Nafn skrár:EirJoh-1898-04-24
Dagsetning:A-1898-04-24
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, Sauðárkróki
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Eiríkur Jóhannsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1862-00-00
Dánardagur:1939-00-00
Fæðingarstaður (bær):Héraðsdal
Fæðingarstaður (sveitarf.):Lýtingsstaðahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):Þorljótsstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Lýtingsstaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Skag.
Texti bréfs

Húsavík 24 apríl 1898

Kæri bróðir! alúðar heilsan, Hjartanlega óska jeg að miði þessi hitti þig og þína glaða og heilbrigða, hann á að flytja þjer mitt innilegt þakklæti fyrir þitt góða brjef d.s

28 oktober. meðtekið 3 janúar síðast liðinn; líka þakka jeg þjer alla bróðurlega og ástríka velvild við mig og mína. Jeg þarf naumast að gjeta þess að það gladdi mig

stórlega og fá brjef frá yku systkynum mínum og heira að líðan ykkar er góð eptir vonum, það hefur dregist nokkuð lengur enn jeg ætlaði mjer að skrifa þjer aptur og eru

ýmsar ástæður fyrir því, enn þó sjálfsagt mest frammkvæmdaleysi enn svo ætla jeg nú að bæta úr því með því að skrifa nú langt brjef af einhverju rugli og verðið þið

að hafa það öll syskinin sameiginlega fyrst þið eruð svo heppinn að vera svona nálægt hvert öðru.

Ef jeg á að skrifa þjer eitthvað af almennum frjettum (sem jeg er að hugsa um.) þá er sjálfsagt að minnast eitthvað á tíðarfarið. það hefur víst verið svipuð tíðin

heima og hjer síðast liðið Haust eptir því sem þú skrifar mjer því hún var svo góð sem maður gat framast óskað þurviðri og hlýindi og veturinn líka mjög góður framm undir

febrúarmánaðarlok og snjófall mjög lítið, enn frá því með mars byrjum og framm til 5 april var hin versta tíð ýmist fannkom hryðar eða frost grimdir og dreyf þá niður

afar mikinn snjó, enn 7 þ.m. gjekk hann til sumanáttar og síðan hefur hver dagurinn verið öðrum blíðari og nú er allur snjór farinn fyrir nokkru og farið ofurlítið að

lifna í jörð. Heyjleisi var hjer svo almennt í vor að það leit mj0g illa út og hefði batin ekki komið svona fljótt og vel þá hefði sjálfsagt orðið hjer skjepnufellir Heyjin

reyndust svo uppgangssöm í vetur það mátti heita að það væru flestir tæpir með

heyj nema þeir sem áttu gömul heyj enn nú eru öll þau vandræði um garð gengin því geldgripir og kyndur er komið af heyji og kýr farnar að fá töluvert úti.

Heilsufar hefur mátt heita allgott í vetur þó hefur svokölluð Skarlatsveiki borist hingað til og hefur hún verið í 3ur eða 4um

Húsum hjer í nýlendunni og 3 börn dáið enn ekki hefur veiki þessi útbreiðst enn enda hefur verið forðast að hafa nokkrar samgöngur við hin syktu heimili, veiki

þessi mun vera það sama sem kallað var rauðuhundarnir heima. þetta sem að ofan er ritað eru nú öll þau um ferðar veikindi sem jeg man til að

hafi gengið hjer meðal Islendinga í ár nema ef telja mætti Gullsýkina, sem umferðar veiki sem h jeg held að sje óhætt

þá hafa landar mínir ekki farið varhluta af henni enn jeg þarf výst töluvert rún til að leggja út af þessum texta því það er valla von að þú hafir heyrt mikið um þessa veiki

4

og því síður fengið hana sjálfur því það er svo lítið um gullnámur á Íslandi, Það mun vera óhætt að fullyrða að í Canada er meira af óbygðu og lítt konnuðu landi enn

í nokku oðru lan ríki sem tilheirir hinum mentaðaheimi enda eru menn altaf að fynna hjer fleiri og auðugri nánur það hefur

um ekkert verið talað og ritað jafnmikið þetta síðast liðna ár eins og hinar afar auðugu gullnánur við yukonfljótið sem liggur langt vestur í ónygðum Canada

þan þangað hefur verið hinn mesti straum af fólki ur öllum áttum og þó er efalaust að hinir hafa verið miklu fleiri sem fegnir

hefðu viljað reyna gæfu sína í Gulllandinu mikla enn ekki haft færi á því fyrir efnaleysi því ferðin er bæði ervið og kostnaðarsöm, nokkrir Islendingar eru þegar komir til

