Nafn skrár:EirJoh-1897-09-01
Dagsetning:A-1897-09-01
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Sauðárkróki
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Eiríkur Jóhannsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1862-00-00
Dánardagur:1939-00-00
Fæðingarstaður (bær):Héraðsdal
Fæðingarstaður (sveitarf.):Lýtingsstaðahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):Þorljótsstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Lýtingsstaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Skag.
Texti bréfs

Húsavík P.o. 1 September 1897

Elsku bróðir! guð gefi að þjer og þínum líði ætið sem best!

Jeg þakka þjer kærlega fyrir til skrifið síðast dagsett 2 júní 1896 meðtekið 26 júlí s. á. jeg bið þig að fyrirgeaf mjer rækarleisi mitt við þig að jeg skuli ekki hafa skrifað þjer nú í meir enn heilt ár því jeg gjet ekki afsakað þann drátt með neinu: og þá er nú best að byrja á einhverju. því betra er seint enn aldrei. Af mjer og mínum er það að seigja að okkur líður þolanlega vel við erum öll við bærilega heilsu og höfum daglegt brauð Það mun hafa verið í mars í fyrra vetur sem jeg skrifaði þjer seinast stuttu þar á eftir þann 30 eignuðust við dreng. hann heitir Sigmundur eftir þeim sem við mistum og er að ölluleiti ánægju legur og mög líkur þeim sem við mistum. (Jeg heiri að hann er nú að leika sjer með systkynum sínum á meðan jeg er að skrifa þesar línur.)

að ölluleiti stendur hagur minn líkt og þegar jeg skrifaði þjer seinast jeg græði lítið árlega samt fjölga skjepnurnar heldur og skrifa jeg þjer greinilega um það í hvert sinn og jeg sendir þjer línur því það er ekki svo opt nú á jeg 8 gripi og 8 kindur og nokkur hænsni gripirnir eru 2 kýr fullorðnar og 2 2 Kvígur með kálfi, og hitt eru ungviði á fyrst og öðru ár i þetta er ekki mikið til að framm fleyta familíu og verð jeg því að fara í út vinnu á Sumrin eftir það að jeg er búinn að heyja handa skjepnunum vanalega um tveggja mánaða tíma hinn tíma ársins er jeg að mestu við heimilið og er mjer mikill styrkur að því sem jeg veiði úr vatninu enn aptur er ervitt fyrir mig að ná í heyskap hjer og verð jeg að sækja hann 5tiltil 6 mílur jeg er nú hættur að heyja 00 og ætla á morgun ástað áleiðis til Winnipeg að leita mjer vinnu og þikir mjer það vanalega leiðinlegur tími sem jeg verð að vera burtu frá heimilinu bæði

vegna þes að jeg gjet naumast verið í burtu til lengdar nema hitt og þetta gangi aflaga á heimilinu og svo er vinnan hvorki eing auðfenginn og vel borguð eins og fyrstu árinn sem jeg var hjer enn það verða líklega nokkur ár þangað til að jeg gjet lifað af mínu eiginn búi, maður þarf í það minnsta að eiga 15 til 20 gripi og nokkrar kyndur til þess og mun þetta ver það minnsta til tekið fyrir þann sem hefur mikla fjölskyldu.

Jeg var að hugsa um að skrifa þjer svolítið af almennum frjettum vorið í fyrra var ákaflega voviðra samt og grasspretta mjög mikil og sumartíðin hentug svo heyskapur varð mikill alment enn heyjin reyndust afar ljett í fyrrvetur þegar að farið var að gefa þau, veturinn var mjog snjósamur enn ekki frostharður það voraði snemma enn sennipartur vorsins var mjög kaldur og spratt gras mjög seint enn samt varð grasspretta í meðallagi á endanum.

4

heyskapar tíðin hefur verið fremur óhentug sökum stórfeldra rigninga kafla sem bleytt hafa bæði engi og heyj hja mönnum og bæði tafið fyrir og skemt nýtingu á heyjum manna í fyrra var up uppskjera á korn tegundum í meðalagi enn markaðs verð mjög lagt í sumar verður uppskjerann að likjendum í góðu meðallagi enn markaðsverð á korn tegundum einkum á hveiti mikið hærri enn í fyrra, atvinna hefur verið fremur dauf síðann jeg skrifaði þjer síðast. Heilsufar íæstnæst næst liðinn vetur var hjer fremur kvilla vant þá gengu hjer mislingar enn ekki fengu þá veiki aðrir enn börn og einskaka fullorðinn sem ekki höfðu fengið þá fyrri yfir höfuð 00ð tala mun mun næstliðið ár hafa verið heldur í lakara meðalagi það sem agæsku og vellíðan mann snertir enkum mun þó þessi nýlenda hafa fengið að kjenná á því mest vegna þess ormorormor að aðal atvinnu vegurmanna hjer mislukkaðist n. l. fyski veiðarnar að vetrinum bæði varð

5

veiðin lítil og svo hitt að hann var svo illa borgaður að það var naumast tilvinnandi að flytja hann til markaðar seinnipart veiði tímans og munu því flestir sem veiddu fisk við 000peguavatn næst liðinni vetur hafa haft skaða af þvi úthaldi, ekki gét jeg sagt að útliðiðútlitið sje gott hjá NýjIslendinguni með land búnaðinn því griparæktin þikir ekki ganga of vel eða vera mjög arðberandi þó vel gangi með heyjskapinn enn nú er út lit fyrir að margir megi fækka skjepnum sínum í Haust fyrir þ0þá orsök að ekki náist nægi legt heyj því vatnið stendur svo hátt í Sumar að það flæðir yfir enga lönd manna sem liggja lagt með fram vatninu og sum staðar hafarhagar svo til að ekki eru önnur slægju lönd til enn sem flæðir á af þessu leðir að það er fremur slæmt hljóð í mönnum og eins líklegt að það verði burt flutningur ú þessari nýlendu einu sinni enn.

Ekki þarf þjer að þikja að frjettirnar úr þessu bygðarlagi sjeu mjög glæsilegar frammfarirnar eru engar eða að minnast kosti sár. litlar jeg er nu altaf að hugsa um hvort jeg eigi heldur að gjöra að festa mjer hjer heimilisrjettarland eða flytja burt í einhverja aðra bygð og er óráðinn í hvað gera skal jeg þikist komast lítið áfrámm og tel það stundum óhepni mína að jeg flutti í þessa bygð enn það að jeg er svo óánægður með að hafa flutt hingað kjemur máske af því að jeg þekki betur hvað að er í þessari bygð enn hinum Islensku bygðunum. og hvað sem öllu líður þá hef jeg enga hugmind um að mjer hefði að öllu samanlögðu liðið neitt betur heima þó jeg hefði setið kyr og alt hefði gengið í meðallagi. Slæmar þikja mjer frjett þær er blöðin okkar taka eftir Islensku blöðunum t.d. : : að það hafi verið svo mikill horfellir í Skagafirði að sumir bædur sjeu nú við það Sauðlausir : : eftir Isafold

jeg óska af heilum hug að þessar frjettir sjeu ósannar eða að minsta kosti Íktar. margt er það sem mig langar til að frjetta að heima þó jeg 0 sjái flestar almennar frjettir í blöðunum jeg veit að þú skrifar mjer um alt það sem þú heldur að jeg hafi gaman af að frjetta um þó jeg eigi það naumast skilið konan mín og börnin biðja kærlega að heilsa þjer og ollu okkar skyldfólki og kunningum. jeg bið þig þegar þú skrifar mjer næst að seigja mjer það sem þú veist af Ingibjörgu 0móðir Ólafar minnar og fólki hennar Guðrún systir Ólafar hefur skrifað mömmu sinni optar enn einu sinni og dætur hennar! og sent henni svo lítið af peningum og ekkert svar fengið og vita því ekki hvort nokkuð af því hefur komið til skila nema það sem hún sendi með Birni Þorkjells syni frá Innstalandi, ef svo ber undir að þú sjerð Björn gamla kunninga minn þá bið jeg að heilsa honum kærlega jeg bið að heilsa öllum þínum og mínum skildmennum og kunningum

Sjerstaklega biðjum við hjónin að heilsa 00nu00nu frænku minni og við samhryggjumst henni og biðjum Guð að styrkja hana í hennar einstæðingskap. Ólöf biður þig að skila kæru þakklæti til Inbu systir fyrir tilskrifið sem hún segist ætla að borga seinna líka áttu að seigja litlu frænku sem skrifaði mjer að mig langi til að borga henni það í vetur ef jeg tóri mjer þótti mjög vænt um að sjá hvað vel hún skrifar Nú fer jeg að hætta þessu klóri sem jeg þó óska að komis til þín með skilum. enda jeg svo línur þessar með kærri kveðju og óskum allrar lukku og blessunar í bráð og leng til þín og þínna þess biður þinn einlægur bróðir.

Eiríkur Jóhannsson.

E. S. Jeg bið þig að segja mjer greinilega frá hvaða maður það var sem hrapaði í Málmey næstliðinn maí. með nafninu Sigmundur jeg hef ekki sagt konu minni frá því enn af því jeg óttaðist að það væri bróðir hennar S. E.

Myndir: