Nafn skrár:GudVig-1886-12-15
Dagsetning:A-1886-12-15
Ritunarstaður (bær):Klausturhólum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Guðjón Vigfússon
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1868-03-13
Dánardagur:1915-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Grímsneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Árn.
Upprunaslóðir (bær):Neðra-Apavatni
Upprunaslóðir (sveitarf.):Grímsneshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Árn.
Texti bréfs

Klausturhól. 15-12-86!

Góði kunningi !

Ástar þökk fyrir brjef þitt af 8. des. eins og allt annað gott. Bækurnar sem að jeg geymi fyrir þig, skal jeg senda þjer þegar að jeg fæ góða ferð, en núna hef jeg

hana ekki. Það er allt mikið rjett, sem að þú segir viðvíkjandi hinum bókunum, og ekk síst, að jeg sje svipaður "Bankanum" að eiga hjá mjer!! Bölvaður háðfuglinn þinn,

þú verður lengst af líkur sjálfum þjer! hvað er jeg að segja við þig, blessaðann "skuldaheimtu manninn" minn, jeg hef hugsað mjer, að leggja þér sauð, í staðinn

fyrir rolu, þegar

jeg rek til þín gjaldið, það er að sgja, að borga þér þetta sem að þú átt hjá mér þá, þega þú ert orðinn prestur minn "ó það verður gaman" Jeg þakka þjer fyrir allar

óskirnar í brjefi þínu, sem að er mjög fallegt og gott af þér, það má segja: "af gnægð hjartans mælir munnurinn" þvílík orðagnótt, sem að þjer er lánað;- það er á

öllu auð heyrt, að þú verður mikill mælsku maður, og einhver sá bezti prestur, sem að menn um langan tíma hugsað sjer, og menn muna ekki eptir öðrum presta

skóla stubbum nema Einari tilvonandi frá sem kunnugur er í Móakoti

"bjórum" þar, og víðar. Sleppum gamni! Skrifaðu mjer aptur góður. Jeg óska þjer gleðil. jóla og nýárs, og aldrei að þú "stampir" hjá horninu "Surlu"!! Það er vara

samt , fyrir þig.

Vertu alltaf blessaður og sæll; þinn einl.

vin

GuðjVigfússon

Myndir:12