Gulllandsins. enn ekki er hægt að seigja enn hvernig þeim farnast jeg

5

vildi óska að það yrði vel það er nú sagt að það muni verða of margt af verka mönnum þar þetta komandi sumar og kaupgjald muni ekki verða þar eins hátt og

næstaliðið sumar þá var það fymtán dollars á dag enn allar nauðsynjar eru þar afar dýrar því aðflutningar eru langir og erviðir, líka er það fullyrt að það sje orðið lítt

mögulegt að ná í nánalóð sem er nokkurs virði því landið er að mestu komið í hendur auðmanna * fjelögum sem læsa

jarngreipum um allar auðsuppsprettur og atvinnuveigi þessa lands enn þó að þetta mikla Gullendi mest hjá mönnum

sem voru nógu ríkir áður þá hefur það samt töluverða þýðingu fyrir landið í heild sinni það auðgar fjárhirslu ríkisins að mun og kjemur töluverðu lífi í verzlunina og

afurðum bænda í betra verð; líka eru miklir spádómar um að hjer verði verði næg vinna fyrir verklíðinn á Sumar ag

þar afleiðandi betra kaupgjald af því

að svo margir fara til Gulllandsins. þangað á nú að leggja járnbraut í Sumar, Jeg hef verið nokkuð fjölorður um þetta Gullland því jeg veit ekki kæri bróiðir hvert þú

hefur nokkurt gaman af að lesa um það: enn því að eins gat jeg um þetta að hefði jeg verð dálítið ríkari þá hefðir þú máttsenda næsta brjef til mín til Yukon enn ekki að

Húsavík: jeg hafði mikla löngun til þess í HAust að reyna gæfu mína í Yukon enn hvað er að tala um það jeg má víst láta mjer nægja að þo

rend="overstrike">´kast áfram með hægð í efnalegutilliti hjer í Nýja Islandi eða þá fara til baka ef svo vill verkast enn það gjörir nú ekkert til. Mjer þikir

leiðinlegt að geta ekki skrifað þjer um neinar frammfarir hjá okkur hjer Ií Nýja Islandi enn það er því miður lítið á

borði og ekki er jeg orðinn sá amiriku bóki enn að mjer detti í hug að skrifa þjer annað enn það sem jeg veit sann

ast og rjettast bæði af mjer og öðrum það átti að fara að riðja niður skóginn hjer í vor með stofnavjel Islendingur sem bauð sig til að út vega hana og vinna

ve með hana hjá bændumhjer í bygðinni fyrir 4 dollaraá dag og hvað?? hann mundi geta rutt 1 1/2

til 2 1/2 Ekru á dag og ætlaði hann að koma henni hingað áður enn akfæri væri úti enn svo fór þessináungi að útvega vjelina og hafði fengið eitthvað af peningum hjá

bændum hjer og lofun fyrir 4 mánaða vinnu enn vjelin er ókominn enn og sumir halda að maðurinnmuni ekki láta sjá sig aptur hjer um stóðir, svo fór um sjóferð þá

og svona fara flestar hjá NýjaIslendingum. Annað nýmæli get jeg líka skrifað þjer hvað sem úr því verður það hefur nýtt fjelag beðið um Einkaleifi til að renna Gufusleðum

70 til 100 Mílur útfrá Winnipeg á allar hlíðar enn einkum er haldið að þeir ætli að flytja Hjeðan af því að hingað liggur eingin Jarnbraut enn hjer er um töluverð

8

an flutning að gera tíma af vetrinum meðan verið er að flytja fisinn til markaðar og einkum ef Eldiviður yrði fluttur hjeðan til Winnipeg því það er vonandi að bændur

hjer færu þá að vinna meira á löndum sínum ef þeir fengu markað fyrir viðinn enn þirftu ekki að leggja eld í hann eins og hingað til hefur verið Jeg hef haft tal af

einum nábúa ínum sem var staddur í Winnipeg núna seint í marz þegar þessi nýji Gufusleði var reyndur og höfðu eigendur hans verið mjög á nægðir yfir því hvernig

hann reyndist hann á að gjeta farið 12 mílur á klukkutímanum laus enn 5 til 6 með 30 sleða aptan í sjer seinna skrifa jeg þjer meira um þetta ef að nokkuð verður úr

þessu nema vindur. Jeg ætla svo svo lítið að mynnast á uppskeruuna

síðast liðið S Haust jeg skrifa þjer aldrei svo að jeg mynnist ekki eitthvað á hveiti

bæd bændurna þó jeg búist aldrei við að telja mig með þeim enn af því

9

þaðakuryrkjan er sú atvinnugrein sem flestir stunda og undir

því er velliðun fjöldans komin hvert hún lukkast vel, næstliðið Haust var uppskjeran valla í meðallagi, enn það hjálpar hveitibændunum í ár að hveitiverðið er rúmum

þriðjúngi hærra enn í fyrra yfir höfuð er öll bændavara í hærra verði enn á sama ´tima í fyrra það hefur verið keypt mikið af gjeldum gripum á öllum aldri hjer í

Nylendunni í vetur og með töluvert hærra verði enn í fyrir farandi ár fyrir fullorðna Uxa hefur verið borgað frá 40 til 50 dollars

frá 1árstil 2ja,10 til 15 dollars og svo framv. nú held jeg að jeg hafi ekki meira að seigja þjer af almennum frjettum og þá er að byrja á að segja þjer eitt hvað af sjálfum

mjer og mínum vanda mönnum, af okkur er það að seigja að í efnalegu tilliti erlíðan okkar með besta móti og við höfum verið með góðri heilsu nema nafni þinn hann

hefur verið mesti aumingi til

heilsunnar síðan í fyrra vetur að hann lá í mislingunum jeg er buinn að kaupa töluvert af lísi og meðulum þetta ár enn það hefur ekki sýnst koma að miklu liði svo

við komum honum á Sjúkra Húsið í Winnipeg og fór mamma hans með hann þangað núfyrir 5 vikum og dvelur hún hjá systir sinni fyrst um sinn til að vita hvernig

honum líði hún hefur skrifað mjer að það fari mjög vel um hann og hann sje mjog rólegur enn ekki gjeta Læknarnir sagt hvað lengi hann þurfi að vera þar enn heldur

er hann á batavegi Manga mín for með mömmu sinni til Winnipeg og gengur þar á skóla um tíma jeg má vera bæði bóndinn og Húsfreyjan sjálfsagt mánuð enn og

kannske lengur. Ingi minn er heyma hjá mjer og litli mundi sem er mjög efnilegur og að öllu sem sjeð verður hið ánægjulegasta barn Ingi minn er mikið farinn að

hjálpa mjer hann er stór og tápmikill. það eru bagar kringumstæður hjá Guðrúnu systir Ólafar minnar Árni hefur legið síðan um

jól hann var fluttur á Sjúkrahus Bæarins og skorinn þar upp enn Læknarnir gátu ekkert aðgert þeir sögðu að það væri mein innaní bakinu sem þeir gátu ómögulega

skorið burt vegna þess að það var búið að skjemma svo inníflin að ekki var hægt að hreifa við neinu svo hann var fluttur heim eftir að skurðurinn var gróinn og hefur

hann tekið út miklar þjáníngar og nú seinast þegar að Ólöf skrifaði mjer seigir hún hann sje hættur að bruka meðul nema til að stilla hvalir og Læknarnir seigja að

hann geti lifað mánuð til 6 vikur í lengstalagi Olöf mín dvelur meðfram hjá systir sinni til þess að reyna að ljetta eitt- hvað

undir með henni í veikindum mans hennar sem eru orðin langsöm og þungbær bæði fyrir sjálfann hann og þá sem að honum standa, (bætt við)

hand="scribe" place="supralinear">26 Jan. Nú í morgun fekk jeg brjef frá Olöfu minni hvar í hún segir mjer lát Árna hann salaðist 14 þ.m.

og hafði ráð og rænu framí andlátið svo nú er aumingja Guðrún orðin einstæðingur enn hún er ekki neitt illa

stödd í efnalegu tilliti því árni sál var í 1000 dollars lífsábirgð svo áttu þau Hús og 2 bæarlot dætur þeirra 2 Lína og Jóna eru orðnar fulltíða að heita má, svo eru

2 börn ingri drengur á ellelta ári og stúlka á sjöunda. Jeg ernú að hugsa um að fara að hætta þessu klóri og biðja þig að fyrirgefa fráganginn

á því jeg veit að jeg þarf ekki að mynna þig á að skrifa mjer aptur þegar að þú hefur hentugleika á því jeg og allir mínir biðja að heilsa þjer og þínum þegar þú skrifar

mjer næst þá segðu mjer hvernig þú heldur að Þórdýsi ekkju Sigmundar sáluga líði og hvert þau áttu börn á lífi. Olöf biður hjartanlega að heilsa Imku systir og ætlar

að skrifa henni þegar að hún kjemur heim úr Winnipeg túrnum enda jeg svo línur þessar með hjart kærri kveðju til þín og þinna og bið að Guð veiti þjer og þínum

tímanlega og eilífa blessum á ríkdími sinnar meðar þess biður bróðir þinn Eiríkur.

Myndir: