Nafn skrár:FriBja-1879-05-12
Dagsetning:A-1879-05-12
Ritunarstaður (bær):Miðvík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Friðbjörn Bjarnarson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Staddur í Miðvík 12 Máú 1879

Kæri frændi, alla tíma sæll!

Nú er jeg þá loksins sestur niður við að skrifa þjer miða, en mest af þeim örsökum að í gærkvöld fann jeg Ásgeir bróður þinn, og sagðist hann hafa fundið þig

nýlega, og hafðir þú sagt að jeg hefði verið búin að lofa því að skrifa þjer til, en það kæmi aldrei. Jeg er þvi ní byrjaður á bréfs ímind til því, en get þó ekkert sagt

þjer í frjettum, með því líka að jeg þykist vita að Ásgeir hafi sagt þjer allar nýungar. þær sem mest hefur verið í varið Jefnvel þó jeg muni nú ekkert eptir þessu loforði

mínu þá finn jeg mjer þó skilt að gjöra það, nefnilega að skrifa þjer ofurlitin miða þvi jeg man það, að þú varst að biðja mig að skrifa þjer en með, þvi skilyrði gjöri

eg það, að þú skrifir mjer ef þú færð þennan miða. Jeg get sagt þjer eina nýung þá sem Ásgeir hefur liklega ekki vitað, nefnilega að ?? árið 1879

skeði svo að útkom meðal Fnjóskdæla blaðið Framar, og var jeg nybúin að lesa og skrifa hann upp fyrir Gísla, þegar jeg fór að heiman

place="leftmargin">Jeg veit: að hugleilustu hamingju óskir frá frændum vinum og vandamönnum þínum. fylgja seðli þessum norðanur dalnum. yfi???

fagra??eyjafjörð. g jeg óska þjer einnig alls hins bezta_ Fb.B.

Af innihaldi hans ætla jeg að segja þjer ofurlítið, jafnvel þó jeg viti að ekki muni langt um líða, áður en þú færð að sjá hann, því jeg þykist vita að þú farir nú að

vitja veim til átthaga þinna Það var þá fyrst að í honum var grein sem hjet "Eptirdæmið," og þótti mjer hún góður

Engin var undir hana skrifaður en jeg þykist vita að húnhafi verið eptir Gísla- Svo kem "nokkur orð um blótsyrði og fleira", skrifuð á "Þorraþrælinn" og undir henni var

"unglingu" . þar næst kom, Ásborun" rituð 23 Marz, og undir henni skrifuð "ung stúlka. "Áskorun" þessi var að hvetja bændur og hreppsnefndar, menn til að safna

saman á sjóð gjöf, Tómasar sál frá Veturliðast. og verja fjenu til að stofna barnaskóla. þar á eptir kom "Samtal milli "Framars" og , Bónda viðvíkjandi sama efni - Svo

kom dálitil grein "Eru spurningar og svör - Framars gleymd", og undanir hana vórum við - Ásgeir skrifaðir, og svo seinast grein eptir Gísla viðvíkjandi grein

optar okkar Ásgeirs. JEg er nú hjer sjómaður, og er því mikill munur á æfi okkar, jafnvel þó að við sjeum báðir að

skrifa kannske þessa stundina, þá er þó mikill munur að verkefni því sem okkur er fyrir lagt að gjöra þu ert n.l. að læra og lesa en jeg að "beita, taka, slægja og fletja,

og hefði jeg vist nokkuð viljað gefa til þess

að jeg hefði haft sömu vinnu8 á hendi sem þú, En samt hefi jeg einhvers staðar lesið að það væri sú mesta velgjörð Guðs við mennina, að hann uppfyltti ekki

óskar þeirra, og að ófundast yfir annara kjörum, er meiri synd en svo að hún verði með orðum útmáluð. Jeg ímynda mjer þvi að það liggji álíka vel á okkur

hand="scribe" rend="overstrike">þe?? stundinaþennantíman,

jafnvel þó að við sjeum yfir höfuð ólikt að gjöra. Jeg verð nú að minnast þess, að jeg hefi ekki svo mikið sem óskað

þess að línur þess heimsæktu þig heilan á húfi, og er það þó vist síður ymsra góðra brjefritaða, að byrja brjef sín á því. Jeg ætla því að óska þess af heilum hug, fyrst

og fremst að Guð gjefi að línur þessar hittu þig heilbrigðan og glaðan og ánægðan, og í annan máta, að hann virðist að gefa þjer, fjör vit og krapta, til að framhalda verki

því sem þú hefur byrjað_ I, fyrstu er jeg byrjðai á brjefi þessu hafði jeg ætlað mjer að skrifa út allan pappírinn, en jeg hef þó valla tíma til þess, og annað sem verra er;

jeg hef ekkert til að skrifa á hann, það sem þú hefur gaman af heyra, og kemur það þó sjaldan fyrir að jeg verði

ráðalaus meðað slíla en jeg held jeg ætli þó að verða það í þetta sinn, en það hjálpar ekki, því ekki má minna vera en að jeg skafi út, eitt

póstpappirsark, þá einusinni jeg grip penna í hönd, til að knilla upp á blað

einhverja vitleysuna. Af sjálfum mjer get jeg ekki sagt nema lítið. Mjer líður við það sama allvel og hefur liðið í vetur. Jeg hefi haft góða heilsu - og það er nú sú

dýrmætasta gjöf sem Guð gefur manni af tímanlegum hlutum. Sálin skröltir og hrínglar innanum líkaman eins og skelkussar innanum stokk,- fjærri því að nema

nokkurt fróðleik, en líkamann hefur aptur þvert á móti af kastað töluverðu í verklegum efnum, til dæmis við vefnað og heyakstur og fleira; Jeg hefi haft dálítil

ferðalög, en aldrei samt komið yfir í Syðri=Reystará, nema bara íhugsunum _ Jeg hef opt lypt mjer á vængjum vindanna þangað - og verið að hugsa um hvað þú

ættir gott, og hvað mjer mundi hafa þókt gaman að því að vera þar líka - en þær draumasjónir hafa allar til einskis orðið. Jeg held það væri nú ráðlagt fyrir mig að

hætta þessu ljóta og leiðinlega rugli og klóri, sem jeg ætla að biðja þig að fyrirgefa mjer og endurgjalda með því að skrifa mjer aptur. Góður Guð virðist að styrkja þig

á því framfaraskeiði sem þú hefur byrjað; hann láti þá hugsun jafnan vera vakandi hjá þjer, að þú eigir fyrir ódauðlegri sálu að sjá, og hann gefi þjer einnig vit og krapta

til að standast alar vondar arásir heimsins, og styrkji þig til að bera þær þjáningar með þolinmæði sem þjer mæta kunna á hinni stundlegu umferð þinni um heiminn

Vertu að endingu blessaður og sæll

það mælir frændi þinn Friðbjörn Björnsson

Myndir:12