Nafn skrár:FriOlg-1879-01-25
Dagsetning:A-1879-01-25
Ritunarstaður (bær):Hálsi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:Faðir Einars
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Friðgeir Olgeirsson
Titill bréfritara:bóndi,söðlasmiður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1838-07-13
Dánardagur:1885-06-18
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Garði
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

meðtekið 27 Janúar með góðum skilum. svarað samdægurs burt sendt 28 Januar

Staddur á Hálsi 25-1- 79.

Elskuleigi Einar minn!

Guð gjefi að línur þessar hitta þig glaðan og heilbrigdann. Arni hér misti ingra Barnið sitt og bað hann mig að smíða kistuna jeg er búin að vera hjer í tvo daga og

er eg nú búin með hana; svo jeg fer víst heim á morgun, Sveinnb: a Ósi er hjer a ferð hann er að fá sjer skóvið sem hann ætlar að bráka í Varphólma sinn mig lángar til

að koma seðli þessum með hönum ef jeg gjet náð í hann, af því það er svo góð ferð; Ekki verða neinar Frjettir til að sitja í seðil þennan utan að það eru allir frískir

hjá mjer og eim á Þverá og Þrob: er altaf að hressast heldur; hún er farin að gánga framm og jafnvel að koma út þá best er veður:

Ekki gjet jeg sakt að það sje komið bragð af jörð en hjá mjer þó hlákurnar hafi virið en all staðar hér annar staðar; þá er nú að birja á öðru efni að seiga þjer frá

sem ekki er gott á mínu síðu; og er að svo leiðis lagað að Síra Dagvíð bað mig fyrir Brjef til MAgnusar press á Halldóri: (jeg man ekki hvur þú sást það eður ey) nú nú

mig minnir að jeg ljeti það í brjóst vasa á Frakkanum mínm áður jeg fór, frá þjer, en dagin eptir því jeg að gæta að hvurt það ekki væri í vasa þessum en það var ekki

og hvurgi hvurnin á þessum stað skildi jeg ekki því ekkert fór jeg ofan í þennan vasa, og bæði smærri og stærri seðla. sem jeg hafði í hinum vösum mínum voru allir

hverirM þetta fjell mjer svo ílla að það var fast að mjer

komið að fara úteptir á bakaleiðini til að seiga klerk frá, en jeg sneri því af fyrir þá skuld að jeg átti von á munni frá Gærum til mín fáum dögum seirna og ætlaði

jeg þá að skrifa þjer og biðja þig millum gánga þetta mín vegna, en það for svo að maður þessi er en ekki komin, og nú er svo lángt um liðið að jeg veit ekki hvað

gjöra skal, mjer hefur dottið í hug kvurt það ekki hefði gjetað skjeð að mjer hefði gleimst að taka brjefið ellegar að það hefði staðið úr Vasanum þar sem jeg hafði

Frakkan nefnil á Búmspjaldi Jákobi; jeg gjet verið hræddur við að það gjeti vorist böndir að mjer ef farið verður að gánga í ransok um það og það alldre komið til, ef

þú færð seðil þennan biðjeg þig að skrifa mjer aptur svo fljótt sem þú gjetur, og svo ætti jeg að fela þjer

málefnið á hendur til bestu fr??nn úr greiðsla, -Skildi nú svo bera undir að jeg hitti síra D. og hann spirði mig um brjefið veit jeg ekki hvurjir

jeg ætti að svara, firr en jeg væri búin að fá svar frá þjer, Nú má jeg ekki orðleinga þetta meir útan biðja þig virða tið á

færi til betri vegar þetta ljóta spark og svo biðja almáttugan Guð að vera með þjer alla daga

það mælir þinn vesæll Faðir Fr. Olgeirsson

Myndir:12