Nafn skrár:FriOlg-1881-01-09
Dagsetning:A-1881-01-09
Ritunarstaður (bær):Garði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:Faðir Einars
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Friðgeir Olgeirsson
Titill bréfritara:bóndi,söðlasmiður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1838-07-13
Dánardagur:1885-06-18
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Garði
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Garði 9/1 81.

Elskulegi Einar minn!

Jafnframt því að þakka þjer innilega tilskrifið nú seinast af 16 n.l.m. Þá óska jeg þjer góðrar heilsu og gleðilegri daga á þessu nýbirjaða ári samt allra ófarna æfi

stunda. Þó jeg mindist við að pára þjer þá verður það eins og vant er, frjetta laust, og leiðin legt og verri en ekkert. því það sem jeg tíni til verður þá það sama og aðrir

skrifa þjer. Jeg vil nú samt fist gjeta þess sem mest er í varið, og það er góð heilsa, það má heita svo að allir hér á heimili hafi haft þolanlega heilsu, það sem af er

Vetrinum, Olgeir litli bróðir þinn hefur verið vesæll frá því á Annan í jólum og til þess nú fyrir 3ur

dögur að hann fór að klæða sig aptur hann var samt ekki þúngt haldin

það var víst svo mikið í maganum á hönum, síðan hann fór á fætur hefur hann lesð fastan í Mannkinssötu Páls melsteð. og svo skrifað

líka; hann var nú áður samt farin til þess. Mig minnir að jeg gæti þess í brjefi mínu til þín seinast að Gömlu hjónin

í Böðvarsnesi lægi. þau dóu bæði sama dagin og liðu ekki nema 7 klukkutíma á milli þeirra. hún það firr, þau lugu eitthvað á 4 viku, og eru menn eður sumir

hræddir um að það hafi verið tauga veikin. Við Jarðarförina var nálægt 80 mans Veitsla var haldin og vel veitt. Jeg smíðaði utan um bæði, Fóm

dögum eptir Jarðarförina lagdist Eggert og hefur verið mjög þúngt haldin nú er sagt að hönum sje heldur í aptur bata, það jeg til veit hafa hvurgi geingið veikindi

hig og aungvir dáið áðrir. nema Dirðleig gamla á Hóli Tíðin hefur verið hér mjög

hörð og síðan um Jólaföstugáng opt vondar hríðar með miklu frosti þó út yfir tæki á 3 og 4 í jólum þá vóru

örgustu stórhríðar með 16 gráðu frosti _ í þeim hríðum urðu úti á Laxárdalsheiði Tvær Stulkur báðar frá Þverá i Laxárdal. fóru frá Halldórsstöðum næsta bæ við

Þ: á þriðjudagsmorgun og ætluðu heim til sín en viltust og fundust ekki firr en á Nýárs dag. x einn dag í vetur var hér 20 g: f: og opt 14 - 16. Síðar um Nýarið hefur

verið mikið frost vægra, og fyrir fám dögum gjörði rigníng mikla og sunnan þeisu einn dag, svo það kom víða upp jörð, þó það irði ekki hjer í Garði sem telja

ero. alt er sagt fult af ís hér uti fyrir og hróði dálítill komin inn á Eyaf: ekki veit jeg hvað jeg endist með heyg ef harðindin haldast leingi en

jeg varð - hugsa jeg) ekki með þeim festu á þrotum x önur þá með lífs marki

og er þó margt á fóðrum sem allir eiga hér eins og þú gjetur giskað á lítið færi jeg út kvíarnar. þó er nú af öllum Skepnusortum heldur fleir en færu, heldur en að

verið hefur. 4ar hef jeg nú Rírnar og svo ljet jeg lifa nautkálf, ekki er samt mjólku. of mikil því 26 mans

eru nú á henni og svo boli. Og hefur hann verið á móti 3en 4

um að eiða mjólkinni jeg óska bara að það gæti komist vel af alt. Nú hugsi jeg að þjer muni þika þetta rugl orðið umof lánt og leiðinlegt. því mjer finst

það sjálfum En með einhvurju verð jeg að klikka út blaðið; og hlít jeg því að birja á örðru efni, þá er það nú næst að geta þess að opt óska jeg að bræður þínir

væri komnir í kamelsið til þín ef þeir ekki hefðu hindr mikið lestur þinn, til þess að gjeta notið til

augnar hjá þjer; En þetta hefur ekki orðið er, sem ekki var við að búast. niðurl: flutt tilá næsta blaði.

