðum rúmum í skemti legum verelsum (23 pund)

Nú sitjum við um kirt hjer og hófum lítið um okkur og fer vel um okkur morgun mat borðum við kl 8 brauð smjör kjöt kaffi mið deigisverð kl. 1 súpa kjót brauð og fleira, og eftir línuskipinu er búist við að meiga biða til þess 27 hjer á sama hóteli eru fjolda margir. Rússar sem allir ætla að flitja til amiríku sem eins og við bíða eftir línu skipinu sem flitur fólkið yfir at0andshafiðatlandshafið

(um kveldið sama dag)

Þetta hefur verið mikkill hamingudagur fyrir okkur hjóninn í morgun fann konann mín Gulllokk í Vöskunar húsinu sem kostaði 6 kr og fengum við rúma krónu í fundar laun (það átti lokkinn Islensk kona) og seinna um daginn fann hún í stiga hjer í husinu 11 dollar í Amirík enskum seðlum sem er eftir Islendum peninga reikningi rumar 40 krónur það er nu búið að lísa þeim og gefur sig einginn enn þó að einhver leiði sig að þeim þá fáum við samt fundar laun svona leggur drottinn þeim eitt hvað til sem á hann vona (24 nú er lítið að skrifa) einginn er búinn að lýsa eftir peningunum enn sem konann mín fann og er þó búið að grenslast eftir hjá ollum sem í husinu eru í dag gekk jeg að skoða skipið sem við eigum að fara á yfir atlandshafið það er afar stórt um 5000 tons eða 2500 smálestir ( að kvöldi þess Nú er þessi blessaði dagur að kvöldi liðinn og ekki e0k líkindi til að peningarnir gang af okkur jeg er nú búinn að taka frá

tæpann þriðjúnginn af peningunum eða svo sem svarar fundar laununum og kaupa stigvela stóg handa okkur fegðunum og fleiri nauðsinjar okkar og má fá hjer margt með helmingi betra verði enn heima t. d. jeg kift skígvjelskó handa mjer fyrir tæpar 5 krónur jeg veit að þau hefðu verið helmingi dírari heima Nú er dag bókinn enduð og á morgun förum við á skip ofog birjum ferðina að að níju ef Guð lofar

í dag fer 00línu skipið á stað sem siglir til Nevjork og boston og með því fara 7 af löndum mínum sem hingað voru með okkur hingað og flestir þeir rússnestu Jeg geimi peninga fundin eins sjaaldur auga míns og eiði engu af þeim að fradregnum fundarlaununum með að nokkur von er til þess að eigandinn fynnist

Ekki get jeg sagt þjer neitt af ofkur okkur sjer í lagi við erum og höfum verið frísk fyrir 25)( Guðs náð því það matti heita að sjóveikin í þeim mægðunum væri mjög væg og einginn í okkur fegðunum heilsaðu kærlega frá okur öllum okkar vandamönnum

og kunningum jeg skrifa ekki fleirum enn þjer í þettað sinn enn ef við lifum það að komast alla leið þá reini jeg að skrifa fleirum ó! fyrirgefðu mjer góð bróðir flytisklotið því nú verð jeg að hætta Guð annist þig og þín í lifi og dauða og gefi ykkur allt gott framar sem jeg get beðið þess óskar og biður af hjarta þinn broðir mesðann heitir

Eiríkur Jóhannsson

P. S. Heilsaðu kærlega frá okkur Brúnastaða hjónunum og segðu Elinni að Jóhann litli hafi verð0verið frískur og frí við sjóveiki það sem af er

Sami

Myndir: