Nafn skrár:AdaBja-1875-02-22
Dagsetning:A-1875-02-22
Ritunarstaður (bær):Ólafsdal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Dal.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Aðalbjartur Bjarnason (Albert Arnason)
Titill bréfritara:vinnumaður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1864-09-01
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatunga
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saurbæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Ólafsdal 22 Febrúar 1875

Elskulegi bróðir

Jeg fer nú að skrifa þjer eða klóra rjettara sagt Ekkert gjet jeg sagt þjer í frjettum nema góða líðan allra hjer L.S.G.

Jeg hef nú verið að reikna í vetur og skrifa en nú er sú tíð úti því pappírinn er búin, og fæst ekki nokkurt pappírs blað í kaupstöðonum

Jeg verð nú að fara að seia þjer frá Kúnum þegar ekki er anað til og er það first

að surtla gjekk upp og lagði niður þángað til á jólaföstu og er nú búið að halda henni tvisvar enn jeg veit nú ekki hvurt hún heldur nuna flekka stendur nú á stálma hún mjólkaði framm á þorra og á að bera í mið góu

rauðka er nú orðin nærri gjeld og er það lángur tími að fóðra hana gjelda svo lángan tíma en jeg vona að hún þurfi lítið þegar hún er orðin

alveg stein gjeld

Jeg atla nú ekki að fara að lísa firir þjer hvernig fjósa verkinn eru gjerð hjá mjer jeg vona jeg fái að sjá þig lifandi og heilan á hófi í Vor og þá gjetur þú sjeð Kjírnar og hestana þeir hafa nú haldist vel vel við í vetur og hafa verið fáir dagar sem jeg hef ekki gjetað beitt þeim

Jeg hef nú verið að lesa í bókinni frá

þjer og er lángt komin jeg hefði verið búinn hefði jeg ekki ljeð honum Rabba hana, hún var hjá honum frá Níári og þángað til á þorra

Við erum farnir að hugsa um nokkrir dreingir í Sveitini að reisa á fót lestrarfjelag og eru komnir í það 19 það jeg veit og atlar hvur að láta 1 rd Jeg má nú til að hætta og bið þig að forláta klórið þinn elskandi bróðir

ABjarnason

Kristján og Asgeir biðja að heilsa þjer

Myndir:12