Annað er milna með hér nýu upp fundnu lagi en sem hefur margfalt meiri krapt með þá minna safni og hægt væri að gjeta látið vinna

margt sjer til gagns, ef kunnátu væri eptir því að útbúa hána vel. En alt þarf að filgast að vankunnáttan peníngaleisið og samtakaleisi, og væru nú þessu

og sem öðru fleiru, hægt að koma til leiða með fjelaxskap, en hann er ekki að finna hjer hjá Fnjóskadælíng um því

þó það værieinhvur sem vildi stínga uppá einhvurju því sem þarflegt er, þó kemur stragx það svar hjá öllum sem væri því tel fyrir stöðu, þess vegna er ekki að hugsa

um annað en það, sem maður sjálfur, með einhvurjum ráðum hefur von til að gjeta komist útaf. Jeg held samt að ef jeg lifi, þá Ráðist jeg í annað hvurt, það er að

seiga ef jeg kjem Skepnunum bærilega af. Verði það ekki, fellur hitt um sjalft sig. Það er leiðin legt að vita þá mörga og miklu sjóði sem eru í londini - og jeg held

áttætt sje að seiga, sumum hvurjum illu varð En gjetu ekki svo mikið sem

feingið lán úr þeim einn árs tíma. já já þá mun þjer nú þika þessi Rafbli ræðunar orðir nogu lángur. en þó jeg yfirgjefe

hann þá kjemur aptur annar Kanski ekki betri. Af því að nú er ómögulegt að fá hér á Akureyri Vaskurkinn en mér lag á því, þá er jeg að hugsa um, að biðja þig að

leitast fyrir í Búðum í Reykjavík, hvurt ekki feingust, og útvega mjer eitt, ef kostur væri á það, enda þó jeg, ekki sendi þér verðið með þessari ferð, þau eru vön að

kosta, hér, kríngum 4 krónur, optar samt heldur minna en meira. Þá er eptir en sjerstakt efni en jeg vildi svo lítið minnast á. sem er það að jeg hef heirt sagt að það

væri fyrir sunnan Læknir sem væri heppin í að Lækna holdsveiki, en það er ekki svo mikið að jeg viti hvað hana heitir eður hvar hann er, þessvegna vil jeg biðja þig

að grendslast um hann, ef að hann ekki er í Reykjavík, þó þú spurðir einhvurt eptir hönum þá gætir þú sakts hafa verið beðin þess,

Mikið þreita mig margslags hugsanir mig lángar itl að koma ýmsu til leiðar sem jeg ekki gjet kraptleisis vegna, Og verður mjer þess vegna áhrifa meira, heldur en

þeim sem aungva hugzun hafa; vit nje vilja; til að framkvæma nokkuð það sem er þarflegt og gagnlegt, já hafa aungva jeg

urðar tilfinníngu fyrir því nokkru því sem fagurt er, ánæga þeirra er fullkomin ef þeir hafa nó til að láta í magan

þó þeir sjeu alla sína æfi í moldar grifju það gjörir þeim ekkert til, x Það er nú eitt með öðru sem jeg er að hugza

um eður lángar til það er að bigga lánghús hjerna, eður í bráðina port af því því hægt er að leinga það þegar maður vildi og gæti. Og hvað helst hugza jeg um þetta

af því að jeg má til að nota ytri stofunni í vor ef eg lifi, svo leingi. En þó að þetta væri ekki nema til dæmis 10-13 álir, þá kjæmi það til að kosta mikið, En með því sje

jeg að jeg gæti feingið bæði mikið betra húsrimi, og umleið skemtilegra

x þó þeir kunni ekkert og viti ekkert.

það er sannur málsháttur, að auðari sje all þeirra hluta sem gjöra skal

Enda þó mamma þín ekki sje lakar neitt heldur enn að hún var í sumar, þó þorir maður ekki annað en að gjöra þær til raunir sem hægt er, af því að Þorgrímur

hefur látið mig skilja það á sju að hann væri hræddur um að það væri birjun á áður nemdri Veiki. En jeg hef litla trú á Þorgrími í því tilliti, Nú af því að

rend="overstrike">alt jeg ekki veit hvurt að þjer væri hægt að gjeta gjört nokkuð í þessu eður ekki, þá ætli eg ekki að senda lýsíngu, þó mjer finnist að það

væri að fá þau meðöl sem væri vörn við henni Veikinni nefnil. Jeg sje ekki til neins að orðleinga þetta meir, í þetta skipti utan biðja þig - þó jeg viti að þess ekki þurfi

- að þú ekki látir skiljast á þjer að sá ætti nokkuð skilt við þig er þú værir að komast eptir þessu, fyrir. Þú lætur mig vita aptur hvurt jeg á að senda þjer nokkra

lysíngu, Svo ætla jeg að hætta að biðja þig Fyrirgjefa mér þetta leiðinda og lángsama mas, og færa til betri vegar alla gallana Guð almáttur sje með þjer allar stundir

þess biður þinn lítilfjörlegur Faðir Friðgeir Olgeirsson

Myndir:1234