Nafn skrár:EirJoh-1893-12-27
Dagsetning:A-1893-12-27
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Sauðárkróki
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Eiríkur Jóhannsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1862-00-00
Dánardagur:1939-00-00
Fæðingarstaður (bær):Héraðsdal
Fæðingarstaður (sveitarf.):Lýtingsstaðahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):Þorljótsstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Lýtingsstaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Skag.
Texti bréfs

1

Gimli man. 27 desember. 1893.

Elsku bróðir, Guð gefi að þjer og þínum líði ætíð sem best!

Nú sest jeg við að skrifa þjer dálítinn miða í þeirri von að þú munir við fyrsta tækifæri reina að borga það í sömu mind og er þá fyrst að seigja

þjer ástæður fyrir því að jeg hef ekki skrifað þjer síðann snemma í Sumar. seinasta brjef sem jeg fjekk frá þjer er dagsett 29 apríl. þ.á og kom til mín

2 júní svo skrifaði jeg þjer aftur 18 júní og hef því altaf verið að vonast eftir brjefi frá þjer enn þær vonir hafa brugðist með öðrum fleiri Þetta sumar, svo jeg er farinn að

halda að eitt hvað af brjefum sem við höfum skrifað hver öðrum hafi glatast enn hvað sem öllu þessu líður þá dugar ekki annað enn að byrja aftur á nýjum leik og þá

býst jeg við að það sje betra að reina að seigja þjer eitthvað í frjettum enn að vera að

2

víla og vola yfir vongrygðum og brjefa og frjetta leisi að heiman

("og eitthvað verð jeg þá til að tína"). Af tíðarfari í Sumar er það að seigja að það mun hafa verið fremur hagstætt í hjer nærliggjandi Plássum í júní komu nokkuð mikilir

hitar aftur á móti voru ekki sterkir hitar í júlí eð august sem vanalega eru hjer þó heitustu mánuðirnir seint í júlí og fyrripart august gerði votviðtrakóf sem tafði fyrir

heiskap einkum hjer í nýja Íslandi og víða þar sem votlendi er þó mun heyjskapur hafa orðið í meðallagi á endanum því seinni part augúst og framan af September var hjer

hin besta þurka tíð og óvanalega litlir hitar. uppskjera af Hveiti hjá bændum var í minna meðallagi bæði hjer í manitóba og víða í Bandaríkjunum og hveiti verði á

mörkuðum afar lágt og þar af leiðandi mun hann efnahagur hveiti bænda vera með lakara móti því hveiti ræktin

n er er svo kosnaðar söm að það útheimtir að bóndinn fái nokkuð í aðra hönd ef

3

hún á að borga sig ("eins og jeg hef áður skrifað þjer") það er svipað með hana eins og sjávar útveginn heima á Íslandi að gróðinn er mikill þegar að vel gengur og

tapið líka að hinu leitinu þegar illa gengur er tilfinnanlegt, yfir höfuð að tala er árferði hjer í Canadag og Bandaríkunum miklu lakara enn það hefur verið í nokkur

undanfarinn ár vinnu leysi í Bæjum og Borgum helst til mikið til dæmis í Winnipeg eru fjölda margir svo illa staddir að þeir hafa orðið að fá styrk hjá Bæjarstórninni þó mun

það vera til tölulega fáir Íslendingar sem enn hafa leitað hjálpar hjá henni. Bæjarstórnin hefir tekið það til ráðs að gjefa þessum bágstöddu mönnum vinnu við að moka snjó

af gangstjettjum Bæarins fyrir fjarskalega lítið kaup (50, Centsádag) enn eftir því sem blöðin seigja mun súvinna bráðum á enda og þá er ráð gjört að gjefa fátækum

mönnum vinnu við að taka upp grjót fyrir Bæinn. Það gjeta óefað komið hjer harðir tímar nær felt máskje eins harðir og heima enn mik-

4

munur fyrst mjer vera á stjórnarfyrirkomulaginu eða heima á fróni bæði um fátkækra mál og annað, heilsu far manna hjer í manitóba er í lakara lagi Innflúend

og tauga veiki hafa gjört vart við sig hingað og þangað og þó nokkrir hafa látist. tíðin í óktóber og Noemb. þetta haust var mjög köld og storma söm seinni part

Novenb. og fram að 20 desemb. var hjer grimmilega frost mikið og við og við snjókoma enn nú næstliðna viku hef hefur

verið fagurt veður og mjög frostvægt og er það óvanalegt um þennan tíma árs að það komi hjer frostvægir dagar, nú fer jeg að hætta að rugla meira við þig um almennar

frjettir og birja að seigja þjer frá mínum og minna högum. Þá er nú að seigja þjer frá því að jeg er nú búinn að breita verustað mínum Jeg flutti mig með skyldulið mitt

hingað til nýja-Íslands í síðast liðnum október því mjer syndist þess þá ölllíkindi að þaðmindu verða harðir tímar

