Nafn skrár:FriBja-1878-01-30
Dagsetning:A-1878-01-30
Ritunarstaður (bær):Möðruvöllum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Friðbjörn Bjarnarson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Vestarekrokum 30-1-78

Kæri frændi!

Þá held jeg sje nú komið mál að bænheyra þig Einar minn ! en til lítils gamans verður það fyrir þig því það vantar það sem við á að jeta

n.l. nógan skynsemiskrapt til að rulla uppá pappírinn því sem nokkurt minnsta vit væri er í. Ekki má nú hjer við

þagna samt af því jeg er byrjaður. Jeg hafði ætlað mjer að skrifa þjer fyrir löngul, en margt hefur baggað, þaðlyesl að jeg hef opt ekki verið

heima

nú um tíma, það annað að vikuna sem leið hafði jeg svo mikil útiverk, af þeirri orsök að Pabbi og Mángi vóru einlægt fyrir utan heiðe, og svo að lokum það hið

þriðja, að mjer hefur aldrei hugkvæmst að drífa mig í að setjast niður við skriftir nú leingi. En fyrir hálfum klukkutíma fór jeg að aðgá syndir mínar, og sá meðal

margs annars að jeg var búin að pætta þig, og sýndist mjer það ekki sem samviskulegast að fara svo með sann

kristinn náúnga því jeg mundi þá eptir því innst í djupi sálinnarínnar, að jeg hafði lofað að bæn heyra þig með því að

senda þjer fáar línur. Já já sleppum þessu, og tolum um eitthvað annað.

það er bezt að tala um Nótnabókina; jeg er nú búin að lána hana í 15 daga, og þykist jeg vel hafa gjört. Mjer finnst nú að þessi - "Skepna" sem þú fjekkst hana

lánaða handa mætti vera búin að hafa gott gagn af henni þar eð jeg íminda mjer að það hafi verið skynsemigædd "skepna", og það hefur líka sjálfsagt verið; þó

held jeg að jeg verði að lengja en þá minn náðarfrest um 2-3 daga

þá.-. Við erum nú þesra daga að aka heyi, og þykjumst við ekki fá sem bezt veður stundum;að öðru leyti þykir mjer það skemmtilegt verk. Mál er nú hætta þessu

ljóta klóri, og leiðinlega bulli. Jeg bið að heilsa folkinu hjá þjer. Vertu svo bezt kvaddur af frænda, þínum sem óskar þjer og henni - þarna þinni - gleðilegra samfara og

lángra lífdaga um

ókomna tíma þú skilur.

Skrifaðu mjer aptur

það mælir Friðbjörn Björnson

Ungurmaður Einar Friðgeirsson

að Þverá

Myndir:12