Nafn skrár:FriBja-1881-04-19
Dagsetning:A-1881-04-19
Ritunarstaður (bær):Möðruvöllum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Friðbjörn Bjarnarson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Möðruvöllum 19. April 1881.

Kæri frændi!

Bezta þakklæti fyrir bréfið þitt, sem gamli Einar bringaði hér til Möðruvallaskólans. Nú er ekki neitt til að skrifa. Það er markvert

sé, enda var bréfið þitt núna svo þunnskipað, að fyrir annan eins gáfumann!! eins og eg er, er eigi langrar stundar verk, að svara því svo vel sé. Eg sé líka, að skólapiltar

í Reykjavík eyða eigi löngum tíma, til þess að skrifa kunningjum, því skriftin á sumum bréfunum ykkar sumra, er allt annað, enn smekkleg.

En hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það, og eg má til með að herma eptir ykkur stóru mönnunum, og skrifa illa líka. Litlu eptir að eg skrifaði þér

í vetur, heimsótti Ásgeir bróðir þinn mig, og þótti mér gaman að því, þá var bærileg tíð, það var þarna einvherntíma í vetur þegar hláká, kom hér á Norðurlandi.

Ásgeir sagði mér mörg tíðindi sér héraðinu, og meðal annars sagði hann mér af búskapnum í Garði, og hver mjög að stúlkurnar hefði séð eptir að missa mig og að þær

lifðu einungis í þeirri von, að þær mundu sjá mig koma með sumarfuglunum þessa mikla þrá stúlknanna náði nú allt að einu - já miklu fremur til þín,- og

kallarðu það ekki kraptaverk, ef þær lifa af veturinn allan, þegar við erum svona fjarlægir þeim. Þó það verði nú mikið um dýrðir þegar eg kem heim, þá samt tekur

nú útyfir þegar þú kemur, því eptir því, sem börnin fá brauðið seinna, því fegnari verða þau, og svo er um blessaðar stúlkurnar! -Ásgeir lét nokkuð yfir heybyrgðum

þegar þetta var, en núna nýlega frétti eg heima að pabbi þinn hefði verið farinn að ráðgjöra að skera, rétt um það bil að batnaði. Það er annars ekki nema til leiðinda

fyrir þig, að eg skuli skrifa þetta, því svipað þessu stendur efst á blaði, í hverju bréfi, sem þú færð að heiman. Einungis má geta þess, að nú brosir sól og sumar við

öllu Norðurlandi, og tíðarfarið núna er assurat Contrast, við það sem áður var. Þó sjást enn nokkrar minjar um frostin í vetur, svo sem: að enn þá er Eyafjörður

þakinn lagís útað Látrum, og var núna um Skírdagshelgarnar gengið og riðið frá Látrum inná Grenivík; víðast hvar er ísinn 5 kvartila þykkur.- Almennt hafa menn eigi

skorið það teljandi sé, en þó vofði yfir niðurskurður, og þá kom hjálpin stærst, þegar neiðin var hæst. Nú er skólaárið okkar næstum á enda, og þetta er nú seinasti

dagurinn, sem eptir er af Páskafríinu þá höfum við upplestrartíma - vikutíma-, og svo kemur vorprófið, sem bæði verður mikið að breidd, lengd,

dýpt og hæð. Seinasta Apríl á að segja upp skólanum en 1. Mai tvístrast piltar, sinn í hverja áttina.- Mér hefir geðjast ágætlega að skólaverunni, og hefði

feginn viljað að skólaárið hefði verið legnra, en það er eigi til neins að tala um slíkt í þetta sinn, en vonandi er að bráðum verði skólaárið lengt. Það má kalla það gott,

að skólinn er kominn á fót, með föstum ágætum kennurum, þó allt verði ekki fullkomið með fyrstu. Aðsókn að skólanum er svo mikil, að nú strax eru 25 nýsveinar

búnir að sækja uminntöku á hann, og er hætt við að þeir komist eigi allir að, því Hjaltalín skólastjóri, segist eigi treysta sér að taka fleiri en 50 pilta í það heila, og

þó að einkverir kannske gangi úr leik, þá samt verða það aldrei svo margir, að þeir komist að, er beðið hafa. Ekki býst eg við að vera næsta vetur, því það er ráðgjört

(máské) að Bjarni bróðir fari á skólann, en það getur eigi látið sig gjöra að við forum báðir hingað næsta haust, og svo geymum við það til annara hausts. Þú spyrð

mig, hvernig mér geðiðst að fólkinu hérna í Möðruvallasókninni. Það er þetta að segja um það, að eg hefi mjög lítil kynni haft af fólkinu yfir höfuð. Mjög sjaldan hefir

verið messað, og það af fólki sem eg þekki, eru helzt blessaðar stúlkurnar, og svona stendur á því, að í vetur hafa verið haldinn hér Sunnudagaskóli

og var eg fenginn til að skrifa fyrir handa þeim, og þá vandaði eg mig nú ekki lítið. Á þessu fór eg að þekkja blessaðar stúlkurnar ofurlítið, en að öðru leyti þekki

eg fátt af fólki. Mæer þykir kyrkjan falleg, presturinn góður, en söngurinn þó á orgel sé-, fremur daufur.- Þegar eg fór heim núna um Skírdagshelgarnar, kom eg

að Þverá, tafði klukkutíma, spjallaði margt, drakk sætann kaffibolla með brauði, og kyssti bæði hjónin fyrir. Ekki held eg Gísli hafi verið orðinn mjög tæpur með hey,

og hann sagðist hafa verið búinn að hugsa sér, að skera ekki fyrr en úr hátíð. Ekki veit eg með vissu, hvort allir hafa verið heima , en svo mikið veit eg að Eldjárn var

nýkominn á stað, að Húsavík- ekki til að biðja sér stúlku - heldur til að flytja sýsluumanni bréf frá nafna þínum í Nesi, viðvíkjandi ógurlegum hval, sem rak upp um

ísinn fram undan Þórustöðum í vetur eða réttara sagt viðvíkjandi máli er ætlar að rísa útaf hvaðskiptunum; betur, að aldrei ræki hval meir, því menn gjöra svo aldrei

annað en rífast um þá. Nú má eg itl að hætta, því pappírinn er á enda, en mundu það að skrifa mér, og segja mér margt í fréttum. Ætlarðu að koma norður í sumar?

já! Ætlarðu nú ekki að skrifa mér lagt og merkilegt bréf? jú! Að endingu kveð eg þig með óskum beztu, og jafnframt að miði þessi hitti þig glaðann og ánægðann.

Vertu svo kvaddur kærri kveðju af frænda þínum

Friðbirni Bjarnarsyni

Myndir:12