í Winnipeg þennan vetur einso g líka að nokkru

5

leiti er komið á daginn svo jeg yðrast ekki eftir þó jeg breitti til því það er töluvert ódyrra að lifa hjer heldur enn í Winnipeg það er hjer margfalt billegri húsarenta

og eldivið getur maður fengið án þess að þurfa að kosta orðu til hans enn að tína hann saman hjer í skóginum í kríng og flytja hann heim til sín hjer fæst líka margur

málsverður úr vatninu. hjer á Gimli er orðið dálítið bæjar þorp fra 30 til 40 íbúðar hús og eru það alt Íslendingar sem hjer lifa. Vegalengd

frá Winnipeg og híngað eru 62 mílur Enskar, við erum tveir sem fluttum okkur hingað í fjelagi í Haust maður sem kom að heiman í Sumar sem heitir Pálmi Lárusson

frá follastaðakoti í Langal, við lifum hjer í sama húsi hann hefur konuog 2 börn eins og jeg við eigum eina kú í fjelagi og dalítið af netum sem

við veiðum fyskí upp um Isinn á vatninu afgangurinn undann Sumrinu var nú ekki meiri enn þetta því það

6

kostaði okkur þó nokkuð að komast hingað með dót okkar við erum öll við bærilega heislu og líður heldur vel við höfum nægi legt að borða og drekka og bærilegt

húsnæði, Nú eru á enda mestu frjettirnar. seinna mun jeg skrifa þjer dalítið viðvíkjandi búnaðar háttum og fjelagslífi hjer í Nyja-Islandi jeg ætla nú að biðja þig að skrifa

mer allar þær frjettir sem þú getur tínt til jeg ætla að setja hjer í póstskrift dálitla skiringu svo þú getir fengið gunmynd um að jeg var stundum

leiðinlegur í Sumar þegar fólkið var að koma í Stórhópum að heiman og svo var Olöf mín ekki síður óróleg yfir því að fá einga vitnesk?

að heiman um það hvað til þess kæmi að Ingolfur litli var ekki sendur okkur við förum á Enigranta húsið í hvert sinn og von var á hóp af löndum að heiman

enn alt árangurslaust, komam mín og börnin biðja innilega að heilsa þjer og þínum og jeg bið að heilsa öllum mínum og þínum. Guð annist og blessi þig og þína

7

í lífi og dauða þess biður þinn bróðir

Eiríkur

P.S. Í apríl m. þetta ár fjekk jeg brjef frá Sigmundi mági mínum hvar í hann biður mig að senda Inga mínum fargjald ef jeg géti þetta gladdi mig stórlega því jeg mundi

að þú varst búinn að skrifa mjer á þá leið að Sigmundur mundi eiga ervitt með að standa straum af drengnum svo útvegaði jeg mjer peninga til láns því þá hafði jeg ekki

haft vinni um langann tíma og átti þess vegna ekki peninga og svo skrifaði jeg Sigmundi með maí ferðinni svo gott brjef sem jeg hafði vit á og lagði þarí ávísun upp á

fargjald handa Inga litla ávísuninn var stíluð til agents Beaverlínunnar Mr. Sigtryggs Jónassonar af umsjónarmanni stjórnarinnar Magnusi Pálssyni í WInnipeg svo sló jeg

utanum þetta brjef til þín og skrifaði þjer dalitinn miða um leið og svo fór nú svo sem að framan er skrifað að Ingi kom ekki og ekkert brjef hefur

8

utanaskrift til mín er GImli P.O.

manitoba

Canada Amerika

síðan komið til mín frá hverugum ykkar Sigmundi eða þjer svo þú gétur nærri elsku bróðir að við munum vera leiðinleg yfir því að vita ekki hvað til þess kjemur

að barnið okkar gat ekki komið til okkar, hvert hann hefur veikst eða dáið eða einginn fengist til að sjá um hann á leiðinni eða að brjefið með ávísuninni hefur glatast

ef að Sigmundur hefur fluts að Hrauni á Unadal eins og hann gat helst til þegar hann skrifaði mjer þá bíst jeg við að þið hafið einhverntíma fundíst síðan ef þú fynnur

Sigmund þá berðu honum kveðju frá okkur og segðu honum að mjer þiki leiðinlegt að hann hafi ekki skrifað mjer og svo veit jeg að þú skrifar mjer um þetta svo

ýtarlega sem þú att kost á að geta vitað frekast jeg setti þessa Póstskrift til þess að láta þig vita þetta ef brjefin skildu hafa glatast þinn sami bróðir

EIríkur

Myndir: